fbpx

GÓÐAN DAGINN

LÍFIÐTRENDNET

English Version Below

Í dag tók ég einn af þessum morgnum – þar sem ég tek tölvuna með mér út úr húsi og svara tölvupóstum á notalegu kaffihúsi. Það gerir mikið fyrir mig að skipta reglulega um vinnu umhverfi. Ég réttlæti kaffikaupin þar sem þau eru ódýr leiga á skrifstofu húsnæði ;) Ekki slæmt sænska hornið mitt í dag …

image1

Toppur: Vero Moda, Bolli: Tvöfaldur cappuccino
… Jahérna hvað ég þarf að þrífa tölvuna!!

 

Ég er með Trendnet snappið í dag. Eru ekki allir að fylgja okkur undir nafninu @trendnetis ? Eyðum deginum saman þar. Sjáumst!

//

Hallo from here …
You can follow me on the Trendnet Snapchat today – please add @trendnetis.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

10 GLAMOUR ÓSKIR

LANGARMAGAZINE

English Version Below

 

 image2

Morgunútsýnið var ekki amarlegt. Ég náði að fletta í gegnum nýja IKEA bæklinginn og gaf mér mér loksins tíma til að setjast yfir ágúst útgáfu Glamour. En þar sit ég einmitt fyrir svörum þennan mánuðinn í nýjum lið sem nefnist Óskalistinn.

Þar sem ég stóð í flutningum þegar ég svaraði spurningunum, þá litast svörin svolítið af því.

image1

 

Það er hollt og gott að setja upp óskalista öðru hverju … Eitthvað af því sem ég nefni hér að neðan hef ég lengi viljað eignast sem sýnir að ég er ekkert að flýta mér í kaupunum. Frekar vil ég eiga fyrir hlutunum og kaupa þá þegar hentar, þó það geti ekki alltaf gerst “í dag” þá kemur að því einn daginn. Það er hollt að þurfa að bíða, stundum.

1. Georg Jenssen klukka

Tímalaus klukka (má maður segja það?) sem hefur lengi verið á óskalistanum. Ég gat aldrei ákveðið mig hvort mig langaði í eina stærri eða fleiri smærri. Nú hef ég gert upp hug minn og ætla að velja þrjár litlar sem síðbúna afmælisgjöf. Það er eins gott að vera tímalega innan um alla skipulögðu Svíana.

2. BOB bolur

Klassískir stuttermabolir eru þær flíkur sem eru mest notaðar í mínum fataskáp. Nýju bolirnir frá BOB lenda í Húrra Reykjavík í ágúst og ég bíð spennt!



3. Hátalari frá B&O

Ég er að fara að eignast garð í fyrsta sinn og þetta er það fyrsta sem mig langar að eignast. Þarf engin garðhúsgögn á meðan ég hef hlýja tóna.

4. …. allra mest langar mig í smá frí með dekri í nokkra daga. Það er eitthvað sem maður á að leyfa sér í ágúst, rétt áður en að rútínan byrjar á ný.

5. Kaffibolli

Nýtt hús – nýr morgunbolli? Mér finnst það segja sig sjálft … Thermal mug frá Royal Copenhagen má verða minn.
Þið kannski sjáið að hann hefur nú þegar orðið minn.

6. Sófi NORR
Held að þessi sé búinn að birtast áður á mínum óskalistum. Hann verður þar þangað til ég læt verða að kaupunum. Fullkominn að svo mörgu leiti.

7. Inniskór

Ég hef haft augastað á dásamlegu fóðruðu Gucci skónum í sumar. Útlitið minnir á inniskó og mig langar svo að finna sambærilegt lúkk á viðráðanlegra verði. Þeir einu sönnu verða örugglega aldrei mínir.



8. Redone gallabuxur
Í rauninni langar mig bara í fullt af fínum gallabuxum fyrir haustið. Redone endurgera 90s Levis lúkkið á nákvæmlega þann hátt sem ég kann best að meta. Merki sem þarf endilega að koma í sölu hér á klakanum hið fyrsta.

9. Nýja myndavél
Tímabært og mjög mikilvægt fyrir tísku-vinnu sem er framundan.



10. Úlpa
Sumir segja að ég sé yfirhafnarfíkill en það er sú flík sem ég kaupi lang mest af. Þó á ég enga góða úlpu og það þarf að bæta úr því þetta haustið. Ég vil stóra hlýja dúnúlpu með fallegu loði. Jökla Parka gæti komið til greina? Það er skemmtilegra að klæðast íslensku erlendis.

 

//

I had such a nice start of the day. Royal coffee, the new IKEA catalogue and Glamour! It is not so often that I have the chance to have that kind of mornings these days …
Which are my 10 wishes for the Fall? Find out in Glamour Iceland, August Issue. Above you can read my answers, in Icelandic – sorry! Copy/paste on google translate?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LEVIS VINTAGE

DRESSTREND

Auðvitað ákvað rigningin að láta sjá sig þegar við hjónleysin kíktum loksins út án barna eitt ágætt laugardagskvöld hér í sænska. Eins og sannur Íslendingur skyldi ég regnhlífina eftir heima og notaði því uppáhalds leðurjakkann sem hlíf yfir hárið – það má bjarga sér á ýmsa vegu. Laugardagslúkkið er frá því fyrir nokkrum vikum en vegna fjölda fyrirspurna um hvaðan þessar buxur væru ákvað ég að koma því að hér á blogginu.

14137722_10153986805332568_770128344_n

Buxur/Denim: Levis 501 , Toppur/Top: Zara, Leðurjakki/Biker: Moss by Elísabet Gunnars/gamall

Þessar svörtu Levis 501 gallabuxur eru nokkura ára gamlar í mínum fataskáp, frá frönsku árunum. Ég nota þær óspart þessa dagana og mun líklega nota þær enn meira þegar fer að kólna. Það er eitthvað sem er svo sjarmerandi við einfaldleikann í beina stutta sniðinu.
Nú leita ég að hinum fullkomnu í bláum lit. Ég á einar en þær eru ekki jafn góðar og þessar að ofan. Maður þarf að vera þolinmóður í leit sinni að hinu einu réttu því þær eru jafn ólíkar og úrvalið er mikið í góðum second hand búðum. Ég veit að Spútnik er með mikið úrval fyrir áhugasamar stúlkur á Íslandi.

 

463027c3b68947ba2779d25f607548c8
Þessar tískudívur veittu mér innblástur. Þær eru allar að vinna með sama lúkk og ég eeeelska það! Rétt upp hönd sem vill klæðast gallabuxum við allt í haust? Ég (!) ..

NYFW ss2015 day 2, outside Jason wu, Elin Kling 893f3fb8243c37d3a9d1967240937c34 d3fd463bf784f3510d79de3483f9d7e3 44b307d2336eb12c7467a5eabf6e29693e29e6a20454365c1d82756bebc53372  e16c79b189fc38fb7afa513bec809025 b9a013e5a95395712a67095c6a7142ed aa7c9ca2641869a9c7642068050302c6 e3eebdc05f3715bfc1a013320004bca5 60106279374e1a5d6a55683d7cd0e71a 2ce6c9b0dac80233c979eaf41d750a34 40144d8d1954afa3a5116cf2568b06bd 661d1d5e1949afb76362b9f2e3c36d63
//

Finally I had a date with my fiancé without children. We went out for a dinner and of course the rain wanted to join us.
This was my dress that night – I had a lot of questions about the pants, which are vintage Levi’s. You really have to look for the perfect ones in the second hand shops because the pass form is so different between pants.
Now I am looking for the perfect ones in blue. The ladies above have already found them – lucky you!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR: Iris Apfel

FASHIONFASHIONISTAFÓLKINSPIRATION

English Version Below

Ég hef áður talað um Iris Apfel á blogginu …  en það er orðið alltof langt síðan.

irisstill2-1 LMandirisOKLstill

Á þessum ágæta sunnudegi var þetta myndband fyrir valinu yfir morgunbollanum – og vá (!) það sem þessi kona veitir manni alltaf mikinn innblástur. Iris er 95 ára gömul (94 ára þegar þetta viðtal var tekið) tískufyrirmynd sem vekur athygli fyrir áberandi klæðaburð og frábært viðhorf til lífsins. Hér í viðtali sem tekið er af hinni flottu Leöndru Medine fyrir Man Repelle.

Pressið á play. Það veitir hlýju í tískuhjartað fyrir svefninn, ég lofa því.

Í fyrra kom út heimildarmynd um þessa tískudrottningu sem ég get því miður ekki fundið í heild sinni til að deila hér með ykkur. En nafnið á henni er IRIS by Albert Maysles og hér er trailer sem segir ykkur að það er must að horfa á ef þið hafið tök á með einhverjum hætti.

Góðar stundir.

//

The legendary Iris Apfel is my inspiration this Sunday. She is 94 years old and a true style icon with a very personal and flashy style. What impress me the most is her aspects of life and attitude, which are even more inspiration. Press play!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

BACK TO SCHOOL

FRÁ TOPPI TIL TÁARSHOP

Nú erum við flest að stíga inn í rútínuna sem fylgir haustinu. Tímabil sem undirituð kann mjög vel að meta. Að því tilefni tók ég saman “Frá toppi til táar” fyrir hann, hana og smáfólkið okkar. Erum við ekki öll á leiðinni í smá kaupleiðangur um helgina? Það má leyfa sér fyrir skólann … það hefur alltaf verið þannig í mínum bókum.

Happy shopping!

Fyrir hann:

kkPeysa: 66°Norður, Skyrta: Norse Projects/Húrra Reykjavík, Derhúfa: Húrra Reykjavík,
Úr: Daniel Wellington, Bakpooki: Fjallravän – Geysir,
Buxur: Edwin/Húrra Reykjavík, Skór: Stan Smith – Adidas verslun

Fyrir hana:

fttt

 

Bomber jakki: Vero Moda, Húfa: 66°Norður, Tshirt: Lindex,
Bakpoki: CalvinKlein/GK Reykjavík
,
Hettupeysa: WoodWood x Champions/ Húrra Reykjavík,
Skór: Superstar slip/GS skór, Buxur: Lindex


Fyrir smáfólkið:

smaf

Húfa: Iglo+Indi, Buxur: Iglo+Indi, Jakki: 66°Norður, Peysa: Tinycottons/Petit.is,
Bakpoki: Mini Rodini/Petit.is, Lyklakippa: Tulipop, Stígvél: Geysir

//

The autumn routine is coming up and I celebrate that.
In my home it was always allowed to buy something new for the school and I think its a good rule. For the occasion I made some shopping ideas for her, him and the kids.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Fyrirmyndar forsíðustúlka

INSPIRATION

Það vakti athygli mína að heyra bakrunn fyrirsætunnar Christy Turlington Burns sem prýðir forsíðu Glamour þennan mánuðinn. Það hefur kannski ekki farið mikið fyrir þvi, en Glamour hefur fengið til sín heimsfrægar fyrirsætur til að prýða forsíður blaðanna og eiga heiður skilinn fyrir það. Ég er reyndar líka hrifin af því þegar þær nota íslenskar stelpur sem eru að gera það gott í þessum heimi en við eigum þær ekki svo margar svo ég er ánægð með þetta balance á vali á forsíðustúlku. Þennan mánuðinn skaut Silja Magg forsíðu og myndaþátt með Christy. 

13989494_10154468528739485_1037578389_n

Það sem heillar mig við Christy Turlington er baráttan fyrir góðgerðafélagið Every Mother Counts, sem hefur átt hug hennar og hjarta síðustu ár. Málefni samtakanna varðar okkur öll en þau beita sér fyrir auknu öryggi í heiminum fyrir mæður, á meðgöngu og í fæðingu. Staðreyndin er sú að í heiminum í dag deyr ein kona á tveggja mínútna fresti vegna erfiðleika á meðgöngu eða í fæðingu, flest allt vegna vandamála sem með auðveldum leiðum er hægt að koma í veg fyrir. Hreint út sagt ótrúlegt að heyra þessar tölur!

Christy hefur þannig fundið stærri tilgang með fyrirsætustörfum sínum og kemur þessum boðskap áfram með t.d. fræðslu og fyrirlestrum. Hún er í viðtali í Glamour og sagði meðal annars þessa setningu sem greip mig:

Ég held að ég hafi ekki leitt hugann að þessu þar til að ég varð móðir. Ég hugsaði með mér að ef að tölurnar væru svona sláandi, af hverju væru þær ekki á forsíðum dagblaða alla daga, alltaf.”

 

christy-turlington-vogue-august-2009-family

ChristyTurlington

Stöð2 mun sýna heimildarmynd í leikstjórn Christy í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. ágúst klukkan 21.10. Myndin ber heitið “No Woman, No Cry” og fjallar um starfsemi samtakanna. Ég verð að reyna að tengja Oz-ið svo ég geti horft héðan frá Sverige – ótrúlega áhugavert að mínu mati.

AR-160819716-1

 

V2-160819716-1

 

 

Það er greinilega mikill kraftur í þessari konu því hún er síðan sjálf væntanleg til landsins fyrir helgi og ætlar meðal annars að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið ásamt því að fræða íslenskar konur um hennar flotta starf. Ég ber virðingu fyrir þessari flottu móður og fyrirsætu og hlakka til að fá ágúst blaðið mitt í póstkassann á næstu dögum. Ætli það verði ekki sunnudagslesturinn að þessu sinni hér í sænska …

Vel gert Glamour og enn betur gert Christy Turlington Burns – þú ert frábær fyrirmynd!

//

Christy Turlington Burns is on the cover of the latest Icelandic Glamour Magazine.
I was impressed to hear her story. She has been fighting for the safety of pregnant and birth giving women in the world. The horrible truth is that in the world a woman is dying every 2 minutes due to problems during pregnancy or when giving birth. Shocking numbers!
You can read more about the subject here – http://www.everymothercounts.org.

Christy will be travelling to Iceland, running the Reykjavik Marathon and educating Icelandic women about the subject.
I admire brave and powerful women like Christy!

 xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

(more…)

ÍSLAND Á INSTAGRAM

INSTAGRAMLÍFIÐ

English Version Below

14010028_10153964452802568_548676137_n

Við áttum aldeilis margar góðar stundir á Íslandi í sumar. Það sem stóðu uppúr voru ferðalög, brúðkaup hjá góðum vinum, skírn sonar okkar og fleiri góðar minningar sem við náðum að búa til. Auk þess að njóta þá náði ég líka að vinna helling af undirbúningsvinnu fyrir haustið sem ég bíð spennt eftir – það er alltaf mikilvægt að koma hlutunum í réttan farveg. Nú fer loksins að líða að rútínu í nýja landinu og ég tel niður dagana.

Þetta var íslenska sumarið á Instagram – myndir eru minningar.

 

Það er hálf fyndið hversu oft við Íslendingar komumst upp með að nota ullarklæðin yfir sumartímann. Hér hinu megin við hafið eru þau enn vel geymd í ferðatöskunni og ekkert á leiðinni uppúr á næstunni.

 

//

I had a really nice summer in Iceland that left some great memories.
Travelling, good friends getting married and the christening of our son were some of the highlights. What I love about Instagram is that it saves all the good memories in one place – photos are memories.
I also got to do some work and prepare the autumn which is coming soon with its routine – I celebrate that!

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Langar: Lala Berlin

FASHION WEEKLANGAR

English Version Below

 

Tískuvikan í Kaupmannahöfn stendur sem hæst um þessar mundir. Með lítinn stubb á hendinni gafst mér þó ekki kostur til að taka þátt í tískugleðinni í næsta nágrenni að þessu sinni. Bara næst …
Ég tíska mig þó svolítið upp hér við skjáinn þar sem ég hef fylgst með helstu tískusýningum “í beinni”.

Lala Berlin næsta sumar fær topp einkunn frá mér. Ég er hrifin af nánast hverri einustu flík og stíliseringin var vel unnin til þess að láta mann langa .. helst bara strax.

Hér fá smáatriðin að ráða ríkjum með fallegum hætti. Flíkurnar virka líka með þæginlegra móti – sem er alltaf kostur á hitatímabilum.

_dsc3162editlalaBerlin_ss17_1114-700x420
Lúkkið hér að neðan myndi sæma sér vel um helgina! Það er mögulega hægt að leika það eftir með einföldum hætti. Lausar léttar buxur, kjóll og sandalar hljómar einfalt? Takið eftir gula (!) augnskugganum og áberandi augabrúnunum – mér finnst makeupið setja punktinn yfir i-ið.

_dsc2957edit
Langar …

Línuna í heild sinni sjáið þið: HÉR

//

Copenhagen Fashion Week in now on going.I really like LaLa Berlin SS17.
Direct from the runway I want to wear this look above – perfect summer vibe.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS: DENIM

DRESS

English Version Below 14011815_10153954061292568_11556206_n

Svona selja samskiptamiðlarnir. Ég sá þessar á Instagram um helgina og núna eru þær mínar – jibbý. Mér finnst sniðið svo næs og saumarnir setja punktinn yfir i-ið. Ansans vesen bara að vera svona lágvaxin ;) þær eru öðruvísi á mér en á þessu fína súpermódeli hér fyrir ofan. En ég er sátt með kaupin .. og þær verða örugglega enn betri þegar ég poppa þær rétt upp með haustinu. Nýjar í mínum sænska fataskáp. Frá: H&M.

13988884_10153954061277568_595091035_n

Sólgleraugu/Sunnies: RayBan, Toppur/Top: Vero Moda, Veski/Clutch: AndreA, Klútur/Scarf: Hildur Yeoman, Buxur/Jeans: H&M Trend, Skór: H&M gamlir

//

I saw these jeans on Instagram this weekend and now they are mine – vuhuu. I look forward to use them alot this fall. From: H&M.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FJÖGUR ÁR AF FUN

LÍFIÐTRENDNET

Góða kvöldið .. í seinna lagi þennan daginn, 9 ágúst.
Þessi póstur er búinn að vera í bígerð síðan snemma í morgun en á nýjum stað í nýju landi stendur ýmislegt á og tíminn flýgur. Ég hef ekki komist í skrifin fyrr en núna rétt fyrir miðnætti. Svona eru sumir dagar …

Morguninn byrjaði á pallinum með tölvuna við hönd en þannig byrja ég alla daga. Þó ekki á þessum palli en alltaf með tölvuna fyrir framan mig sama hvar ég er í heiminum þá stundina. Mér finnst það frábært að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og að Trendnet hafi vaxið og dafnað svo vel. Síðan er í dag orðin 4 ára sem er ótrúlegt.

Við fjölskyldan lifum einskonar sirkuslífi vegna atvinnu mannsins míns og við fjölskyldan fylgjum með þar sem hann treður upp það árið. Ég tel það forréttindi að ég geti flakkað með lítinn léttan kassa með mér hingað og þangað um heiminn og samt komist upp með að vera með verkefni og vinnu á degi hverjum – takk fyrir það Trendnet.

13988691_10153950639147568_580554884_nlif

Ég held að haustið og næsti vetur verði með betri tímabilum á þessari ágætu síðu og hlakka til að fylgja eftir nýjum frábærum pennum og takast á við samstörf úr ólíkum áttum. Fylgist með !

Síðan hefur eignast trygga lesendur og sem veita bloggurunum orku til að halda uppi vandaðri síðu. Það er nefnilega vanmetið hversu mikil vinna það er að halda uppi faglegu og lifandi bloggi. Trendnet er líka sérstök síða að því leitinu til að það taka aðeins jákvæðir póstar eða fréttir á móti lesendum og því ættu allir að ganga glaðir frá borði.

TAKK þið sem fylgið okkur – bæði gamlir lesendur sem nýjir!  Það virðist alltaf sem nýjir séu enn að bætast í okkar ágæta hóp lesenda.

Látum ár númer 5 byrja á þessum orðum. Tökum þau til okkar – hver á sínu sviði.

df57db38bda61cd19ad396b7b54b52a4 865d69be89440cb9014ed2eeaf5b6042

Áfram Trendnet og áfram við öll!!

//

Today is a BIG day because Trendnet just turned four – 4 years of fun !
The site have developed a lot in these years and I am thankful for waking up every day, no matter where I am in the world, with a job and projects that make me happy.
Trendnet is different and you can sure that only positive posts and news are waiting for you.

Happy Birthday and the biggest thanks to all the readers that keep us going.
I am taking the words above into the new year and I hope you can also use them.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR