Elísabet Gunnars

FJÖGUR ÁR AF FUN

LÍFIÐTRENDNET

Góða kvöldið .. í seinna lagi þennan daginn, 9 ágúst.
Þessi póstur er búinn að vera í bígerð síðan snemma í morgun en á nýjum stað í nýju landi stendur ýmislegt á og tíminn flýgur. Ég hef ekki komist í skrifin fyrr en núna rétt fyrir miðnætti. Svona eru sumir dagar …

Morguninn byrjaði á pallinum með tölvuna við hönd en þannig byrja ég alla daga. Þó ekki á þessum palli en alltaf með tölvuna fyrir framan mig sama hvar ég er í heiminum þá stundina. Mér finnst það frábært að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og að Trendnet hafi vaxið og dafnað svo vel. Síðan er í dag orðin 4 ára sem er ótrúlegt.

Við fjölskyldan lifum einskonar sirkuslífi vegna atvinnu mannsins míns og við fjölskyldan fylgjum með þar sem hann treður upp það árið. Ég tel það forréttindi að ég geti flakkað með lítinn léttan kassa með mér hingað og þangað um heiminn og samt komist upp með að vera með verkefni og vinnu á degi hverjum – takk fyrir það Trendnet.

13988691_10153950639147568_580554884_nlif

Ég held að haustið og næsti vetur verði með betri tímabilum á þessari ágætu síðu og hlakka til að fylgja eftir nýjum frábærum pennum og takast á við samstörf úr ólíkum áttum. Fylgist með !

Síðan hefur eignast trygga lesendur og sem veita bloggurunum orku til að halda uppi vandaðri síðu. Það er nefnilega vanmetið hversu mikil vinna það er að halda uppi faglegu og lifandi bloggi. Trendnet er líka sérstök síða að því leitinu til að það taka aðeins jákvæðir póstar eða fréttir á móti lesendum og því ættu allir að ganga glaðir frá borði.

TAKK þið sem fylgið okkur – bæði gamlir lesendur sem nýjir!  Það virðist alltaf sem nýjir séu enn að bætast í okkar ágæta hóp lesenda.

Látum ár númer 5 byrja á þessum orðum. Tökum þau til okkar – hver á sínu sviði.

df57db38bda61cd19ad396b7b54b52a4 865d69be89440cb9014ed2eeaf5b6042

Áfram Trendnet og áfram við öll!!

//

Today is a BIG day because Trendnet just turned four – 4 years of fun !
The site have developed a lot in these years and I am thankful for waking up every day, no matter where I am in the world, with a job and projects that make me happy.
Trendnet is different and you can sure that only positive posts and news are waiting for you.

Happy Birthday and the biggest thanks to all the readers that keep us going.
I am taking the words above into the new year and I hope you can also use them.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNNUDAGS INNBLÁSTUR: ELDHÚS

Skrifa Innlegg