Það er komið að fyrsta óskalista ársins – og tilvalið að hann lendi á Valentínusardeginum sjálfum. Sitthvað fallegt fyrir heimilið og mig sjálfa. Það má alltaf leyfa sér að dreyma ♡
// 1. Iittala Nappula blómapottar eru nýjung sem ég er virkilega spennt fyrir. Fallegt form og minimalískt svo plantan fær sín notið sem best. Væntanlegt. // 2. Brúnt leðurveski frá Andreu minni með ól. Passar við allt! // 3. Bleik kápa – er eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér fyrir vorið, uppáhalds liturinn minn og hressir við öll dress. Þessi er frá H&M en ég sá hana ekki í minni síðustu heimsókn… // 4. Hringur frá Hlín Reykdal. // 5. Becca ljómakrem, í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég núna að skafa síðustu dropana úr flöskunni. // 6. Ferm Living Plöntubox úr Epal. Love it! // 7. Besti eyleliner-inn sem ég hef kynnst, Stila sem fæst því miður ekki á Íslandi og hef ég verið í stanslausri leit að svipuðum. Sephora. // 8. Uppáhalds ilmurinn, Perle de Coco, ég hef verið að nota ilmolíu roll-on en langar einnig í ilmvatnsglasið. &other stories. // 9. Strigaskór hvítir eru möst have og núna er kominn tími á nýja fyrir vorið. Þessir eru frá Apríl skór. // 10. Laxableik Miranda skál frá Iittala er væntanleg á næstu dögum, svo falleg! // 11. EJ kaffikannan klassíska í vorlegum lavender lit, frá Kokku.
Þessar myndir frá heimili ameríska tískuhönnuðarins og viðskiptakonunnar Jennu Lyons hafa hringsólað um internetið frá árinu 2017 og veita ótakmarkaðan innblástur. Eldhúsið er guðdómlega fallegt og stofan svo litrík og djúsí, persónuleg og spennandi! Heimilið er draumi líkast og ég trúi því varla að ég hafi ekki deilt þessum myndum með ykkur áður.
Helgarnar mínar hafa undanfarið einkennst af allskyns tilfæringum á heimilinu og er ég í einhverskonar hreiðurgerð ef svo má kalla. Heimilið er minn griðarstaður og mér líður hvergi betur en þar og því er mikilvægt að hafa umhverfið þannig að það sé notalegt. Ég hreinlega man ekki til þess að hafa komið með formlega tilkynningu á bloggið en ég gerði það þó á Instagram en tilefni hreiðurgerðarinnar er sú að ég á von á mínu öðru barni í vor og tilhlökkunin því orðin mikil. Ég er gengin 24 vikur á leið og því ágætis tími til að huga að því sem þarf að klára á heimilinu – sem er ó svo margt.
Hlakka til að leyfa ykkur að fylgjast betur með ♡ Í tilefni þess að það er komin helgi þá er tilvalið að skoða smá heimilisinnblástur – sænskt og huggulegt er það í dag!
Þetta fallega heimili birtist á síðum Elle Decoration en hér býr fatahönnuðurinn Els-Marie Enbuske ásamt fjölskyldu sinni. Persónulegur stíll einkennir heimilið, falleg listaverk á veggjum og litríkar lausnir. Kíkjum í heimsókn og svo mæli ég einnig með að kíkja yfir til Elle Decoration til að lesa viðtalið og fyrir enn meiri innblástur og myndir –
Þið kannist eflaust mörg við nafnið Kenza en hún er ein af frumkvöðlunum í sænskri bloggmenningu og er í dag ein sú allra þekktasta í bransanum og trónir hæðst yfir eitt vinsælasta bloggið í Svíþjóð. Kenza er með mörg járn í eldinum, mikill frumkvöðull og er jú þekktust fyrir sinn einstaklega góða smekk, hún hefur komið sér mjög vel fyrir og býr í dag ásamt eiginmanni sínum og syni í glæsilegri íbúð í Stokkhólmi. Þessar myndir voru teknar í tilefni samstarfs hennar við sænska húsgagna- og smávöruframleiðandann Jötex þar sem hún Kenza valdi vörur í vorlínu þeirra.
Undanfarið hef ég varla haft undan við að svara fyrirspurnum um falleg blöndunartæki eftir að ég sýndi myndir frá Lusso Stone á Instagram hjá mér fyrir nokkru síðan. Um er að ræða breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða blöndunartækjum með lúxusyfirbragði en ég hafði heyrt fjölmörg meðmæli frá íslenskum viðskiptavinum og fylgjendum og því þótti mér eðlilegt að deila þeim meðmælum áfram. Ég hef sjálf verið að skoða gyllt blöndunartæki víða þar sem okkur vantar á heimilið – til að byrja með í eldhúsið sem verður tekið í gegn á næstunni. Hlakka mikið til að sýna ykkur afraksturinn þegar þær breytingar eru yfirstaðnar.
Lusso bjóða ekki einungis upp á blöndunartæki heldur má einnig finna í vöruúrvalinu baðkör, ofna, baðinnréttingar og fleira. Litir sem í boði eru: Svart matt, gyllt burstað, rósagyllt, burstað stál, gunmetal og krómhúðað. Hér má sjá nokkrar valdar myndir –
Myndir : Lusso Stone
Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Lusso Stone vel ef þið eruð í framkvæmdarhugleiðingum – sjá betur á heimasíðu Lussostone. Ég vil þó minna á að þrátt fyrir að verða heilluð af góðu verði, þá mun alltaf bætast við flutningsgjöld ásamt tolli. Lusso er einnig að finna á Instagram @lussostone.
P.s. ég hef áhuga á að deila sendingarkostnaði með áhugasömum þar sem ég ætla að byrja á einum stökum eldhúskrana. Sendu mér línu;)
Janúar er hér með kominn í dagbókina mína sem einn af þeim mest óskemmtilegu mánuðum sem ég man eftir – engin sérstök ástæða en lægðin sem Andrea okkar skrifaði nýlega um í færslu hjá sér tengi ég vel við, hvort það sé veðrið eða viðbrigðin eftir klassísku desember vinnutörnina er spurning:) Núna eru dagarnir þó farnir að verða örlítið bjartari og ég finn orkuna koma aftur ásamt tilhlökkun fyrir komandi mánuðum. Ég er með langan lista af verkefnum fyrir heimilið sem ég vil gjarnan ná að sinna fyrir sumarið og ég er mjög spennt fyrir. Segi ykkur betur frá því á næstu dögum.
Það er því vel við hæfi að deila með ykkur björtu og litríku heimili, smá vorfílingur í loftinu – einmitt það sem við þurfum að skoða ♡
Eldhúsið er sérstaklega smart, litasamsetningin er æðisleg með bleikum veggjum, koparplötum og dökkgrænum innréttingum. Mottan setur svo punktinn algjörlega yfir i-ið ásamt gólfsíðum gardínunum sem eru nauðsynlegar í þessu annars hráa rými. Vá hvað ég elska að skoða svona “öðruvísi” heimili.
Heimili fyllt með klassískri danskri hönnun – algjör draumur!
Hér býr Thomas Aardal en hann heldur úti einstaklega smekklegum instagram aðgangi þar sem hann deilir myndum af heimili sínu í Noregi. Á næstu vikum kemur hann til með að birta myndir af nýju heimili sem hann kemur án efa til með að innrétta dásamlega. Ef þú hrífst af danskri hönnun þá mæli ég svo sannarlega með því að kíkja við @mr.aardal.
Í dag ætla ég að deila með ykkur þessu dásamlega fallega sænska heimili. Það er ró yfir heimilinu sem er mjög stílhreint og lágstemmdir litir einkennandi. Barnaherbergið heillar mig – en hugur minn er þar um þessar mundir ♡
Í samstarfi við verslunina Parka valdi ég mér nýlega mottu fyrir heimilið sem ég gæti hreinlega ekki verið ánægðari með. Stofan varð samstundis mikið hlýlegri og er núna betur afmörkuð frá borðstofunni sem er í sama rými. Mottan sem varð fyrir valinu hjá mér heitir Lana og er að hluta til úr bómull ásamt pólýester og er því mjög slitsterk og auðveld í umhirðu. Ég er mjög hrifin af stílnum og er hún smá í anda klassísku marokkósku Beni Ourain mottanna sem ég var búin að vera með augun á í lengri tíma.
Ég hef átt í góðu samstarfi við Parka, en parketið mitt er einmitt keypt þaðan (*með afslætti) og veit ég að það hefur rokið út síðan þá eins og heitar lummur – enda erfitt að finna jafn fallegt parket að mínu mati og ég gæti ekki mælt meira með því. Ítarlega færslu um parketið má finna hér –
Núna stendur yfir gjafaleikur á Instagram síðu minni @svana.svartahvitu þar sem einn heppinn fylgjandi fær að velja sér mottu að eigin vali að andvirði 70.000 kr. í verslun Parka. Mæli með að taka þátt! ♡
Ég tók myndir af þremur mottum fyrir jól sem ég heillaðist af, birtuskilyrðin voru þónokkuð slæm á þeim tíma og því ákvað ég að smella nýrri mynd í dag af mottunni minni þar sem sólin er loksins farin að láta sjá sig. Myndirnar að neðan eru því með jólablóm í vasa en motturnar eiga það sameiginlegt að vera mjög smart. Það er til mikið úrval af gólfmottum í Parka og ættu því allir að geta fundið sér mottu sem hentar hverju heimili – mæli með að kíkja á úrvalið.
// Gjafaleikurinn er unninn í samstarfi við Parka sem gefur vinninginn.
Ég dreg út heppinn þátttakanda á Instagram eftir nokkra daga – ekki missa af þessu ♡
Úllen, dúllen, doff – hvaða motta yrði fyrir valinu hjá þér?