fbpx

MEÐ LEIKFIMIHRINGI Í GEGGJUÐU BLEIKU ELDHÚSI

EldhúsHeimili

Janúar er hér með kominn í dagbókina mína sem einn af þeim mest óskemmtilegu mánuðum sem ég man eftir – engin sérstök ástæða en lægðin sem Andrea okkar skrifaði nýlega um í færslu hjá sér tengi ég vel við, hvort það sé veðrið eða viðbrigðin eftir klassísku desember vinnutörnina er spurning:) Núna eru dagarnir þó farnir að verða örlítið bjartari og ég finn orkuna koma aftur ásamt tilhlökkun fyrir komandi mánuðum. Ég er með langan lista af verkefnum fyrir heimilið sem ég vil gjarnan ná að sinna fyrir sumarið og ég er mjög spennt fyrir. Segi ykkur betur frá því á næstu dögum.

Það er því vel við hæfi að deila með ykkur björtu og litríku heimili, smá vorfílingur í loftinu – einmitt það sem við þurfum að skoða ♡

 

Myndir : Homes to love 

Eldhúsið er sérstaklega smart, litasamsetningin er æðisleg með bleikum veggjum, koparplötum og dökkgrænum innréttingum. Mottan setur svo punktinn algjörlega yfir i-ið ásamt gólfsíðum gardínunum sem eru nauðsynlegar í þessu annars hráa rými. Vá hvað ég elska að skoða svona “öðruvísi” heimili.

Njótið helgarinnar!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

SAFNAR KLASSÍSKRI DANSKRI HÖNNUN

Skrifa Innlegg