fbpx

FEBRÚAR ÓSKALISTINN

Óskalistinn

Það er komið að fyrsta óskalista ársins – og tilvalið að hann lendi á Valentínusardeginum sjálfum. Sitthvað fallegt fyrir heimilið og mig sjálfa. Það má alltaf leyfa sér að dreyma ♡

// 1. Iittala Nappula blómapottar eru nýjung sem ég er virkilega spennt fyrir. Fallegt form og minimalískt svo plantan fær sín notið sem best. Væntanlegt. // 2. Brúnt leðurveski frá Andreu minni með ól. Passar við allt! // 3. Bleik kápa – er eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér fyrir vorið, uppáhalds liturinn minn og hressir við öll dress. Þessi er frá H&M en ég sá hana ekki í minni síðustu heimsókn… // 4. Hringur frá Hlín Reykdal. // 5. Becca ljómakrem, í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég núna að skafa síðustu dropana úr flöskunni. // 6. Ferm Living Plöntubox úr Epal. Love it! // 7. Besti eyleliner-inn sem ég hef kynnst, Stila sem fæst því miður ekki á Íslandi og hef ég verið í stanslausri leit að svipuðum. Sephora. // 8. Uppáhalds ilmurinn, Perle de Coco, ég hef verið að nota ilmolíu roll-on en langar einnig í ilmvatnsglasið. &other stories. // 9. Strigaskór hvítir eru möst have og núna er kominn tími á nýja fyrir vorið. Þessir eru frá Apríl skór. // 10. Laxableik Miranda skál frá Iittala er væntanleg á næstu dögum, svo falleg! // 11. EJ kaffikannan klassíska í vorlegum lavender lit, frá Kokku.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

ÓMÓTSTÆÐILEGT HEIMILI SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ

Skrifa Innlegg