House Renovation: Wineo Floors

Almost every bedroom in the new house had plastic carpet flooring. For me it was urgent to get new flooring in the children’s room, a floor that was quiet, but still able to take a lot of beating without showing signs of it. We heard that vinyl parket was the best answer to that need. The new types of vinyl parket are really pretty and feel like real wood floors when you walk on them.

In Murbuðin they have a great vinyl parket from the german brand Wineo for a fair price and they were really helpful to show me how to lay the parket. We were able to put it in ourselves which of course is really nice, both planning wise and it saves you the cost of having to pay someone to put it in. I am super happy with the outcome and now we are also considering putting in our store because it is so beautiful, and it really does hold up against just about anything.

We where able to lay the new Wineo floor on top of the old floor.

Then we just had the skirting left.

I am so happy with the look and the feel of this parket 👌

Here is a video to show how easy it is to lay it yourself.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=t7BJsZRuCQg]

Love,

L

 

INNLIT HJÁ ÖRNU & SIGVALDA

DIYHeimili

Áfram höldum við að fylgjast með þeim Örnu og Sigvalda sem eru á fullu að standsetja fyrstu íbúðina sína, þau eru nú þegar búin að taka baðherbergið í gegn, skipta um gólfefni fyrir glæsilegt parket og eru núna búin að koma stofunni í flott stand með nýjum sófakaupum og svartmáluðum gluggakörmum. Miðað við lestrartölurnar á þessum færslum þar sem ég hef sýnt frá þessu ferli þá virðist vera alveg gífurlegur áhugi fyrir svona efni og þessvegna ákvað ég að taka stöðuna á þeim enn einu sinni:)

IMG_0896

Jæja Arna segðu okkur núna hvað er nýtt að frétta af heimilinu? Það er helst að stofan er orðin tilbúin, eftir að hafa tekið niður vegginn inní eldhúsi þá voru við komin með mjög stórt og opið rými miðað við hvernig þetta var allt áður og eftir að hafa málað og sett glæsilega parketið okkar var íbúðin björt og hlýleg. Með því að hafa ljósa parketið gátum við leikið okkur frekar með dekkri liti í húsgögnum og vildum við því einhvern fallegan en þægilegan sófa í stofuna því við erum jú ekki með sér sjónarpshol í íbúðinni.

Við þurftum því að leita af frekar stórum sófa sem væri samt snyrtilegur og þægilegur til að liggja í. Við fórum í milljón verslanir og skoðuðum allt milli himins og jarðar. Vinkona mín benti mér á að kíkja í Pier því hún átti sófa þaðan sem hún sagði að væri uppáhalds húsgagnið sitt heima hjá sér. Leið okkar lá því í Pier og vorum við ofsalega heppin með afgreiðslustelpu sem sökk sér alveg í það með okkur í pælingum og útfærslu, mér leið í smá stund eins og hún væri líka að kaupa sófann með okkur sem var góð tilfinning:) Sófinn sem við völdum heitir Polo en hann passar svo ótrúlega vel heima því hann er með 2 tungum svo hann lokar pínulítið af rýmið en ekki þannig að það minnki neitt rýmið. Við getum því núna tekið vel á móti gestum án þess að allir sitji ofaní hvor öðrum og svo fá allir sitt pláss til að horfa á sjónvarpið. Við völdum dökkgrátt áklæði aðalega upp á þrif og fleira að gera en við fengum fljótt áskorun með þann part þegar nágrannaköttur skreið inn eina nóttina og hafði það huggulegt í sófanum og skyldi eftir hálfan feldinn og skítug fótspor um sófann hahaha … sem betur fer var auðvelt að ná þessu úr með blautri tusku og smá sápu:)

 3

Hvað kom til að þið máluðuð gluggakarmana svarta? Þeir voru hvítir, en eftir að rýmið opnaði svona mikið langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi við gluggana. Ég lá á Pinterest og rambaði þar á íbúð sem var með svörtum gluggakörmum og þá var ekki aftur snúið. Þetta var auðvitað smá áhætta að mála svart því ef þetta hefði misheppnast þá tekur um 3-4 umferðir að ná aftur hvíta litnum. En sem betur fer erum við rosalega ánægð með gluggana og finnst þeir skerpa smá heildarlúkkið í þessu rými, gera hana aðeins meira kósý og öðruvísi.

41

Diskarnir á veggnum er örugglega uppáhalds “hornið” mitt í stofunni. Báðar ömmur mínar voru með þessa diska heima hjá sér þegar ég var lítil og var ég alltaf að spá í þeim og hafa þeir því mikið tilfinningalegt gildi hjá mér. Við vildum ekki alveg fara í það að raða þeim eins og ömmur mínar gerðu og örugglega fleiri á þeim tíma (í beinni línu efst á veggnum) og var því farið í rannsóknarvinnu á Pinterest að sjálfsögðu. Við skoðuðum nokkar útgáfur sem við vorum sammála um og prófuðum að raða eins og eftir okkar höfði með þvi að teikna diskana á pappír og þá líma pappírinn á veginn til þess að finna út hvað okkur fannst flottast. Litirnir í diskunum gera mikið fyrir íbúðina en við vorum svolítið dottin í svart, hvítt og grátt og kemur þá þessi blái rosalega vel með sem “auka” litur og erum við því núna að skoða fleiri bláa hluti til að setja inná heimilið til að tóna við vegginn.

IMG_0898

Vegna fyrirspurna um parketið þá læt ég fylgja með aftur upplýsingar um það:

Hvaðan er parketið? Við vorum bæði mest skotin í parketum frá Birgisson en þau eru með ekkert smá mikið úrval af parketum og í öllum verðflokkum. Um leið og við gengum inn var tekið vel á móti okkur og fengum góða fræðslu um hvernig parket við ættum að skoða útfrá okkar aðstæðum, en við vildum einmitt parket sem við gætum sett á alla íbúðina og líka inn í eldhús. Útfrá því fór starfsmaðurinn með okkur yfir svona helstu staðreyndir um þau parket sem við vorum búin að gjóa augum að sem var mjög þægilegt þar sem við vissum lítið sem ekkert um þetta.

Hvað fannst þér mikilvægt að hafa í huga við valið? Parketið sem við völdum okkur var á viðráðanlegu verði en samt svo fallegt og tók það okkur ekki langan tíma að staðfesta kaup á því. Parketið er s.s 10mm harðparket og heitir Vermont Oak White, en þetta er glæsilegt alhvíttað eikarlíki. Okkur fannst skipta máli að hafa parket sem myndi endast vel og ekki rispast auðveldlega en við erum stundum með fósturhundinn okkar hana Birnu og viljum geta leikið við hana án þess að vera að stressast með gólfið.


2

Stofan er orðin hin glæsilegasta og ég er ekki frá því að þau eigi skilið smá pásu frá framkvæmdunum áður en ráðist verður í eldhúsframkvæmdir en það er víst næst á dagskrá! Efst í færslunni er að finna linka yfir í færslurnar sem sýna allt ferlið og myndir af íbúðinni fyrir framkvæmdir. Ef ykkur líkar við svona verkefni þá megið þið endilega smella á like hnappinn hér að neðan, ég er nefnilega að fylgjast með annari vinkonu minni taka baðherbergið sitt í gegn á ódýran og “auðveldan” hátt:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

ARNA & SIGVALDI: PARKETIÐ

DIYFyrir heimilið

Það er aldeilis kominn tími til að taka aftur stöðuna á þeim Örnu og Sigvalda sem hafa verið að gera upp íbúðina sína. Síðan síðast þá hafa þau skipt út gólfefnum fyrir fallegt parket ásamt því að fjárfesta í nýjum sófa. Það er orðinn þvílíkur munur á íbúðinni þó svo að enn sé nóg eftir af verkefnum, en næst verður það eldhúsið. Ég ásamt svo mörgum öðrum hef einstaklega gaman af því að fylgjast með svona framkvæmdum og er sannfærð um að þessar færslur geti komið mörgum að góðu gagni sem eru eða ætla að skella sér í framkæmdir á heimilinu.

Segðu okkur hvað þið hafið verið að gera síðan síðast? Þegar við Sigvaldi keyptum íbúðina var hún með brúnum dúk á gólfinu en það var einmitt þar sem við sáum sem mestu möguleikana. Við fórum strax að skoða okkur um í helstu parketverslunum hér á höfuðborgarsvæðinu og fengum endalaust af prufum og upplýsingum. Við vorum sem betur fer bæði sammála um að við vildum ljóst en hlýtt parket svo það var fínt upphaf á leitinni.

Hvaðan er parketið? Við vorum bæði mest skotin í parketum frá Birgisson en þau eru með ekkert smá mikið úrval af parketum og í öllum verðflokkum. Um leið og við gengum inn var tekið vel á móti okkur og fengum góða fræðslu um hvernig parket við ættum að skoða útfrá okkar aðstæðum, en við vildum einmitt parket sem við gætum sett á alla íbúðina og líka inn í eldhús. Útfrá því fór starfsmaðurinn með okkur yfir svona helstu staðreyndir um þau parket sem við vorum búin að gjóa augum að sem var mjög þægilegt þar sem við vissum lítið sem ekkert um þetta.

Screen Shot 2016-04-06 at 11.55.25

Hvað fannst þér mikilvægt að hafa í huga við valið? Parketið sem við völdum okkur var á viðráðanlegu verði en samt svo fallegt og tók það okkur ekki langan tíma að staðfesta kaup á því. Parketið er s.s 10mm harðparket og heitir Vermont Oak White, en þetta er glæsilegt alhvíttað eikarlíki. Okkur fannst skipta máli að hafa parket sem myndi endast vel og ekki rispast auðveldlega en við erum stundum með fósturhundinn okkar hana Birnu og viljum geta leikið við hana án þess að vera að stressast með gólfið.

fyrir1

“Þegar það kom að velja undirlag vorum við alveg útá túni og það var akkurat þar sem ég er þakklátust í dag fyrir ráðleggingarnar Óttars hjá Birgisson. Við vorum fyrst ekkert viss með að eyða eitthvað rosalega í undirlag þar sem það sést nú hvort eð er ekki en hann var alveg staðfastur á því að ef við ætluðum einvhersstaðar að spara að þá væri það ekki í undirlaginu. Við tókum hans ráðleggingum og tókum því gott undirlag og þar sem við búum í fjölbýli þá getum við ekki sagt að við sjáum eftir þeirri ákvörðun þar sem hljóðeinangrunin er miklu betri og mýktin varð einhvernveginn miklu betri við að ganga á gólfin.”

12476782_10153371189971781_763106765_o 12894591_10153371189821781_2103072051_o

“Þegar kom að því að parketleggja þá var Sigvaldi sem betur fer búinn að gera þetta nokkrum sinnum áður og gátum við því gert þetta sjálf, en okkur fannst mjög mikilvægt að geta haft möguleikann á að gera þetta sjálf, þó ég mæli ekki með því nema að fólk kunni eitthvað fyrir sér í þessum málum. Eftir að við parketlögðum þá varð strax svo mikill munur á íbúðinni, en okkur finnst parketið alveg gera heildarsvipinn og gera íbúðina svo hlýja og fína.”

undirlag2

3

 Hér er fallega parketið komið á gólfið og búið að mála gluggakarmana! Þvílíkur munur ♡

6

Mér fannst mjög áhugavert að heyra frá Örnu þetta með parketundirlagið og það að búa í fjölbýli, en það vill svo til að ég bý einnig í fjölbýli og er með plastparket á gólfinu en undirlagið er svo lélegt (ef það er nokkuð undirlag) að það heyrist svo gífurlega mikið á milli hæða að það er einn stærsti ókosturinn við það að búa hérna. Ég læt fylgja með eina detail mynd af parketinu hér að neðan, ég er mjög skotin í þessu þó svo að ég hafi núll vit á parketum:)

5

Ég tók svo mikið magn af myndum þegar ég kíkti í heimsókn til Örnu að þær komast ekki fyrir allar í einni færslu og því verður innlit í stofuna til þeirra birt í annarri færslu! En þvílíkur munur á íbúðinni eftir að dúkurinn var rifinn af, þetta hefði líka klárlega verið eitt það fyrsta sem ég hefði gert, að skipta út gólfefninu enda lítil prýði af brúnum dúk í stofunni hjá sér:)

Smellið endilega á like hnappinn ef þið viljið fylgjast betur með framkvæmdunum hjá Örnu og Sigvalda!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111