fbpx

DRAUMAMOTTA FRÁ PARKA // GJAFALEIKUR

Fyrir heimiliðSamstarf

Í samstarfi við verslunina Parka valdi ég mér nýlega mottu fyrir heimilið sem ég gæti hreinlega ekki verið ánægðari með. Stofan varð samstundis mikið hlýlegri og er núna betur afmörkuð frá borðstofunni sem er í sama rými. Mottan sem varð fyrir valinu hjá mér heitir Lana og er að hluta til úr bómull ásamt pólýester og er því mjög slitsterk og auðveld í umhirðu. Ég er mjög hrifin af stílnum og er hún smá í anda klassísku marokkósku Beni Ourain mottanna sem ég var búin að vera með augun á í lengri tíma.

Ég hef átt í góðu samstarfi við Parka, en parketið mitt er einmitt keypt þaðan (*með afslætti) og veit ég að það hefur rokið út síðan þá eins og heitar lummur – enda erfitt að finna jafn fallegt parket að mínu mati og ég gæti ekki mælt meira með því. Ítarlega færslu um parketið má finna hér – 

Núna stendur yfir gjafaleikur á Instagram síðu minni @svana.svartahvitu þar sem einn heppinn fylgjandi fær að velja sér mottu að eigin vali að andvirði 70.000 kr. í verslun Parka. Mæli með að taka þátt! ♡

Ég tók myndir af þremur mottum fyrir jól sem ég heillaðist af, birtuskilyrðin voru þónokkuð slæm á þeim tíma og því ákvað ég að smella nýrri mynd í dag af mottunni minni þar sem sólin er loksins farin að láta sjá sig. Myndirnar að neðan eru því með jólablóm í vasa en motturnar eiga það sameiginlegt að vera mjög smart. Það er til mikið úrval af gólfmottum í Parka og ættu því allir að geta fundið sér mottu sem hentar hverju heimili – mæli með að kíkja á úrvalið.

// Gjafaleikurinn er unninn í samstarfi við Parka sem gefur vinninginn. 

Ég dreg út heppinn þátttakanda á Instagram eftir nokkra daga – ekki missa af þessu ♡

Úllen, dúllen, doff – hvaða motta yrði fyrir valinu hjá þér?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

VOR & SUMAR 2020 HJÁ FERM LIVING

Skrifa Innlegg