fbpx

FALLEG BLÖNDUNARTÆKI Á GÓÐU VERÐI // LUSSO STONE

BaðherbergiFyrir heimilið

Undanfarið hef ég varla haft undan við að svara fyrirspurnum um falleg blöndunartæki eftir að ég sýndi myndir frá Lusso Stone á Instagram hjá mér fyrir nokkru síðan. Um er að ræða breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða blöndunartækjum með lúxusyfirbragði en ég hafði heyrt fjölmörg meðmæli frá íslenskum viðskiptavinum og fylgjendum og því þótti mér eðlilegt að deila þeim meðmælum áfram. Ég hef sjálf verið að skoða gyllt blöndunartæki víða þar sem okkur vantar á heimilið – til að byrja með í eldhúsið sem verður tekið í gegn á næstunni. Hlakka mikið til að sýna ykkur afraksturinn þegar þær breytingar eru yfirstaðnar.

Lusso bjóða ekki einungis upp á blöndunartæki heldur má einnig finna í vöruúrvalinu baðkör, ofna, baðinnréttingar og fleira. Litir sem í boði eru: Svart matt, gyllt burstað, rósagyllt, burstað stál, gunmetal og krómhúðað. Hér má sjá nokkrar valdar myndir –

Myndir : Lusso Stone 

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Lusso Stone vel ef þið eruð í framkvæmdarhugleiðingum – sjá betur á heimasíðu Lussostone. Ég vil þó minna á að þrátt fyrir að verða heilluð af góðu verði, þá mun alltaf bætast við flutningsgjöld ásamt tolli. Lusso er einnig að finna á Instagram @lussostone.

P.s. ég hef áhuga á að deila sendingarkostnaði með áhugasömum þar sem ég ætla að byrja á einum stökum eldhúskrana. Sendu mér línu;) 

Happy shopping!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

MEÐ LEIKFIMIHRINGI Í GEGGJUÐU BLEIKU ELDHÚSI

Skrifa Innlegg