Target ferð

KATIE MÆLIR MEÐ

Ef ég kæmist í Target á næstu dögum myndi ég kaupa eftirfarandi hluti. Ég fylgist reglulega með nýjum snyrtivörum sem detta inn á síðuna og hér eru nokkrar sem mig langar að prófa.

Augnskuggar í jarðlitum frá Sonia Kashuk. Eitt besta merkið sem Target býður upp á.

Screen Shot 2015-03-26 at 5.37.56 PM

Þessi palletta er sjúklega flott, sérstaklega fyrir sumarið.

Screen Shot 2015-03-26 at 5.38.41 PM

Nú hef ég verið að nota BrowDrama frá MayBelline sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mig langar því að prófa þessa nýjung frá Sonia K en þetta augnbrúnagel er með ljósum brúnum lit. Ég hef prófað glæra gelið frá þeim og það var ansi gott. Þetta ætti því líklegast ekki að bregðast.

Screen Shot 2015-03-26 at 5.46.28 PM

Þessi baugahyljari fær 4½ stjörnu af 5 og er talinn ansi ljós af notendum. Mig langar að prófa hann því flestar sem skrifuðu ummæli sögðust ekki ætla að kaupa sér annað eftir að hafa prófað þennan.

Screen Shot 2015-03-31 at 4.56.47 PM

Goody Ouchless teygjurnar, þá aðeins þær glæru, eru þær allra bestu sem ég hef komist í kynni við. Að slitna er það síðasta sem þeim virðist ætlað að gera. Hins vegar hefur verið erfitt að finna þær undanfarin ár. Ég hef prófað aðra liti frá Goody en þær slitna, svo ég mæli með bara með þeim glæru.

Screen Shot 2015-03-31 at 5.00.42 PM

Blissful Berry frá Maybelline.. æðislegur litur sem ég nota oft.

Miracle Gel naglalakk frá Sally Hansen er að fá einkunn frá allt að 4 upp í 5 stjörnur. Ég las nokkur ummæli og það virðist vera að haldast á í 10-14 daga. Það má segja að mig BRÁÐvantar eitt slíkt. Hafið þið prófað það?

Screen Shot 2015-03-27 at 11.50.40 AM

Þeir albestu… þessa verðið þið að kaupa. Tannlæknirinn mælti með þessum tannstönglum og ég get svarið það, þeir eru þeir allra bestu. Mér finnst samt nauðsynlegt að nota tannþráð með en þessir stönglar ná ansi vel til gómsins. Þeir fást líka hér heima.

Screen Shot 2015-04-04 at 2.03.02 PM

Aveeno bodylotion-ið er rosalega gott. Það mýkir svo ótrúlega vel og í langan tíma. Það fær 5 stjörnur og er “best seller” vara til margra ára.

Screen Shot 2015-04-04 at 2.04.04 PM

Svo er það St. Ives kremið sem ég held líka mikið upp á. Lyktin af því er svo ljúf. Ég nota það bæði til mýkingar og svo finnst mér gott að nota það fyrir nudd.Screen Shot 2015-04-04 at 2.05.19 PM

EGF kornahreinsirinn er reyndar í uppáhaldi en það er gott að grípa í þennan inn á milli… hann frískar svo upp á mann í morgunsárið og lyktin er æði.

Nú er ég á leið í skírn hjá vinafólki og brúðkaup seinna í dag. Ég vaknaði 9 og ætlaði mér að fara í ræktina, en bæði hausinn og líkaminn þverneituðu fyrir það. Stundum nenni ég bara alls ekki í ræktina og þá er fínt að sleppa henni. Ég er löngu hætt að pína mig áfram í ræktina ef áhuginn er ekki fyrir hendi.

♡ G l e ð i l e g a   p á s k a ♡

karenlind

Dagsferð til Brighton

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Einhver tíman ætla ég með þér í Target ferð! Þú ert með öll bestu kaupin á hreinu greinilega ;)

  2. Ingveldur Eyjólfsdóttir

    4. April 2015

    Vá hvað mig langar að prufa pallettuna frá Soniu, hún lookar mjög vel og litirnir æði :)

  3. Ragnhildur

    4. April 2015

    Ég keypti glæru Goody teygjurnar nýlega í Ameriku og þær gera ekki annað en að slitna hver á eftir annarri.. mikil vonbrigði..

    • Karen Lind

      4. April 2015

      Er það? Þa er komin ny typa. Eg myndi hanga a minum fram af bjargbrún! An grins, haha. Ég átti einn pakka í að verða 5 ár.

  4. Sunna

    4. April 2015

    Aveeno body lotionið er til í kost :)

  5. RR.

    4. April 2015

    ég kaupi þessa tannstöngla í Hagkaup. Algjör tudda snilld :)

  6. Bára

    5. April 2015

    Ég ELSKA USA færslurnar þínar <3

  7. Klara

    7. April 2015

    Keypti Sonia Kashuk kinnalit í Target núna um páskana eftir að hafa séð nokkrum sinnum minnst á slíka á blogginu hjá þér! Ég var ekki svikin, gott verð og góð vara :)

    Gaman líka að benda skóladömum (og þeim sem eru sjúkir í skrifstofuvörur) að það er líka snilld að kaupa penna, bréfaklemmur, post-its, spjaldskrárspjöld og fleira slíkt í Target!

  8. Svart á Hvítu

    9. April 2015

    Ætla að seiva þessa færslu þangað til ég finn einhvern til að koma með mér til USA!!!!!

  9. Brynja Sóley

    15. April 2015

    Naglalökkin eru komin í apótekin, allavegana það sem er á Eiðistorgi :)