Nýtt í fylgihlutaskápnum

FYLGIHLUTIR

Nýtt í fataskápnum: þetta belti frá 66°norður. Ég keypti það um daginn og það kostaði eitthvað um 3 þúsund krónur. Ótrúlega ánægð með það! Eins gott að passa vel upp á það þar sem það er hvítt… fyrir tíu árum síðan hefði ég svarað þeirri spurningu neitandi um hvort ég myndi klæðast 66° norður belti. Í dag er málið allt annað.. þetta belti er æði!


.. föt & fylgihlutir

BARNAVÖRURFYLGIHLUTIR

Ég skrifaði um smekkbuxurnar frá Igló+Indi (sjá hér) um daginn.. þær höfðu samband við mig frá búðinni og vildu endilega gefa mér eitt stykki. Þær eru í stærð 12-18 mánaða og eru enn aðeins of langar á Snædísi en það kemur ekki að sök þegar það er búið að bretta upp á skálmarnar. Þær eru æðislegar, og það sem er sérstaklega gott við þær eru smellurnar á innanverðum skálmunum.. ég á aðrar smekkbuxur án smellna og það þarf því alltaf að klæða hana úr buxunum. Hún var svo sæt í þeim í gær á afmælisdaginn sinn, en í gær var fyrsti afmælisdagurinn hennar.

Annars rakst ég á þessi sætu kanínueyru í Forever21… ég beið í fáranlega langri röð fyrir þau… ég gat hreinlega ekki sleppt þeim en fyrirmyndin hlýtur að vera kanínueyrun frá Maison Michel. Mig langar í fleiri týpur en það er til ógrynni af útgáfum á forever21.com.

Igló+Indí smekkbuxur: fást hér.
Kanínueyru: svipuð fást hér.

Hógvært jólaskraut í ár

FYLGIHLUTIR

Jólin eru í uppáhaldi hjá mér en þessi jólin skreytti ég svo lítið að ég sló persónulegt met. Davíð var búinn að taka upp jólaskrautið.. en mér fannst of mikið að vera með jólaskraut ofan í alla óreiðuna sem fylgdi framkvæmdunum svo jólaskrautskassinn fór aftur niður með öllu dótinu í að sjálfsögðu :) Það er búið að vera of mikil óreiða í langan tíma að mér fannst eitthvað extra óþægilegt að bæta jólaskrauti ofan á allt.. hógværðin varð því fyrir valinu og það var mjög þægilegt. Svo getur vel verið að smekkur okkar sé að breytast.. við vorum alveg æst í jólaskraut á sínum tíma en núna finnst mér voðalega kósí að hafa þetta einfalt. Mér finnst til dæmis alveg nóg að hafa fallega skreytt jólatré og seríur í gluggum…

screen-shot-2016-12-31-at-11-35-47-am screen-shot-2016-12-31-at-11-36-07-am

Hér er allt jólaskrautið.. haha… það var meira að segja allt á sama stað, á eyjunni í eldhúsinu. Ég reyndar setti nokkrar greinar í annan vasa – bara því ég átti fleiri greinar… og já, seríur í stofugluggana og svalahandriðið.

Þessi vasi, Dora Maar vasinn, er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann keypti ég fyrr á árinu. Hann er frá Jonathan Adler sem er bandarískur hönnuður. Hann býr til svo fallega muni, þá sérstaklega postulínsvasana og postulínsfylgihlutina. Ég gaf vinkonu minni kerti frá honum í jólagjöf (sjá hér) en þau eru svo sniðug því skálina má endurnýta sem nammiskál eða eitthvað slíkt. Lyktin af kertinu er líka tryllt!

Eftir á að hyggja hefði ég viljað kaupa stærri týpuna af mínum vasa. Hann er jú mun dýrari og stærri, og hvorugt áðurtalinna var að vinna með mér þá stundina svo sá minni varð fyrir valinu. Ég var sko alls ekki að fara kaupa mér blómavasa, hvað þá að bera hann heim í handfarangri. Einn daginn eignast ég kannski stærri týpuna… :)

Dora Maar Vase lítill fæst hér
Dora Maar Vase stór fæst hér

Ég er enn að leita að hversdagsskrauti í vasann… ég fann ótrúlega fallegt skraut á amazon en hef ekki látið verða að því að panta það. En svo má hann líka alveg standa einn og sér.

karenlind1

Efst á lista..

FYLGIHLUTIR

Hvað langar mig í fyrir þessi jólin? Ég hef satt að segja ekki haft tíma til að hugsa það.. ég er önnum kafin við að sinna barni.. það tekur allan sólarhringinn. Í fyrsta sinn eyði ég til dæmis Þorláksmessu heima í stað þess að rölta um miðbæinn með heitan bolla frá Te & Kaffi.

Ég er búin að öllu fyrir jólin. Listinn var ekki svo langur en það voru aðallega jólagjafir. Ég kýs einföldu leiðina fram yfir allt þessa dagana.. hvernig er að eiga tvö börn.. þrjú börn? Ó my, mömmur eru hetjur :)

En ef það er eitthvað sem er efst á mínum lista þá eru það þessir fallegu Burberry cashmere/leðurhanskar. Ég rak augun í auglýsingu frá GALLERIA Reykjavík á FB þar sem þeir eru til sölu. Það kom mér á óvart að þeir eru ódýrari í GALLERIA heldur en á Burberry vefsíðunni sjálfri.

screen-shot-2016-12-23-at-1-22-34-pm screen-shot-2016-12-23-at-1-22-57-pm screen-shot-2016-12-23-at-1-23-17-pm

Tímalausir hanskar sem henta fyrir allan aldurshóp.. ji hvað maður væri kjút með þessa röltandi milli jólaboða. Davíð, blikk blikk!

karenlind1

Jólabókin í ár: ANDLIT eftir Hörpu Kára

FYLGIHLUTIR

Ég kom við í Eymundsson um daginn og rak augun í fjórar bækur sem mig langar í. Ein þeirra var förðunarbókin ANDLIT eftir Hörpu Káradóttur. Bókin er mikið augnkonfekt og það sem er  bónus við hana er hve flott hún er sem “table book”. Forsíða ANDLIT er eitthvað annað, en Anna Jia sem prýðir forsíðuna er framúrskarandi falleg. Ég man eftir því að hafa séð hana ásamt fjölskyldu sinni á flugvelli í Þýskalandi árið 2006.. ég giska á að hún hafi verið sirka 12 ára. Þarna biðum við eftir því að fá að fara um borð og ég horfði á hana, og hugsaði með mér.. “Þessi stelpa á eftir að verða módel”.

Bókin hentar öllum aldurshópum en henni er meðal annars kaflaskipt eftir aldri kvenna. Eins er farið yfir förðunaráhöld, húðumhirðu, öll svæði andlitsins, brúðkaupsförðun, mismunandi “lúkk”, t.d. förðun með gylltu yfirbragði og margt fleira.
screen-shot-2016-12-11-at-3-50-36-pm

screen-shot-2016-12-11-at-3-02-48-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-02-57-pm   screen-shot-2016-12-11-at-3-03-44-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-03-52-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-00-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-09-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-31-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-37-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-44-pmscreen-shot-2016-12-11-at-3-50-50-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-04-51-pm screen-shot-2016-12-11-at-3-05-00-pmscreen-shot-2016-12-11-at-3-50-43-pm

screen-shot-2016-12-11-at-3-05-09-pm

Myndirnar eru hrikalega flottar, en Snorri Björns tók þær. Ótrúlega er hann klár. Annars er þetta mjög falleg bók sem lifir, Harpa Kára er algjör förðunarsnillingur.. ég hef lengi vitað af henni og hennar talent! Til hamingju með bókina öll sömul og takk fyrir mig!

Þess má til gamans geta að Björn Bragi kom með tvö eintök fyrir mig upp á Barnaspítala í gær.. ég áttaði mig á því þegar ég var komin út í bíl að ég var með hvoruga bókina með mér. Ég er með brjóstaþoku og það er ekki öfundsvert.. ég gleymi öllu. Ég hljóp inn en þá voru þær enn á sínum stað. Ég gaf Svönu annað eintakið en ég sá að hana dauðlangaði í bókina.

karenlind1

Nú er það svart..

FÖTFYLGIHLUTIRSKÓR

Fyrir ekki svo löngu vildi ég helst klæðast litum. Ég var svo sem aldrei of litaglöð, ég reyndi alltaf að para þetta smekklega saman en þó rötuðu litríkar flíkur oftar í skápinn minn en þær gera í dag. Með öðrum orðum, ég er að breytast í mömmu mína. Mér finnst það svo fyndið því ég hvatti hana oft til að klæðast litríkari fötum og skildi lítið í þessu svarta fatavali hennar. Ég er bara ekki orðin eins og mamma á þessu sviði, heldur mörgum öðrum. Til dæmis er ég voðalega lítið fyrir skartgripi… já, ég sem var vel skreytta jólatréið fyrir einhverjum árum. Ég átti svo mikið af skartgripum að þeir fylltu öll laus hólf í skartgripahirslunum. Takk fyrir mig, það tímabil er sko búið! Ég var eitthvað aðeins að ráfa í gegnum útsölurnar á netinu, og var að vonast til að rekast á leðurjakka á allsaints.com – en í staðinn sá ég fallegt mokkavesti sem gengur við margt. stop_wearing_black

Nákvæmlega.

All Saints mokkavesti með leðurdetailum. Það er á útsölu, en kostar samt 90 þúsund. En það er mjög fallegt og líftími þess eflaust góður.

Mágkona mín pantaði sér rúllukraga ásamt öðru af prettylittlething.com, og þessi rúllukragi er æði. Hann er vel síður og kraginn mikill, efnið fínt og kostar bara 10 pund. Nú þarf bróðir minn að undirbúa sig undir Mr. Postman. Ég held ég verði að panta einn fínan rúllukragabol. Ekki það, ég keypti rúllukragabol í River Island sem ég var alsæl með, en svo skrapp hann aldeilis saman í fyrsta þvotti og er nú orðinn að magabol sem ég kýs að sniðgangast.

Rocco frá Alexander Wang. Gæjaleg taska sem mig langar í.

1761724_fpx

 

Leðurhanskar frá Michael Kors. Ég keypti mér þá um daginn, á útsölu.. og er mjög hrifin af þeim. Mjög hlýir og svo er ég hrifin af þessum rennilás.

Screen Shot 2016-01-14 at 2.07.57 PM

Buxur frá H&M. Ég keypti mér þessar í nóvember (fást hér) og þær henta mér fullkomlega. Það er nauðsynlegt fyrir mig að klæðast buxum sem ég get “girt” magann ofan í. Þessar eru einmitt þannig, ég bara vippa bumbunni inn og allar mínar áhyggjur hverfa. Grín. En samt, þær henta mjög vel fyrir neðri magann :)

Steve Madden, fást hér. Mögulega er þetta aðeins of hátt fyrir minn smekk en þá bregður maður sér bara í strigaskóna.

5guv79-l-610x610-jeans-denim-ripped+jeans-new+balance-new+balance+sneakers-sneakers-shoes-bag-black+bag-gold+watch-watch-torn+clothes-torn+denim Screen Shot 2016-01-14 at 2.14.58 PM

New Balance fást hér heima á newbalance.is – sjá hér.

karenlind

Snyrtibuddan

FÖRÐUNARVÖRURFYLGIHLUTIRHÁRHÚÐ

Ég er ekki mikið að breyta til þegar kemur að förðunarvörum en endrum og eins ratar eitthvað nýtt í snyrtibudduna. Nýlega uppgötvaði ég til dæmis hræódýrt þurrsjampó sem ég get ekki verið án. Ég er með ágætlega þykkt og þ.a.l. þungt hár sem er algjörlega ómögulegt án einhverja hárvara. Ég er enginn spekúlant þegar kemur að hárvörum en ég hef þó keypt ýmis þurrsjampó á tíföldu verði Aussie þurrsjampósins. Dýrara er ekki alltaf betra. En þetta þurrsjampó gefur svakalega lyftingu, hárið verður stamt og viðráðanlegt. Ég gæti skrifað margar línur en læt það duga að mæla með því.

Um tíma var ég stundum að þvo á mér andlitið með handsápu. Ég er svolítið þannig týpa að “anything will do” ef ég á ekki eitthvað. Ég redda mér bara, hvort sem það sé endilega gott eða ekki. Uppþvottalöginn hef ég notað til að þvo bílinn… og svo er hann líka fínn sem hársápa. Haha.. nú gapir einhver. Andlitsþvottur er eitthvað sem ég hef alltaf sinnt með hálfum hug – nema núna. Ég bað Ernu Hrund sambloggara minn um ráð og keypti í kjölfarið andlitssápuna frá Neutrogena. Um daginn keypti ég líka andlitskremið. Lyktin af þessu er svo djúsí!

Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.29 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.35 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.44 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.06 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.13 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.22 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.32 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.43 AM

Hér að ofan eru þær snyrtivörur sem ég nota mest. Ég reyni að vera eðlilega förðuð en viðurkenni að ég er forfallin kinnalitadama. Kannski er ég með of mikið, ég veit það ekki.. það hefur engin/-nn potað í mig og bent mér á það. Þar til sú stund rennur upp mun ég nota þá áfram með stolti.

Snyrtibuddan er ný og er frá Tory Burch og fæst í Galleria Reykjavík. Passlega stór og nær að geyma þær snyrtivörur sem ég nota dagslega, hentar því vel í veskið. Það er gott að vera ekki með of mikið í töskunni, baksins og axlanna vegna.

Tory Burch Snyrtitaska: Galleria Reykjavík
Aussie þurrsjampó: CVS, Walgreens o.fl.
Real Techniques förðunarburstar
Sonia Kashuk tvískipt sólarpúður #52: Target
Sonia Kashuk kinnalitur #03: Target
LaPrairie púður #Natural Beige: Saga Shop
Loréal Voluminous Butterfly maskari #Midnight Black: Kosmos.is
Sensai augabrúnapenni #01: Fríhöfnin
Maybelline Brow Drama: Keypt í UK
KIKO augnskuggi #139: Keypt í UK (nota örlítið í augnkrók eða rétt undir augabrúnir)
KIKO varalitur í svörtum umbúðum #803 (þessir tveir varalitir eru í uppáhaldi – gefa örlítinn lit en ekki áberandi)
KIKO varalitur í silfur umbúðum #502
Neosporin: Keypt í USA. Frábært á sár (t.d. í nefi) eða þurra húð, er alltaf með þetta á mér.
Tannþráður og tannstönglar (ómissandi)
Milani naglalakk #16 mauving forward

karenlind

Galleria Reykjavik

FYLGIHLUTIRTÖSKUR

Á bæjarröltinu mínu tókst mér að komast yfir ýmislegt… ég var á fleygiferð get ég sagt ykkur, í mikilli hálku og snjó arkaði ég milli búða.. á Te & Kaffi náði ég mér í tvöfaldan macchiato með fjörmjólk og súkkulaðimola, Tiger fyrir jólaskraut, 66° til að skoða Jöræfi og í Galleria Reykjavík að skoða töskur (og borða konfekt). Mér tókst kannski að komast yfir svona mikið út af tvöföldum macchiato, hver veit. Það var varla þverfótandi fyrir túristum, þeir voru allavega í meirihluta þennan eftirmiðdaginn. Ég keyrði framhjá Hallgrímskirkju og þar voru óteljandi selfiestangir á lofti. Mjög fyndið. Það liggur við að eina vitið sé að kaupa íbúð miðsvæðis og leigja hana út í Air B&B… ekki það að ég myndi nenna að standa í því – samt ekki óvitlaus fjárfesting. Allavega, fjársjóðirnir eru nokkrir í Galleria Reykjavík… reyndar aðeins fleiri en nokkrir.

10277526_918387091527363_3942691473748751960_n

Ég stal þessari mynd af facebook síðu verslunarinnar, ég hef hugsað statt og stöðugt um þetta sjal síðan ég sá það fyrst. Ég læt mig dreyma um Burberry Merino Wrap. Litirnir á sjalinu eru þeir sömu og á treflinum mínum. Kannski ekki skrýtið að ég sé svona hrifin af þessu sjali.

Það mætti halda að ég ætti bara einn trefil. Hann er bara það mjúkur og þægilegur að ég sækist í að nota hann meira en annað. Upphaflega ætlaði ég að fá mér ljósari týpuna en svo hætti ég við því ég gaf mér að farði sæist auðveldlega á honum. Þessi kaffibrúni varð því fyrir valinu.

Screen Shot 2015-11-30 at 12.05.20 AM

Burberry

Screen Shot 2015-11-30 at 12.00.03 AM Screen Shot 2015-11-29 at 11.59.54 PM Screen Shot 2015-11-29 at 11.59.41 PM

 Scintilla

Screen Shot 2015-11-30 at 12.06.20 AM

Chloé

Pyropet

Moncler

Screen Shot 2015-11-30 at 12.07.40 AM

Tory Burch

Screen Shot 2015-11-30 at 12.06.47 AM

Michael Kors

Screen Shot 2015-11-30 at 12.06.12 AM

Chloé

Screen Shot 2015-11-30 at 12.04.42 AM Screen Shot 2015-11-30 at 12.00.51 AM

Marc by Marc Jacobs (sem er nú að hætta – sjá færslu hér – sniff sniff)

Burberry, Scintilla, Chloé, Moncler, Tory Burch, Michael Kors og Marc by Marc Jacobs.. og margt fleira. Ég er mjög hrifin af Tory Burch (ég bloggaði um Tory Burch fyrir einu og hálfu ári, sjá hér).. það kæmi mér ekki á óvart ef það kæmi Tory Burch æði hér á landi. Sjáiði hvað þetta er allt flott hérna að neðan. Ég veit að snyrtitaskan er til í G.R. en  ég er ekki viss með hinar vörurnar.

Ef öll þessi fögru merki eru ekki ástæða til að kíkja á smá búðarrölt á Laugaveginn og kíkja í þessa dásemdar verslun. Draumajólagjöfin getur aldeilis leynst þarna inni.

Facebook síða Galleria Reykjavík

karenlind

Passion Planner 2016

FYLGIHLUTIR

Ég sogast að skipulags- og dagbókum í búðarferðum og þarf alltaf að snerta þær og skoða í bak og fyrir. Hins vegar enda þær aldrei í búðarkörfunni því alltaf hefur mér þótt vanta þennan “it factor”. Markmiðasetning breytir öllu fyrir manneskju eins og mig, en ég er með hundrað hugmyndir um allt milli himins og jarðar og langar að gera allt og ekkert sömu stundina. Ég neyðist til að skrifa hluti niður, ég áorka meira og það verður meira úr tímanum.

Máttur Facebook er svo svakalegur og þar sér maður oft hinar bestu hugmyndir. Til dæmis sá ég FB vin deila þessari fullkomnu skipulagsbók. Þarna var bókin sem ég hef leitað að öll þessi ár.

Screen Shot 2015-10-27 at 11.50.14 PM Screen Shot 2015-10-27 at 11.50.57 PM Screen Shot 2015-10-27 at 11.51.09 PM Screen Shot 2015-10-27 at 11.51.42 PM

 

Screen Shot 2015-10-27 at 11.54.38 PM

 

SF

Vefsíða Passion Planner

Myndband um Passion Planner

Ég pantaði mér bókina í kvöld og fæ hana afhenta í nóvember. Ætli árið 2016 verði það besta hingað til? :) Það væri nú ekki verra. Mér líst allavega svakalega vel á bókina og heildarhugmyndina á bakvið hana.

karenlind

 

B-low the belt

FYLGIHLUTIR

Beltin frá B-low the Belt eru augnkonfekt. Sérstaklega Bri Bri beltið en einkenni þess er tvöföld sylgja. Það hefur verið í uppáhaldi en hvergi hefur mér tekist að finna svipað. Svo virðist vera sem Kendall og Kourtney haldi líka upp á beltið og hafa þær sést ansi oft með það. Ég á hins vegar tvö leðurbelti í þessum kúrekastíl en þau keypti ég 2011 af einhverri “kúrekasíðu” í Bandaríkjunum. Ekki flottasta vefsíðan en beltin eru ofsalega flott og nákvæmlega eins og Bri Bri beltið nema á mínum er ein sylgja.

Fyrir áhugasama þá keypti ég mín héðan -> belts.com. Og já, mín eru ætluð karlkyninu en ganga alveg eins fyrir bæði kynin.

Screen Shot 2015-10-24 at 1.50.22 PM

Screen Shot 2015-10-24 at 1.51.17 PM

Screen Shot 2015-10-24 at 1.50.36 PM

Belti í þessum stíl hafa verið áberandi ansi lengi og verða það eflaust eitthvað áfram.

Fást hér.

karenlind