fbpx

Snyrtibuddan

FÖRÐUNARVÖRURFYLGIHLUTIRHÁRHÚÐ

Ég er ekki mikið að breyta til þegar kemur að förðunarvörum en endrum og eins ratar eitthvað nýtt í snyrtibudduna. Nýlega uppgötvaði ég til dæmis hræódýrt þurrsjampó sem ég get ekki verið án. Ég er með ágætlega þykkt og þ.a.l. þungt hár sem er algjörlega ómögulegt án einhverja hárvara. Ég er enginn spekúlant þegar kemur að hárvörum en ég hef þó keypt ýmis þurrsjampó á tíföldu verði Aussie þurrsjampósins. Dýrara er ekki alltaf betra. En þetta þurrsjampó gefur svakalega lyftingu, hárið verður stamt og viðráðanlegt. Ég gæti skrifað margar línur en læt það duga að mæla með því.

Um tíma var ég stundum að þvo á mér andlitið með handsápu. Ég er svolítið þannig týpa að “anything will do” ef ég á ekki eitthvað. Ég redda mér bara, hvort sem það sé endilega gott eða ekki. Uppþvottalöginn hef ég notað til að þvo bílinn… og svo er hann líka fínn sem hársápa. Haha.. nú gapir einhver. Andlitsþvottur er eitthvað sem ég hef alltaf sinnt með hálfum hug – nema núna. Ég bað Ernu Hrund sambloggara minn um ráð og keypti í kjölfarið andlitssápuna frá Neutrogena. Um daginn keypti ég líka andlitskremið. Lyktin af þessu er svo djúsí!

Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.29 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.35 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.44 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.06 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.13 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.22 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.32 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.43 AM

Hér að ofan eru þær snyrtivörur sem ég nota mest. Ég reyni að vera eðlilega förðuð en viðurkenni að ég er forfallin kinnalitadama. Kannski er ég með of mikið, ég veit það ekki.. það hefur engin/-nn potað í mig og bent mér á það. Þar til sú stund rennur upp mun ég nota þá áfram með stolti.

Snyrtibuddan er ný og er frá Tory Burch og fæst í Galleria Reykjavík. Passlega stór og nær að geyma þær snyrtivörur sem ég nota dagslega, hentar því vel í veskið. Það er gott að vera ekki með of mikið í töskunni, baksins og axlanna vegna.

Tory Burch Snyrtitaska: Galleria Reykjavík
Aussie þurrsjampó: CVS, Walgreens o.fl.
Real Techniques förðunarburstar
Sonia Kashuk tvískipt sólarpúður #52: Target
Sonia Kashuk kinnalitur #03: Target
LaPrairie púður #Natural Beige: Saga Shop
Loréal Voluminous Butterfly maskari #Midnight Black: Kosmos.is
Sensai augabrúnapenni #01: Fríhöfnin
Maybelline Brow Drama: Keypt í UK
KIKO augnskuggi #139: Keypt í UK (nota örlítið í augnkrók eða rétt undir augabrúnir)
KIKO varalitur í svörtum umbúðum #803 (þessir tveir varalitir eru í uppáhaldi – gefa örlítinn lit en ekki áberandi)
KIKO varalitur í silfur umbúðum #502
Neosporin: Keypt í USA. Frábært á sár (t.d. í nefi) eða þurra húð, er alltaf með þetta á mér.
Tannþráður og tannstönglar (ómissandi)
Milani naglalakk #16 mauving forward

karenlind

Saga Shop: Icelandair II

Skrifa Innlegg