fbpx

Efst á lista..

FYLGIHLUTIR

Hvað langar mig í fyrir þessi jólin? Ég hef satt að segja ekki haft tíma til að hugsa það.. ég er önnum kafin við að sinna barni.. það tekur allan sólarhringinn. Í fyrsta sinn eyði ég til dæmis Þorláksmessu heima í stað þess að rölta um miðbæinn með heitan bolla frá Te & Kaffi.

Ég er búin að öllu fyrir jólin. Listinn var ekki svo langur en það voru aðallega jólagjafir. Ég kýs einföldu leiðina fram yfir allt þessa dagana.. hvernig er að eiga tvö börn.. þrjú börn? Ó my, mömmur eru hetjur :)

En ef það er eitthvað sem er efst á mínum lista þá eru það þessir fallegu Burberry cashmere/leðurhanskar. Ég rak augun í auglýsingu frá GALLERIA Reykjavík á FB þar sem þeir eru til sölu. Það kom mér á óvart að þeir eru ódýrari í GALLERIA heldur en á Burberry vefsíðunni sjálfri.

screen-shot-2016-12-23-at-1-22-34-pm screen-shot-2016-12-23-at-1-22-57-pm screen-shot-2016-12-23-at-1-23-17-pm

Tímalausir hanskar sem henta fyrir allan aldurshóp.. ji hvað maður væri kjút með þessa röltandi milli jólaboða. Davíð, blikk blikk!

karenlind1

Jólabókin í ár: ANDLIT eftir Hörpu Kára

Skrifa Innlegg