fbpx

Kviknar

FYLGIHLUTIR

Hér er komin jólabókin í ár að mínu mati, þá sérstaklega fyrir þann sem langar í barn, er með barni eða á barn fyrir. Það er svo mikið sem fylgir meðgöngunni, fæðingunni og dögunum þar á eftir. Upplifun kvenna af meðgöngu, fæðingu og sængurlegu er ótrúlega mismunandi. Sjálf upplifði ég mjög erfiða meðgöngu og eins fannst mér fyrstu þrjár vikurnar eftir fæðingu ótrúlega strembnar. Þá bæði hlutir sem snéru að mér sjálfri sem og nýja hlutverkinu. Vinkonur mínar voru búnar að “vara” mig við og minntu mig á að þetta tímabil yrði fljótlega búið. Ég hef verið opin með mína upplifun og það hjálpaði en svo vann tíminn með mér. Þið klórið ykkur eflaust í hausnum.. hvað ætli hafi gengið á. Það var ýmislegt en eitt af því sem tók virkilega á andlega og líkamlega var grindargliðnun sem gerði vart við sig á 24. viku. Klemmdar taugar í nára og fleira ollu því að ég var nánast rúmliggjandi síðustu tíu vikur meðgöngunnar. Ég náði mér ekki fyrr en Snædís var 10 mánaða gömul (þó ekki að fullu) en fyrir mér fékk ég loks staðfestingu á hve slæm ég var þegar ein af ljósmæðrunum sem önnuðust mig hringdi í mig nokkrum vikum eftir að ég átti. Hún sagði mér að ég hefði verið eitt versta tilfelli sem hún og þær höfðu séð lengi. Það að koma barni í þennan heim er ótrúlega fallegt og krefjandi verkefni og ég ber ómælda virðingu fyrir konum sem ganga með barn.

Bókin Kviknar eftir Andreu Eyland inniheldur fjóra aðalkafla: getnaður, meðganga, fæðing og sængurlega. Í bókinni má finna fræðilegar upplýsingar, reynslusögur og svör við algengum spurningum. Bókin er tæplega 200 blaðsíður að lengd og er eins og myndirnar að neðan sýna, einstaklega falleg harðbóka útgáfa sem er fullkomin í bókahilluna sem og stofuborðið. Myndirnar tók snillingurinn hún Aldís Pálsdóttir.

Svo er það Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir, sem hugsaði meðal annars um mig þegar ég fór á Akranes í spes treatment. Hafdísi gleymi ég aldrei, en hún er mesti töffari sem til er & stappaði svoleiðis stálinu í mig þegar ég var alveg við það að gefast upp. Hafdís er svo frábær að mig skortir orð um þessa konu – en bókin KVIKNAR fór ósjálfrátt á annað level einungis út af henni.

F.v. Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari. Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, hugmyndasmiður og höfundur og Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

Ótrúlega falleg bók.. til hamingju með hana flottu konur!

Hægt er að kaupa bókina í forsölu & spara sér 2000kr (hér). Svo sá ég að þær eru með útgáfupartý þann 1. desember (sjá hér).


Ljósin heima

Skrifa Innlegg