fbpx

Nú er það svart..

FÖTFYLGIHLUTIRSKÓR

Fyrir ekki svo löngu vildi ég helst klæðast litum. Ég var svo sem aldrei of litaglöð, ég reyndi alltaf að para þetta smekklega saman en þó rötuðu litríkar flíkur oftar í skápinn minn en þær gera í dag. Með öðrum orðum, ég er að breytast í mömmu mína. Mér finnst það svo fyndið því ég hvatti hana oft til að klæðast litríkari fötum og skildi lítið í þessu svarta fatavali hennar. Ég er bara ekki orðin eins og mamma á þessu sviði, heldur mörgum öðrum. Til dæmis er ég voðalega lítið fyrir skartgripi… já, ég sem var vel skreytta jólatréið fyrir einhverjum árum. Ég átti svo mikið af skartgripum að þeir fylltu öll laus hólf í skartgripahirslunum. Takk fyrir mig, það tímabil er sko búið! Ég var eitthvað aðeins að ráfa í gegnum útsölurnar á netinu, og var að vonast til að rekast á leðurjakka á allsaints.com – en í staðinn sá ég fallegt mokkavesti sem gengur við margt. stop_wearing_black

Nákvæmlega.

All Saints mokkavesti með leðurdetailum. Það er á útsölu, en kostar samt 90 þúsund. En það er mjög fallegt og líftími þess eflaust góður.

Mágkona mín pantaði sér rúllukraga ásamt öðru af prettylittlething.com, og þessi rúllukragi er æði. Hann er vel síður og kraginn mikill, efnið fínt og kostar bara 10 pund. Nú þarf bróðir minn að undirbúa sig undir Mr. Postman. Ég held ég verði að panta einn fínan rúllukragabol. Ekki það, ég keypti rúllukragabol í River Island sem ég var alsæl með, en svo skrapp hann aldeilis saman í fyrsta þvotti og er nú orðinn að magabol sem ég kýs að sniðgangast.

Rocco frá Alexander Wang. Gæjaleg taska sem mig langar í.

1761724_fpx

 

Leðurhanskar frá Michael Kors. Ég keypti mér þá um daginn, á útsölu.. og er mjög hrifin af þeim. Mjög hlýir og svo er ég hrifin af þessum rennilás.

Screen Shot 2016-01-14 at 2.07.57 PM

Buxur frá H&M. Ég keypti mér þessar í nóvember (fást hér) og þær henta mér fullkomlega. Það er nauðsynlegt fyrir mig að klæðast buxum sem ég get “girt” magann ofan í. Þessar eru einmitt þannig, ég bara vippa bumbunni inn og allar mínar áhyggjur hverfa. Grín. En samt, þær henta mjög vel fyrir neðri magann :)

Steve Madden, fást hér. Mögulega er þetta aðeins of hátt fyrir minn smekk en þá bregður maður sér bara í strigaskóna.

5guv79-l-610x610-jeans-denim-ripped+jeans-new+balance-new+balance+sneakers-sneakers-shoes-bag-black+bag-gold+watch-watch-torn+clothes-torn+denim Screen Shot 2016-01-14 at 2.14.58 PM

New Balance fást hér heima á newbalance.is – sjá hér.

karenlind

Beyoncé & Super Bowl

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Alexandra

  14. January 2016

  Geturðu skrifað um GLORIU kápuna þína, langar svo að sjá hvernig þú stíliserar hana :)

  • Karen Lind

   14. January 2016

   Heyrðu – ég skilaði henni! Þannig ég á ekki vestið. Hver veit nema ég kaupi annað, ég á inneignina ennþá :)

 2. Jónína Sigrún

  16. January 2016

  Ég er búin að þrá þetta Alexander Wang og þegar ég fann það í Waistland í LA, þá var ég næstum búin að kaupa það.. Ákvað að googla aðeins rewies á því, sem urðu mér til mikilla vonbrigða… Þegar það fer að sjást á töskunni, sem það mun gera á endanum, þá verður það ekki svona fallega “notað leður” heldur verður það hálf grænt… og þegar ég fór að skoða töskuna sem ég hélt á betur, þá sá ég það… Algjör deal breaker! Svo ég labbaði tómhent út :(

  En ég hugsa oft um þetta veski, svo aldrei að vita nema ég kaupi mér svona veski einn daginn, glænýtt og passi það extra vel ;)

  • Karen Lind

   17. January 2016

   Já, ég var einmitt að spyrja vinkonu mína um þetta veski.. því ég sé rosalega ljótar töskur inni á ebay, þar sem sagt er að þær séu lítið notaðar. Þær virðast vera ekkert sérlega sterkar og góðar. Endurgjöfin er ekkert spes – ég held ég hætti að pæla í henni eftir þetta! En falleg er hún :)