fbpx

Hógvært jólaskraut í ár

FYLGIHLUTIR

Jólin eru í uppáhaldi hjá mér en þessi jólin skreytti ég svo lítið að ég sló persónulegt met. Davíð var búinn að taka upp jólaskrautið.. en mér fannst of mikið að vera með jólaskraut ofan í alla óreiðuna sem fylgdi framkvæmdunum svo jólaskrautskassinn fór aftur niður með öllu dótinu í að sjálfsögðu :) Það er búið að vera of mikil óreiða í langan tíma að mér fannst eitthvað extra óþægilegt að bæta jólaskrauti ofan á allt.. hógværðin varð því fyrir valinu og það var mjög þægilegt. Svo getur vel verið að smekkur okkar sé að breytast.. við vorum alveg æst í jólaskraut á sínum tíma en núna finnst mér voðalega kósí að hafa þetta einfalt. Mér finnst til dæmis alveg nóg að hafa fallega skreytt jólatré og seríur í gluggum…

screen-shot-2016-12-31-at-11-35-47-am screen-shot-2016-12-31-at-11-36-07-am

Hér er allt jólaskrautið.. haha… það var meira að segja allt á sama stað, á eyjunni í eldhúsinu. Ég reyndar setti nokkrar greinar í annan vasa – bara því ég átti fleiri greinar… og já, seríur í stofugluggana og svalahandriðið.

Þessi vasi, Dora Maar vasinn, er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann keypti ég fyrr á árinu. Hann er frá Jonathan Adler sem er bandarískur hönnuður. Hann býr til svo fallega muni, þá sérstaklega postulínsvasana og postulínsfylgihlutina. Ég gaf vinkonu minni kerti frá honum í jólagjöf (sjá hér) en þau eru svo sniðug því skálina má endurnýta sem nammiskál eða eitthvað slíkt. Lyktin af kertinu er líka tryllt!

Eftir á að hyggja hefði ég viljað kaupa stærri týpuna af mínum vasa. Hann er jú mun dýrari og stærri, og hvorugt áðurtalinna var að vinna með mér þá stundina svo sá minni varð fyrir valinu. Ég var sko alls ekki að fara kaupa mér blómavasa, hvað þá að bera hann heim í handfarangri. Einn daginn eignast ég kannski stærri týpuna… :)

Dora Maar Vase lítill fæst hér
Dora Maar Vase stór fæst hér

Ég er enn að leita að hversdagsskrauti í vasann… ég fann ótrúlega fallegt skraut á amazon en hef ekki látið verða að því að panta það. En svo má hann líka alveg standa einn og sér.

karenlind1

Efst á lista..

Skrifa Innlegg