Ég sogast að skipulags- og dagbókum í búðarferðum og þarf alltaf að snerta þær og skoða í bak og fyrir. Hins vegar enda þær aldrei í búðarkörfunni því alltaf hefur mér þótt vanta þennan “it factor”. Markmiðasetning breytir öllu fyrir manneskju eins og mig, en ég er með hundrað hugmyndir um allt milli himins og jarðar og langar að gera allt og ekkert sömu stundina. Ég neyðist til að skrifa hluti niður, ég áorka meira og það verður meira úr tímanum.
Máttur Facebook er svo svakalegur og þar sér maður oft hinar bestu hugmyndir. Til dæmis sá ég FB vin deila þessari fullkomnu skipulagsbók. Þarna var bókin sem ég hef leitað að öll þessi ár.
Ég pantaði mér bókina í kvöld og fæ hana afhenta í nóvember. Ætli árið 2016 verði það besta hingað til? :) Það væri nú ekki verra. Mér líst allavega svakalega vel á bókina og heildarhugmyndina á bakvið hana.
Skrifa Innlegg