fbpx

Passion Planner 2016

FYLGIHLUTIR

Ég sogast að skipulags- og dagbókum í búðarferðum og þarf alltaf að snerta þær og skoða í bak og fyrir. Hins vegar enda þær aldrei í búðarkörfunni því alltaf hefur mér þótt vanta þennan “it factor”. Markmiðasetning breytir öllu fyrir manneskju eins og mig, en ég er með hundrað hugmyndir um allt milli himins og jarðar og langar að gera allt og ekkert sömu stundina. Ég neyðist til að skrifa hluti niður, ég áorka meira og það verður meira úr tímanum.

Máttur Facebook er svo svakalegur og þar sér maður oft hinar bestu hugmyndir. Til dæmis sá ég FB vin deila þessari fullkomnu skipulagsbók. Þarna var bókin sem ég hef leitað að öll þessi ár.

Screen Shot 2015-10-27 at 11.50.14 PM Screen Shot 2015-10-27 at 11.50.57 PM Screen Shot 2015-10-27 at 11.51.09 PM Screen Shot 2015-10-27 at 11.51.42 PM

 

Screen Shot 2015-10-27 at 11.54.38 PM

 

SF

Vefsíða Passion Planner

Myndband um Passion Planner

Ég pantaði mér bókina í kvöld og fæ hana afhenta í nóvember. Ætli árið 2016 verði það besta hingað til? :) Það væri nú ekki verra. Mér líst allavega svakalega vel á bókina og heildarhugmyndina á bakvið hana.

karenlind

 

B-low the belt

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. María

  28. October 2015

  Á eina svona búin að nota hana þetta árið, totally loved it! ☺️

  • Karen Lind

   28. October 2015

   Nei en gaman að fá feedback um bókina – frábært :)

 2. Linda Sæberg

  29. October 2015

  Á svona elsku og er hún algjörlega æðisleg! Inniheldur einmitt allt sem manni vantar í skipulagsbók – sem mér fannst ég ekki finna annarsstaðar :)

 3. Bryndis Gunnlaugsdottir

  31. October 2015

  Ég keypti svona bók fyrir árið í ár og er mjög ánægð með hana
  Ákvað þó að breyta til fyrir árið 2016 og styrkja íslenska framleiðslu en það var ný bók að koma á markaðinn sem ég er mjög spennt fyrir http://www.munum.is/

  • Karen Lind

   2. November 2015

   En skemmtilegt, ég er mjög hrifin af þessari sem þú sendir. Skemmtilegt að sjá að svona flott bók sé til hér heima :)