Snyrtibuddan

FÖRÐUNARVÖRURFYLGIHLUTIRHÁRHÚÐ

Ég er ekki mikið að breyta til þegar kemur að förðunarvörum en endrum og eins ratar eitthvað nýtt í snyrtibudduna. Nýlega uppgötvaði ég til dæmis hræódýrt þurrsjampó sem ég get ekki verið án. Ég er með ágætlega þykkt og þ.a.l. þungt hár sem er algjörlega ómögulegt án einhverja hárvara. Ég er enginn spekúlant þegar kemur að hárvörum en ég hef þó keypt ýmis þurrsjampó á tíföldu verði Aussie þurrsjampósins. Dýrara er ekki alltaf betra. En þetta þurrsjampó gefur svakalega lyftingu, hárið verður stamt og viðráðanlegt. Ég gæti skrifað margar línur en læt það duga að mæla með því.

Um tíma var ég stundum að þvo á mér andlitið með handsápu. Ég er svolítið þannig týpa að “anything will do” ef ég á ekki eitthvað. Ég redda mér bara, hvort sem það sé endilega gott eða ekki. Uppþvottalöginn hef ég notað til að þvo bílinn… og svo er hann líka fínn sem hársápa. Haha.. nú gapir einhver. Andlitsþvottur er eitthvað sem ég hef alltaf sinnt með hálfum hug – nema núna. Ég bað Ernu Hrund sambloggara minn um ráð og keypti í kjölfarið andlitssápuna frá Neutrogena. Um daginn keypti ég líka andlitskremið. Lyktin af þessu er svo djúsí!

Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.29 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.35 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.55.44 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.06 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.13 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.22 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.32 AM Screen Shot 2015-12-22 at 8.56.43 AM

Hér að ofan eru þær snyrtivörur sem ég nota mest. Ég reyni að vera eðlilega förðuð en viðurkenni að ég er forfallin kinnalitadama. Kannski er ég með of mikið, ég veit það ekki.. það hefur engin/-nn potað í mig og bent mér á það. Þar til sú stund rennur upp mun ég nota þá áfram með stolti.

Snyrtibuddan er ný og er frá Tory Burch og fæst í Galleria Reykjavík. Passlega stór og nær að geyma þær snyrtivörur sem ég nota dagslega, hentar því vel í veskið. Það er gott að vera ekki með of mikið í töskunni, baksins og axlanna vegna.

Tory Burch Snyrtitaska: Galleria Reykjavík
Aussie þurrsjampó: CVS, Walgreens o.fl.
Real Techniques förðunarburstar
Sonia Kashuk tvískipt sólarpúður #52: Target
Sonia Kashuk kinnalitur #03: Target
LaPrairie púður #Natural Beige: Saga Shop
Loréal Voluminous Butterfly maskari #Midnight Black: Kosmos.is
Sensai augabrúnapenni #01: Fríhöfnin
Maybelline Brow Drama: Keypt í UK
KIKO augnskuggi #139: Keypt í UK (nota örlítið í augnkrók eða rétt undir augabrúnir)
KIKO varalitur í svörtum umbúðum #803 (þessir tveir varalitir eru í uppáhaldi – gefa örlítinn lit en ekki áberandi)
KIKO varalitur í silfur umbúðum #502
Neosporin: Keypt í USA. Frábært á sár (t.d. í nefi) eða þurra húð, er alltaf með þetta á mér.
Tannþráður og tannstönglar (ómissandi)
Milani naglalakk #16 mauving forward

karenlind

Langbestu hárteygjurnar

HÁR

Loksins fann ég aðrar glærar (og svartar) hárteygjur úr gúmmí. Ég hef mælt með glæru Goodies hárteygjunum í mörg ár, en fékk svo komment hér á Trendnet um að þær voru orðnar mjög lélegar. Ég hafði ekki hugmynd um að þær væru orðnar svona arfaslakar – en keypti mér þær aftur og þær eru satt að segja farnar úr hæsta mögulega gæðaflokki og beint í þann lægsta. Þær slitna strax, punktur.

Systir mín mælti með þessum hárteygjum frá SEPHORA. Þær eru frábærar, slitna ekki, slíta ekki hárið og eins er auðvelt að ná þeim úr hárinu. Ég er sannfærð um að þessar teygjur séu það frábærar að þið þurfið á þeim að halda.

Screen Shot 2015-10-21 at 8.37.46 AM Screen Shot 2015-10-21 at 8.37.59 AM Screen Shot 2015-10-21 at 8.38.06 AM

Þær virðast ekki vera til á síðunni sjálfri – skil það nú ekki alveg (samt til á amazon). Vonandi er það ekki fyrsta viðvörunarbjalla um að þær séu að hætta í framleiðslu. Það má ekki gerast! Þá er kannski best að fara ekki minimalísku leiðina, heldur kaupa þær í tugatali og safna í lager.

Fylgstu með mér á facebook með því að ýta á nafnið mitt..

karenlind

Saga Shop collection

HÁRHÚÐ

Það má segja að ég hafi ómeðvitað secretað þrennt af þessu sem sést á myndinni hér að neðan. Um morguninn hringdi ég í vinkonu mína og átti létt spjall við hana. Við töluðum meðal annars um Algae maskann frá Bláa Lóninu og að ég yrði að eignast hann. Andlitið á mér þarf nauðsynlega á einhverju hressandi að halda.. ég ætlaði að fara kaupa hann á fimmtudaginn næstkomandi. Eins skoðaði ég ummæli um Tangle Teezer einhverjum dögum áður og leist vel á. Svo sá ég umfjöllun um Augnablik augnkremið frá EGF hjá Ernu Hrund. Augnablik kælir húðina og dregur úr þrota. Ef einhver þarf á því að halda þá er það ég… það geta allir tekið undir sem hitta mig á morgnana. Ég átta mig ekki á því hvað er að gerast, en svei mér þá.. ætli þetta sé ekki bara aldurinn?

Síðar um daginn mundi ég eftir því að ég ætti gjafapoka frá Saga Shop sem biði mín á þjónustuborði Icelandair… ég var svo alsæl þegar ég sá hvað var í pokanum.

Screen Shot 2014-09-09 at 8.50.00 AM
Gjafapokinn innihélt Algae maskann frá Bláa Lóninu, Augnablik frá EGF, varasalvann frábæra frá Bláa Lóninu, ótrúlega flott armband frá 4949 og Tangle Teezer bursta. Ég hef aldrei notað Algae maskann að staðaldri, heldur aðeins fengið prufu. Hann er ekta fyrir mig. Þessi ferska og náttúrulega lykt lætur mér líða svo hreinni og endurnærðri í framan. Vinkona mín notar hann mikið og gefur honum sín bestu meðmæli og þess má geta að mig langaði bara í hann því hún hafði dásamað hann í langan tíma (ásamt fótakreminu frá Bláa Lóninu). Tangle Teezer seljast eins og heitar lummur um borð. Mömmurnar sem kaupa hann segjast ekki geta greitt dóttur sinni öðruvísi en með þessum bursta.

Nú er bara að nýta frídaginn í að prófa maskann.. skella á sig augnkremi, greiða sér án vandræða.. maka á sig varasalva og fara út í daginn með fallegt armband frá 4949. Ég segi ykkur svo frá því hvernig mér lýst á vörurnar.

karenlind

Hárið

HÁR

Nú eru liðnar sjö vikur síðan ég klippti ca. 15 cm. af hárinu. Skyndiákvörðunin dreif mig áfram og ég hugsaði lítið til afleiðinganna. Hárið leit út eins og þráðbeinn þvertoppur á lítilli og saklausri leikskólatelpu.

Screen Shot 2014-05-11 at 6.51.47 PM

 Að ofan má sjá meistaraverkið. Ég hafði aðeins hrisst upp í hárinu þegar ég tók myndina bara svona til að láta hárið líta aðeins betur út.  En eins og dæma má af myndinni yrði ég ekki gjaldgeng í nokkurn einasta hárgreiðsluskóla í heimi. Til að kóróna herlegheitin byrjaði ég á því að gera styttur öðru megin en fattaði svo að sá verknaður myndi enda með tárum og ekka. En hvað hefur gerst síðan 20. mars, eða þann dag sem ég réðst á hárið? Ekkert, ég er ennþá með sjálfklippta hárið. Planið var vissulega að rjúka í klippingu en svo hugsaði ég með mér að næstu tveir mánuðir myndu einkennast af mjög svo ófélagslegu tímabili og því væri óþarfi að hafa það eitthvað fínt. Um leið og ég sannfærði mig um að sleppa því að laga hárið fæddist annað áhyggjuefni.. hvað væri nú að gerast með mig, ég væri orðin alltof afslöppuð með allt saman. Nú væri alveg eins hægt að versla gúmmítúttur, flíspeysu og leggings og gerast atvinnubarnalandsmamma.

2014-Khloe-Kardashian-Hairstyles-Center-Part-Hairstyle-for-Long-Hair

Ég hafði fullmikla trú á sjálfri mér þennan dag, 20. mars. Ég ætlaði að klippa mig svona, eins og þessi mynd af Khloe sýnir. Í dag hrissti ég hausinn yfir sjálfri mér og óútskýrðri bjartsýni. Bæði hægri og vinstra heilahvel fyllast af spurningamerkjum. Já, mér er spurn! Hvernig datt mér í hug að ég gæti þetta. Næsta verkefni er að hringja í einhvern færan hárgreiðslumann og biðja hann um að sjæna mig til!

En er þessi klipping ekki annars málið, þ.e.a.s ef hún er unnin af fagmanni? :)

karenlind

Náttúrulegt útlit

FÖRÐUNARVÖRURHÁR

Ó, ég elska svona náttúrulegt útlit! Ég sá þessa mynd á instagram og langaði að deila henni með ykkur.

Svo virðist vera sem hár stúlkunnar sé að mestu leyti ólitað og sama má segja um augabrúnirnar.

natturulegt

Ég er voðalega hrifin af svona náttúrulegu útliti. Ég var einmitt að ræða það við vinkonur mínar hvað ég sæi eftir því að hafa byrjað að plokka á mér augabrúnirnar. Ég var með plokkaðar augabrúnir frá því ég var í 9. bekk og ef það er eitthvað eitt sem ég gæti breytt, þá væri það að hafa aldrei byrjað að plokka mig.

Núna hef ég ekki plokkað mig í næstum ár en því miður vaxa flest hárin ekki aftur. Mér finnst það svo hrikalega leiðinlegt. Er einhver í sömu vandræðum?

En þetta look er “my inspiration” – svo fallegt og látlaust.

karenlind

Nýtt ár – Nýtt hár

HÁR

Ég er ofsalega vanaföst manneskja og það sést til dæmis á hárinu á mér. Sama hársíddin í þúsund ár. Spennandi?

Ég hreinlega verð að breyta til! Ég breytti eilítið til í desember og klippti slatta af því og setti ljósar strípur í endana. Fyrir utan þessar nokkru strípur í endana hefur hárið á mér verið ólitað síðan 2008.. það er einn mesti lúxus sem ég hef kynnst (og þvílíkt sparnaðarráð). 

Planið er að breyta til með vorinu.. það er ennþá svo grátt og hálfmyglulegt úti, og ég fer í mesta lagi í ræktina eða á bókasafnið.. en ég held að það sé málið að klippa vel af hárinu, halda því ólituðu að mestu og gera eitthvað skemmtilegt við endana eins og sést á Kylie Jenner og Ciara. Svo er ég eitthvað spennt fyrir því að hafa það síðara að framan og vel tjásað eins og sést á Jessicu Alba.

ar har Screen Shot 2014-02-01 at 11.41.23 AM Screen Shot 2014-02-01 at 11.43.41 AM

Þetta verður erfitt… ég er eitthvað óeðlilega spes þegar kemur að hárinu mínu.. í fyrsta sinn var ég afslöppuð í klippingu þegar ég fór til Theodóru Mjallar í desember.. hún hafði einmitt orð á því og sagði að ég væri ein sú rólegasta sem hef komið í klippingu til hennar. Það væri yfirleitt þannig að stelpur/konur með sítt hár væru rosalega paranoid í stólnum ef einhverjar breytingar væru í aðsigi. Þetta er merki um að ég sé tilbúin fyrir breytingar, eftir ca. 12 ár með sítt hár.

karenlind