Loksins fann ég aðrar glærar (og svartar) hárteygjur úr gúmmí. Ég hef mælt með glæru Goodies hárteygjunum í mörg ár, en fékk svo komment hér á Trendnet um að þær voru orðnar mjög lélegar. Ég hafði ekki hugmynd um að þær væru orðnar svona arfaslakar – en keypti mér þær aftur og þær eru satt að segja farnar úr hæsta mögulega gæðaflokki og beint í þann lægsta. Þær slitna strax, punktur.
Systir mín mælti með þessum hárteygjum frá SEPHORA. Þær eru frábærar, slitna ekki, slíta ekki hárið og eins er auðvelt að ná þeim úr hárinu. Ég er sannfærð um að þessar teygjur séu það frábærar að þið þurfið á þeim að halda.
Þær virðast ekki vera til á síðunni sjálfri – skil það nú ekki alveg (samt til á amazon). Vonandi er það ekki fyrsta viðvörunarbjalla um að þær séu að hætta í framleiðslu. Það má ekki gerast! Þá er kannski best að fara ekki minimalísku leiðina, heldur kaupa þær í tugatali og safna í lager.
Skrifa Innlegg