fbpx

Hárið

HÁR

Nú eru liðnar sjö vikur síðan ég klippti ca. 15 cm. af hárinu. Skyndiákvörðunin dreif mig áfram og ég hugsaði lítið til afleiðinganna. Hárið leit út eins og þráðbeinn þvertoppur á lítilli og saklausri leikskólatelpu.

Screen Shot 2014-05-11 at 6.51.47 PM

 Að ofan má sjá meistaraverkið. Ég hafði aðeins hrisst upp í hárinu þegar ég tók myndina bara svona til að láta hárið líta aðeins betur út.  En eins og dæma má af myndinni yrði ég ekki gjaldgeng í nokkurn einasta hárgreiðsluskóla í heimi. Til að kóróna herlegheitin byrjaði ég á því að gera styttur öðru megin en fattaði svo að sá verknaður myndi enda með tárum og ekka. En hvað hefur gerst síðan 20. mars, eða þann dag sem ég réðst á hárið? Ekkert, ég er ennþá með sjálfklippta hárið. Planið var vissulega að rjúka í klippingu en svo hugsaði ég með mér að næstu tveir mánuðir myndu einkennast af mjög svo ófélagslegu tímabili og því væri óþarfi að hafa það eitthvað fínt. Um leið og ég sannfærði mig um að sleppa því að laga hárið fæddist annað áhyggjuefni.. hvað væri nú að gerast með mig, ég væri orðin alltof afslöppuð með allt saman. Nú væri alveg eins hægt að versla gúmmítúttur, flíspeysu og leggings og gerast atvinnubarnalandsmamma.

2014-Khloe-Kardashian-Hairstyles-Center-Part-Hairstyle-for-Long-Hair

Ég hafði fullmikla trú á sjálfri mér þennan dag, 20. mars. Ég ætlaði að klippa mig svona, eins og þessi mynd af Khloe sýnir. Í dag hrissti ég hausinn yfir sjálfri mér og óútskýrðri bjartsýni. Bæði hægri og vinstra heilahvel fyllast af spurningamerkjum. Já, mér er spurn! Hvernig datt mér í hug að ég gæti þetta. Næsta verkefni er að hringja í einhvern færan hárgreiðslumann og biðja hann um að sjæna mig til!

En er þessi klipping ekki annars málið, þ.e.a.s ef hún er unnin af fagmanni? :)

karenlind

Kaflaskil

Skrifa Innlegg