Ó, ég elska svona náttúrulegt útlit! Ég sá þessa mynd á instagram og langaði að deila henni með ykkur.
Svo virðist vera sem hár stúlkunnar sé að mestu leyti ólitað og sama má segja um augabrúnirnar.
Ég er voðalega hrifin af svona náttúrulegu útliti. Ég var einmitt að ræða það við vinkonur mínar hvað ég sæi eftir því að hafa byrjað að plokka á mér augabrúnirnar. Ég var með plokkaðar augabrúnir frá því ég var í 9. bekk og ef það er eitthvað eitt sem ég gæti breytt, þá væri það að hafa aldrei byrjað að plokka mig.
Núna hef ég ekki plokkað mig í næstum ár en því miður vaxa flest hárin ekki aftur. Mér finnst það svo hrikalega leiðinlegt. Er einhver í sömu vandræðum?
En þetta look er “my inspiration” – svo fallegt og látlaust.
Skrifa Innlegg