fbpx

Náttúrulegt útlit

FÖRÐUNARVÖRURHÁR

Ó, ég elska svona náttúrulegt útlit! Ég sá þessa mynd á instagram og langaði að deila henni með ykkur.

Svo virðist vera sem hár stúlkunnar sé að mestu leyti ólitað og sama má segja um augabrúnirnar.

natturulegt

Ég er voðalega hrifin af svona náttúrulegu útliti. Ég var einmitt að ræða það við vinkonur mínar hvað ég sæi eftir því að hafa byrjað að plokka á mér augabrúnirnar. Ég var með plokkaðar augabrúnir frá því ég var í 9. bekk og ef það er eitthvað eitt sem ég gæti breytt, þá væri það að hafa aldrei byrjað að plokka mig.

Núna hef ég ekki plokkað mig í næstum ár en því miður vaxa flest hárin ekki aftur. Mér finnst það svo hrikalega leiðinlegt. Er einhver í sömu vandræðum?

En þetta look er “my inspiration” – svo fallegt og látlaust.

karenlind

Uppáhalds: Mokka

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    2. March 2014

    Sammála…. ég sé mjög eftir því að hafa plokkað mínar nánast af í nokkur ár, þær vaxa ágætlega í dag en er þó alltaf í vandræðum með fremsta partinn á annarri þeirra, hárin bara vilja ekki koma!!

  2. Agata

    2. March 2014

    Þegar ég var svona 11 ára þá rakaði ég af helminginn af annarri augabrúninni bara í einhverju flippi og er enn að borga brúsann af því í dag haha. En annars vaxa mínar frekar frjálslega og ég væri eflaust eins og pabbinn í OC ef ég plokkaði mig aldrei.

  3. Anna María

    2. March 2014

    Ég hef mælt með því að bera laxerolíu á brúninar til að auka hárvöxtinn :) hef séð miklar breytingar hjá nokkrum skvísum hjá mér! Sofa með hana á brúnunum en bara passa að verja koddann með handklæði :)

    • Karen Lind

      2. March 2014

      Já, ég hef einmitt heyrt af því. Ég á enn eftir að prófa – stelpurnar í Make Up Store mæltu með þessu fyrir mig :-)

    • Bára

      2. March 2014

      Næs ! Ætla að testa þetta, mig vantar aðeins í vöxtinn fremst á mínum.

  4. Birna

    3. March 2014

    Getur líka prófað Nivea kremið í bláu dollunum. Það eykur hárvöxtinn áberandi mikið.

    • Karen Lind

      3. March 2014

      Noh, ok! Ætla að prófa laxerolíuna og svo jafnvel kremið :-) Takk!

  5. Kristin

    4. March 2014

    Eða verða óléttar, talað um að það auki hárvöxt í andliti.
    ég plokkaði minar brúnir fyrir 2 vikum og ég lít út eins og ég hafi ekki komist í plokkara í mánuð.

  6. Hrund

    4. March 2014

    Augabrúnatattoo er orðið rosalega raunverulegt í dag og konur á öllum aldri farnar að láta fylla í sínar eigin með svokallaðri hairstroke aðferð! Magnað hvað það er flott og náttúrulegt :)