Ég er ofsalega vanaföst manneskja og það sést til dæmis á hárinu á mér. Sama hársíddin í þúsund ár. Spennandi?
Ég hreinlega verð að breyta til! Ég breytti eilítið til í desember og klippti slatta af því og setti ljósar strípur í endana. Fyrir utan þessar nokkru strípur í endana hefur hárið á mér verið ólitað síðan 2008.. það er einn mesti lúxus sem ég hef kynnst (og þvílíkt sparnaðarráð).
Planið er að breyta til með vorinu.. það er ennþá svo grátt og hálfmyglulegt úti, og ég fer í mesta lagi í ræktina eða á bókasafnið.. en ég held að það sé málið að klippa vel af hárinu, halda því ólituðu að mestu og gera eitthvað skemmtilegt við endana eins og sést á Kylie Jenner og Ciara. Svo er ég eitthvað spennt fyrir því að hafa það síðara að framan og vel tjásað eins og sést á Jessicu Alba.
Þetta verður erfitt… ég er eitthvað óeðlilega spes þegar kemur að hárinu mínu.. í fyrsta sinn var ég afslöppuð í klippingu þegar ég fór til Theodóru Mjallar í desember.. hún hafði einmitt orð á því og sagði að ég væri ein sú rólegasta sem hef komið í klippingu til hennar. Það væri yfirleitt þannig að stelpur/konur með sítt hár væru rosalega paranoid í stólnum ef einhverjar breytingar væru í aðsigi. Þetta er merki um að ég sé tilbúin fyrir breytingar, eftir ca. 12 ár með sítt hár.
Skrifa Innlegg