fbpx

Nýtt ár – Nýtt hár

HÁR

Ég er ofsalega vanaföst manneskja og það sést til dæmis á hárinu á mér. Sama hársíddin í þúsund ár. Spennandi?

Ég hreinlega verð að breyta til! Ég breytti eilítið til í desember og klippti slatta af því og setti ljósar strípur í endana. Fyrir utan þessar nokkru strípur í endana hefur hárið á mér verið ólitað síðan 2008.. það er einn mesti lúxus sem ég hef kynnst (og þvílíkt sparnaðarráð). 

Planið er að breyta til með vorinu.. það er ennþá svo grátt og hálfmyglulegt úti, og ég fer í mesta lagi í ræktina eða á bókasafnið.. en ég held að það sé málið að klippa vel af hárinu, halda því ólituðu að mestu og gera eitthvað skemmtilegt við endana eins og sést á Kylie Jenner og Ciara. Svo er ég eitthvað spennt fyrir því að hafa það síðara að framan og vel tjásað eins og sést á Jessicu Alba.

ar har Screen Shot 2014-02-01 at 11.41.23 AM Screen Shot 2014-02-01 at 11.43.41 AM

Þetta verður erfitt… ég er eitthvað óeðlilega spes þegar kemur að hárinu mínu.. í fyrsta sinn var ég afslöppuð í klippingu þegar ég fór til Theodóru Mjallar í desember.. hún hafði einmitt orð á því og sagði að ég væri ein sú rólegasta sem hef komið í klippingu til hennar. Það væri yfirleitt þannig að stelpur/konur með sítt hár væru rosalega paranoid í stólnum ef einhverjar breytingar væru í aðsigi. Þetta er merki um að ég sé tilbúin fyrir breytingar, eftir ca. 12 ár með sítt hár.

karenlind

D-vítamín í fljótandi formi

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. Svart á Hvítu

  1. February 2014

  Ég er hrikaleg þegar kemur að þessu… má rétt taka einn og einn sentímetra! En samt með sjúklega boring hár:)
  Do it!

 2. Ingveldur

  1. February 2014

  Go for it laxý!! Það var lúxus þegar ég klippti mitt stutt 2011 og æðislegt að breyta til. Þetta fax okkar vex aftur :)

 3. Pattra S.

  1. February 2014

  Ég er nákvæmlega eins þar til Theodóra snilli komst í hárið mitt og það var svo hrikalega frelsandi.
  Það var alls ekki óvsipað og hjá vinkonu okkar Ciara og díí hvað ég var ánægð!!
  Það er líka orðið óhemju sítt aftur eftir minna en ár, þannig að GO FOR IT -Þetta blessaða hár vex nefnilega aftur.

 4. elsa

  1. February 2014

  ég var einmitt búin að vera með fáranlega sítt hár mjög lengi! mátti aldrei klippa nema smá af því.. en það var orðið svo sítt og dautt(flatt og leiðinlegt einhvernmeginn) þannig að ég klippti það mikið styttra.. allt annað líf ! það verður svo heilbrigt og þæginlegt.. hef verið að sannfæra mig með því að fallegt hár er ekki það sama og sítt hár! þetta vex aftur.. go for it ! :)

 5. Linda

  1. February 2014

  Vá hvað ég er sammála þér Karen! Ég er eins með hárið á mér en langar samt svoooooo mikið til að breyta til … ég mun láta verða að því einn daginn!

 6. Heiða Birna

  2. February 2014

  Ok Ciöru hárið nema aðeins síðara… DO IT!!!

 7. B

  2. February 2014

  ekki væruð þið til í að grafa aðeins ofan í klippingu fyrir okkur strákana líka.. ég þarf á ykkar aðstoð að halda..

  kv. tískuslys

 8. Anna María

  2. February 2014

  þú ert alltaf gullfalleg elsku karen mín :) flottar klippingar sem myndu klárlega fara þér mín kæra!

 9. Lilja

  3. February 2014

  Var að klippa mitt rúmlega axlarsítt eftir 12 ár af síðu (alltaf eins, líka ólitað) hári og þvílíkur léttir!