fbpx

Saga Shop collection

HÁRHÚÐ

Það má segja að ég hafi ómeðvitað secretað þrennt af þessu sem sést á myndinni hér að neðan. Um morguninn hringdi ég í vinkonu mína og átti létt spjall við hana. Við töluðum meðal annars um Algae maskann frá Bláa Lóninu og að ég yrði að eignast hann. Andlitið á mér þarf nauðsynlega á einhverju hressandi að halda.. ég ætlaði að fara kaupa hann á fimmtudaginn næstkomandi. Eins skoðaði ég ummæli um Tangle Teezer einhverjum dögum áður og leist vel á. Svo sá ég umfjöllun um Augnablik augnkremið frá EGF hjá Ernu Hrund. Augnablik kælir húðina og dregur úr þrota. Ef einhver þarf á því að halda þá er það ég… það geta allir tekið undir sem hitta mig á morgnana. Ég átta mig ekki á því hvað er að gerast, en svei mér þá.. ætli þetta sé ekki bara aldurinn?

Síðar um daginn mundi ég eftir því að ég ætti gjafapoka frá Saga Shop sem biði mín á þjónustuborði Icelandair… ég var svo alsæl þegar ég sá hvað var í pokanum.

Screen Shot 2014-09-09 at 8.50.00 AM
Gjafapokinn innihélt Algae maskann frá Bláa Lóninu, Augnablik frá EGF, varasalvann frábæra frá Bláa Lóninu, ótrúlega flott armband frá 4949 og Tangle Teezer bursta. Ég hef aldrei notað Algae maskann að staðaldri, heldur aðeins fengið prufu. Hann er ekta fyrir mig. Þessi ferska og náttúrulega lykt lætur mér líða svo hreinni og endurnærðri í framan. Vinkona mín notar hann mikið og gefur honum sín bestu meðmæli og þess má geta að mig langaði bara í hann því hún hafði dásamað hann í langan tíma (ásamt fótakreminu frá Bláa Lóninu). Tangle Teezer seljast eins og heitar lummur um borð. Mömmurnar sem kaupa hann segjast ekki geta greitt dóttur sinni öðruvísi en með þessum bursta.

Nú er bara að nýta frídaginn í að prófa maskann.. skella á sig augnkremi, greiða sér án vandræða.. maka á sig varasalva og fara út í daginn með fallegt armband frá 4949. Ég segi ykkur svo frá því hvernig mér lýst á vörurnar.

karenlind

@stylerunner

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Alda

    10. September 2014

    Ég verð alltaf svo ægilega ánægð þegar ég sé færslu frá þér. Svo skemmtileg og hreinskilin :)