… lífið

PERSÓNULEGT

Við litla fjölskyldan fórum í smá sumarfrí til Barcelona um miðjan ágústmánuð. Við vorum í viku en sökum ótrúlega óhentugs brottfarartíma frá hvorum áfangastað voru þetta eiginlega fimm dagar. Enn og aftur staðfestir fríið fyrir mér hve mikilvægt það er að ferðast og sjá heiminn. Snædís þroskaðist um 15 ár og varð þar með 16 ára eftir þessa stuttu viku.

Við vorum í Sitges en valið stóð milli þess að vera þar eða í Barcelona. Allan daginn myndi ég aftur velja Sitges fyrir sumarfrí, en Barcelona fyrir helgarferð með Davíð eða vinum.

Ég pakkaði svo ótrúlega litlu fyrir Snædísi, enda var planið að fara til Barcelona og versla á hana. Þann 15. ágúst fórum við til Barcelona, algjörlega glórulaus um hvað myndi taka á móti okkur. Tóm borg. Allt lokað.. já já, auðvitað var þjóðhátíðardagur. Hversu mikið ég?

Jæja, allt í lagi þá.. þá verður Snædís bara í sömu flíkunum og ég þríf þau í vasknum. Svo var planið að fara að morgni 17. ágúst aftur niður í borg en við sváfum aðeins of lengi og hættum því við. Gæfan fylgdi okkur þann daginn, en eins og flestir vita varð Barcelona borg fyrir hryðjuverkaárás síðar um daginn.

Allt í góðu.. við verðum bara í þessum tveimur dressum sem við tókum með.

En talandi um rútínu. Snædís hefur verið ótrúlega mikið draumabarn frá fæðingu. Ekkert vesen. Aldrei grátur. Sefur vel. Dundar sér sjálf og þarf nánast ekki að láta halda á sér. Ég vil enga glansmynd af barninu en hún er búin að vera of auðveld… TIL ÞESSA!

Hún var svo dekruð í ferðinni, svaf á milli okkar og fleira, að hún breyttist í smá “svín” þegar hún kom heim. Skríðandi á eftir mér um allt kallandi “mamma” með vælutón.. og eina sem hún vildi var að ég héldi á sér. Öll rútína farin en ég fór strax í að “af-sumarfría” barnið og þetta er svona að komast í lag.

Annars tókum við svo fáar myndir enda önnum kafin við annað. Snædís nennir alveg myndatökum en Davíð er bara “Karen, ertu að grínast, ég er búin að taka 15 myndir.. þetta er komið gott” – og þar með er ég þannig séð hætt að nenna að rukka um myndatöku (“.).

Fyrsta utanlandsferðin

PERSÓNULEGT

Við fórum til Oslóar í heimsókn til bróður míns og kærustu.

En já, hvað erum við að tala um.. þvílík breyting sem það er að ferðast með barn. Hvernig er þetta fræðilega mögulegt með tvö börn? Á svipuðum aldri…? Tvíbura? Hvað þá þrjú? Við eigum hins vegar mjög rólega og fyrirferðarlitla dúllu. Hún hefur verið þannig frá því hún fæddist, það er aldrei neitt að.. hún bara brosir.. og er ánægð hvar sem hún er. Vonandi verð ég svona heppin með næsta barn. Þrátt fyrir að hún hafi verið hin rólegasta hvora leið yfir hafið, þá er bara svo mikið sem bætist við.. þetta er allavega mun meiri pakki en ég áttaði mig á. Til að mynda skildi ég ekki alveg hvað systir mín átti við með að vera stressuð fyrir ferð til Florida, ein með fjóra strákana sína. Þetta var áður en ég eignaðist hana.. Tjah, ég skil það bara mjög vel núna (“.).

Osló var æðisleg. Ég ætlaði sko að kaupa mér föt. Nú? Því ég á einn og hálfan bol og hörmulegar buxur. En ég fann ekkert.. svo er bara frekar þreytt að hanga í búðum með barn. Mömmuviskubitið er á öxlinni og segir mér bara að fara dúllast með hana. Fötin eru aukaatriði. Svo ég kom heim með ekkert, nema föt & fylgihluti fyrir hana og eitthvað fyrir heimilið. Fyrir utan þessar ástæður þá finnst mér ekki gaman að hanga í búðum með tónlist sem yfirgnæfir allt.

Æ, hún er svo mikið krútt. Hvernig er hægt að elska einhvern svona mikið. Buxurnar sem hún er í keypti ég í búð sem heitir Cubus (Cubus.com). Þær eru svo sætar. Með slaufu á rassinum. Barnafötin þar eru æðisleg – eða mest megnið af þeim :)

Ég bráðna.. Snædís Lind með slaufu í fyrsta sinn. Hversu krúttlegt!

Elísa og Snædís

Veit ekki alveg hvað er málið með Samsung myndavélina, hún blörrar burt allar línur ef flash-ið er ekki á.. en sjá þessa krúttu. Sokkarnir vel girtir, annars er þeim sparkað af.. haha.

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við vorum fimm vinkonurnar sem eyddum nokkrum dögum í Mílanó hjá Berglindi vinkonu okkar í júlímánuði síðastliðnum. Ég er svo heilluð af Ítalíu að ég hef verið með vott af Ítalíuþrá síðan ég kom heim. Þessi ferð var nú mest megnis afslöppun og sem betur fer var lítið um búðarráp. Mér finnst einstaklega leiðinlegt að hanga í búðum og ég reyni því að forðast það eins og heitan eldinn. Í staðinn sátum við á skemmtilegum veitingastöðum eða börum og pöntuðum okkur drykki og fengum aperitivo með, eins konar snarl sem fylgir drykkjum eftir kl. 16 – 17 á daginn. Hrikalega gott og mjög skemmtileg menning.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.18 AM

Aperitivo.. djúpsteikt basílika ásamt djúpsteikum mozzarella, salami sneiðum, sveppum, hvítlauksbrauði með hráskinku og ferskri mozzarella kúlu.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.34 AM
Rölt milli staða í Mílanó.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.02 AM

Rooftop bar.. Dómkirkjan í augnsýn.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.16 AM

Borðið hlaðið af alls konar djúsí mat..

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.31 AM
Eyddum einum deginum í sundlaugagarði. Ótrúlega hreinlegt og notalegt. Nauðsynlegt er að fara í laugina með sundhettu, annars er maður rekinn upp úr. Eina sem var á boðstólnum var hollt.. ávextir, ferskir safar, bankabygg, salöt og fleira. Skemmtileg tilbreyting frá Bandaríkjunum.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.55 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.06 AM

Pasta og pizzur.. hvað er betra?

Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.16 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.39 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.49 AM

Smakkaði loksins þessar Ladurée makrónur sem allir pósta á Instagram. Ég var pakksödd og keypti því bara eina (mikið meira en nóg, svo sæt). En hrikalega var hún góð!

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.02 AM

Búnar á því eftir langa og skemmtilega daga.. pöntuðum pizzu í stað þess að fara út að borða. Hárrétt ákvörðun.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.12 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.48 AMScreen Shot 2016-08-14 at 11.46.24 AM

Fallegt gólfið í Galleria Vittorio Emanuele. Byggingarnar eru sömuleiðis æðislegar. Það er allt svo heillandi og rómantískt. Ekki svo skrítið að Ítalíuþráin elti og hrjái mann.

Næst síðasta daginn löbbuðum við yfir okkur, sérstaklega ég með kúluna út í loftið… og við tók bjúgur aldarinnar á fótunum. Cankles, ofsoðnar SS partýpylsur og alls konar vesen.

Annars fer að koma að annarri framkvæmdafærslu. Það fer að síga á seinnihlutann í þeim… þið eruð eflaust farin að halda að við séum hætt við að flytja inn en þetta tekur bara heeelvíti langan tíma þegar einn herramaður stendur í þessu öllu saman. Smáhlutirnir virðast endalausir… og við erum bæði gædd þeim ókosti – sem er þó vissulega kostur – að vera hrikalega smámunasöm. Ég rýni í allt með smásjá og því er þetta að taka kannski aðeins meiri tíma sömuleiðis.

Ég set stundum inn á snapchatið mitt alls konar pælingar frá framkvæmdunum og öðru.. ykkur er velkomið að fylgjast með ef ykkur langar… plain basic snapchat notendanafn: karenlind

karenlind

.. sumartrít

PERSÓNULEGT

Við Trendnet hópurinn hittumst í gær á Skuggi Italian Bistro en þeir buðu okkur í mat. Ótrúlega gaman að hittast – en það er ansi langt síðan svo margir komust. Mig langar sérstaklega að mæla með pasta réttinum sem ég fékk mér, Tígrisrækju Linguini en í honum er hvítvín, humarsoð, nóg af tígrisrækjum og stökkur hvítlauksbrauðs mulningur sem bókstafslega toppaði réttinn. Einn besti pastaréttur sem ég hef smakkað á Íslandi.

Annars hitti ég nýju bloggarana okkar Jennifer Berg og Steinunni Eddu í gær.. ofsalega indælar stelpur sem var gaman að kynnast. Mér finnst alltaf gaman að kynnast nýju fólki og styrkja tengslanetið – þær eru frábær viðbót við Trendnet hópinn. Annars eru þrjár úr hópnum á leið til Frakklands á næstu dögum til að horfa á EM. Verða þær ekki að leyfa okkur að fylgjast með í gegnum Trendnet?

13384688_10209502451620406_470678057_n

Er ég sú eina sem drekk þrefaldan vodka með rauðvíni?

13393211_10209502451780410_1339306921_n

Pattra og Andrea

13401315_10209502451820411_1456526001_n

Hildur, Jennifer og Steinunn

13382081_10209503062835686_266174432_n

Screen Shot 2016-06-08 at 12.02.02 PM

The perfect dish.. tígrisrækju Linguini. Ég er ostakerling dauðans og fékk því að smakka Four Cheeses pizzuna hjá stelpunum.. sú rann ljúft niður. Mark my words, þetta er gott.

karenlind

Árið 2015

PERSÓNULEGT

Eitt annað árið liðið og ég svo heppin að fá að vera enn hér. Engin áföll en þó missti ég kærkomna frænku nú undir lok árs. Annars gaf árið 2015 mér þroska, þroska sem ég hefði óskað að ég hafði haft tvítug. En það er víst ekki hægt að biðja um það og eflaust þarf hver og einn að ganga þennan þroskaveg í lífinu. En mikið hefði verið frábært að átta sig á mörgu þegar maður var yngri.

Það var ýmislegt sem var öðruvísi hjá mér þetta árið, ég til dæmis drakk ekki áfengi allt árið 2015. Það var vægast sagt frábært og ég mæli alveg sérstaklega með því. Þetta var svo sem ekkert sem ég ákvað en mánuðirnir bara liðu og allt í einu eru 17 mánuðir liðnir. Eins var ég alveg sérstaklega löt hvað varðar ræktina, mataræði og allt sem viðkemur hreyfingu. Ég hreyfði mig þó reglulega en sleppti öllum öfgum og varð bara frekar löt og mjúk fyrir vikið, haha. Það varð mér bara nokkuð ljóst að ég yrði að taka mér pásu frá þessu öllu saman, því ég var alveg komin með nóg. Að taka sér pásu er betri kostur í stað þess að fara þvingaður og áhugalaus. Nokkur aukakíló bættust á mig og það er bara frábært. Eins breytti ég kaupvenjum mínum, ég ákvað að kaupa vandaðri flíkur. Ótrúlegt en satt, þá sé ég mikinn mun á eyðslunni þrátt fyrir að kaupa dýrari flíkur. Þær endast lengur sem leiðir til minni peningasóunar, og svo er auðvitað umhverfisvænna að kaupa ekki hluti og flíkur í massavís. Ég var einstaklega iðin við það fyrir nokkrum árum. Ég átti bara allt af öllu. Nú þykir mér ekkert að því að vanta helling af hlutum. Þeir koma bara síðar, ef þeir koma.

Hér eru nokkrar myndir frá árinu sem leið.

IMG_1441

Ár síðan, áramótin 2014/15.

IMG_1467
Man Magasín

IMG_1556

Fjórar vinkvenna minna eignuðust barn.. fjögur stúlkubörn eru mætt í hópinn, takk fyrir.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.14.42 PM
Prófaði Dermapen meðferð & skrifaði um það hér á Trendnet. Ég verð að fara aftur, frábær meðferð.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.15.31 PM
Smá back to the future.. Karen Svali

Screen Shot 2016-01-04 at 9.17.34 PM
Fór til Reading að heimsækja bróður minn. Hér er yndislega mágkona mín, Elísa, og mamma.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.18.54 PM
Lenti aldeilis illa í því á Ebay, hélt ég væri að kaupa mér ekta trefil en fékk að sjálfsögðu eftirlíkingu. Þó var erfitt að spotta muninn en sem betur fer átti vinkona mín ekta trefil sem gerði mér kleift að bera þá saman. Eftirlíkingin var augljós þegar þeir lágu hlið við hlið. Fékk næstum hjartaáfall því ég rétt náði að endurheimta peninginn, það munaði ekki miklu að ég tapaði hárri upphæð fyrir akkurat ekkert. Erna Hrund á Trendnet hjálpaði mér að fá endurgreitt, greinilega þaulvanur ebay-ari!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.20.01 PM

Fór til grasalæknis og var ráðlagt að borða m.a. eldbakað grænmeti til að örva meltinguna. Á morgun á ég hins vegar tíma hjá meltingarlækni, ég er alltaf í basli.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.20.11 PM
Keypti æðislegan leðurjakka sem ég nota næstum alla daga.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.20.35 PM
Bjó að ég held til einn smoothie á árinu, og tók mynd af honum. Ég fékk algjört ógeð af smoothies!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.21.33 PM
Fór í endalausar barnasturtur!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.31.23 PM
Selfie í verstu gæðunum á menningarnótt

Screen Shot 2016-01-04 at 9.31.51 PM
Miðbær Reading
Screen Shot 2016-01-04 at 9.32.01 PM Screen Shot 2016-01-04 at 9.32.35 PM
NYC á citibike

IMG_7698

Fatavalið útpælt í Gljúfrabúa

Borðaði nóg af pizzu á árinu. Pizzan til hægri, púff, sú olli mér vonbrigðum. Ég skilaði henni auðvitað og spurði starfsfólkið hvort ég hefði fengið sýningareintak. Annars er hin pizzan frá pizzastaðnum sem heitir ekkert, á Hverfisgötu. Hún var rosaleg & minnir mig á það eitt að ég þarf að drífa mig þangað aftur!

IMG_7763

Fór í ferðalag um Ísland. Í sumar verður það endurtekið. Annars fær þessi að vera með út af undirhökunni.. hún kemur ef maður stillir sér ekki rétt upp.

IMG_2744

Dúllaðist í þessum glerboxum sem ég er hæstánægð með í dag. Við erum byrjuð á öðru mjög svo skemmtilegu DIY verkefni sem ég sýni ykkur bráðlega.

Fann Real Techniques bursta á 50% afslætti. Þessir burstar eru æði!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.33.44 PM
Sætasta frænka mín, Ragnhildur Lilja

Screen Shot 2016-01-04 at 9.36.00 PM
Var í jólabók Hús & Híbýli

Screen Shot 2016-01-04 at 9.38.00 PM
Hitti móðursystur mína í Florida

Screen Shot 2016-01-04 at 9.39.14 PM
Fór til Boston með vinkonu minni… mig hefur lengi langað til að prófa þessa “bíla” í Target. Þar sem hún var hölt og mér illt í maganum var tekin ákvörðun um að vera á þessum allan tímann. Sé ekki eftir því, enda hlóum við út í eitt! Ég vissi alltaf hvar vinkona mín var í búðinni því það heyrðist svo vel í bílnum, sérstaklega þegar hún var að bakka.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.05.42 PM

Sólsetur á Clearwater Florida

Stundum dettur Skectha Katie í gang. Þá tek ég upp nokkra sketcha á Snapchat og sendi á vini og vandamenn. Þeir hafa verið nokkrið árið 2015. Nú síðast tók ég Eróbikk Katie á þetta, snapchat vinum mínum til mikillar gleði… eða sumum. Ég er með nokkra vini sem þekkja mig ekki alveg nógu vel og þeir skilja eflaust ekkert í þessu, en þeir sem hafa þekkt mig lengi vita að þetta er bara normið.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.39.26 PM
Boston. Komst að því að besta verslunarráðið er að vera með bakpoka í stað veskis. Carry-on taskan hefur alltaf verið með, en bakpoki er eitthvað nýtt fyrir mér.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.39.45 PM
Hvaða koll skal velja? Eftir sex ára bið, þá fann ég loksins kollinn sem mig virkilega langaði í. Kollarnir eru svo misjafnir og enginn þeirra hefur heillað mig til þessa.. en það er eins gott að vera alveg viss þegar splæst er í mublu sem getur verið svo ólík í útliti.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.40.19 PM
Eignaðist A2 hátalara frá Bang & Olufsen. Ég leyfi orðum kærasta míns að duga sem endurgjöf “Karen, ég er ástfanginn af þessum hátalara”. Þvílík bjútíbomba fyrir augað og eyrað – enda 360° hljóð frá þessum.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.41.36 PM

Jólapeysujól þessi jólin. Mikill léttir, finnst fátt meira óþarfi en að kaupa jóla- og áramótaföt. Vonandi höldum við þessari hefð bara áfram, náttfatajól hljómar líka vel.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.05.21 PM

Heimsótti frænkur mínar til Florida.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.14.55 PM
Lax á Cocoa Beach

Screen Shot 2016-01-04 at 11.07.35 PM
Lentum í ævintýrum upp í bústað.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.42.53 PM
Munum dagbókin kom til mín eftir að ég hafði secretað hina fullkomnu dagbók. Svei mér þá, mér líður örlítið eins og þessi bók sé að fara redda árinu 2016. Svo sá ég að hún er UPPSELD, í gráu.. og það eru aðeins fáein eintök eftir af gulu.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.43.03 PM

Við keyptum okkur bæði úlpu á árinu. Ég hef sko verið mjög nýtin með mína 66°norður úlpu sem ég keypti 2007. Hún er ennþá frábær og verður því ekki seld. Aftur á móti er hún appelsínugul og ég frekar bundin í henni. Svo er nú annað, þessi nýja úlpa mín sem ber nafnið JÖKLA er vel síð yfir rassinn og það er sko aldeilis lúxus. Héðan í frá kaupi ég aldrei stutta úlpu fyrir veturinn á Íslandi. Davíð er í úlpu frá Canada Goose sem er líka ofsalega heitfeng og góð. Hanskarnir hans eru frá Timberland og eru úr sama efni og þessir týpísku Timberland skór. Þeir eru extra hlýir, mæli með þeim (fást t.d. hér). Fyrir áhugasama þá er húfan mín frá Soia & Kyo.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.05.10 PM

Hvern hefði grunað að kraginn af JÖKLA væri svona agalega fínn einn og sér. Ég notaði hann óspart yfir hátíðarnar við önnur dress.

.. svo sé ég að ég tók alltof fáar myndir á árinu 2015. Þær verða fleiri þetta árið!

karenlind

Vefverslun Krabbameinsfélagsins

HEIMILIÐ MITTPERSÓNULEGT

Ég sá fyrst þessa frábæru hugmynd hjá Elísabetu Gunnarsdóttur sambloggara mínum (hér). Vöruúrvalið á síðu Krabbameinsfélagsins kom mér á óvart og ég hvet landann til að kaupa jólagjafir sem og aðrar tilefnisgjafir af síðunni. Allur ágóði sölunnar rennur til Krabbameinsfélagsins. Við vinkonurnar höldum árlegan jólasaumaklúbb þar sem við skiptumst á gjöfum og ég var svo heppin að fá mína gjöf frá Krabbameinsfélaginu. Vinkona mín sá umfjöllun Elísabetar og svo minntist ég líka á hve sniðugt það væri ef við gæfum hvorri annarri af síðunni.

Screen Shot 2015-12-14 at 8.00.15 PM Screen Shot 2015-12-14 at 8.00.23 PM

Nú geymi ég Nespresso kaffihylkin í krukkunni. Ef þið eigið eftir að kaupa einhverjar gjafir kíkið endilega við á síðu Krabbameinsfélagsins.

karenlind

Jólabók Hús & Híbýli

DIYPERSÓNULEGT

Ég er í jólabók Hús & Híbýla þessi jólin. Hugmyndin var að föndra eins konar DIY. Til að hafa þetta sem hagstæðast og auðveldast langaði mig til að nýta það sem ég átti heima fyrir, en setja það í nýjan búning með því að skreyta í kringum það (stóri kertastjakinn, glerboxið, kúlan og hnetubrjótarnir). Eins langaði mig til að gera þetta aðeins öðruvísi, þó svo að það sé í sjálfu sér ekkert öðruvísi við þetta. Ég sá bara fyrir mér að ég yrði ein sem myndi velja þessa köldu liti. Upphaflega ætlaði ég að nota gamlar krukkur undan Yankee Candle kertunum en þegar ég sá þessa kertastjaka stóðst ég ekki mátið. Þeir eru svo krúttlega jólalegir og duga alveg einir og sér. Svo má líka nota þá allt árið um kring. Fyrst um sinn reyndi ég að skreyta þá með berjablöndu en útkoman var kjánaleg og yfirþyrmandi, svo ég ákvað bara að hafa kertin og láta það duga. Nokkurs konar frostrósaþema varð fyrir valinu og ég er hæstánægð með útkomuna. Frænka mín, Inga, tók myndirnar.

Screen Shot 2015-11-25 at 6.56.07 PM

IMG_6762

IMG_6784 (1)IMG_6712

Það er ýmislegt fallegt í blaðinu – nóg af hugmyndum fyrir þá sem eru hugmyndasnauðir þessi jólin. Mér þótti mjög gaman að fá að vera með í þessari jólabók, enda eiguleg og flott og mun eflaust fá að sitja í hillum fólks í mörg ár.

karenlind

Clearwater Beach

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Þá erum við komin heim eftir hreint út sagt æðislega ferð til Florida. Við eyddum heldur meira en við ætluðum okkur, þrátt fyrir næstum tómar ferðatöskur. Ég keypti mér gallabuxur og ekkert meira. Jú, reyndar saxaði ég aðeins af jólagjafalistanum. Eyðslan fór að mestu í óeðlilega óhollan mat. Ég horfði á mig bólgna út af eiturefnum. Ég meina það, þvílíkt rugl. Um leið og maður byrjar á vitleysunni, þá er eins og manni sé hent niður eina bröttustu rennibraut óhollustunnar og það er engin leið að stoppa né snúa við. Ég renndi mér svo sannarlega niður hina sannkölluðu rennibraut himnaríkis (eða helvítis, hvernig sem maður lítur á það) og borðaði t.d einn daginn Cracker Barrel í morgunmat, McFlurry stuttu síðar… McDonalds fljótlega eftir það, Cherry Coke á ströndinni, snakk og súkkulaði, Hooters í kvöldmat og Pringles rétt fyrir háttinn. Junk food lífernið truflaði mig ekki, mér fannst þetta bara nice. Eina sem gekk á afturfótunum hjá mér var meltingin en það er svo sem skiljanlegt, hvaða eðlilega þarmaflóra samþykkir þessa dúndur blöndu?

Clearwater Beach er staður sem ég heimsæki aftur. Ferðalög mín til Florida hafa alltaf verið ólík þessari ferð, ég hef haft það fyrir vana að fara til ömmu og móðurbróður míns. Núna vorum við hins vegar á hótelum og keyrðum um. Ég komst að því að ég mun aldrei gista aftur í Orlando. Í mesta lagi verður eytt deginum þar til að versla. Það er ósköp lítið þar til afþreyingar og umhverfið ekki heillandi.

Til að lýsa Clearwater Beach á sem einfaldastan hátt, þá er þetta örlítil strandareyja við Mexíkóflóann. Ströndin sjálf er um 4km að lengd. Umhverfið er svo tært og fallegt, aðeins ein gata teygir sig frá öðrum enda eyjunnar og yfir í hinn. Hliðargötur spretta svo út frá aðalgötunni og þar má sjá ótrúlega falleg hús eða krúttleg gistiheimili.

7f003e423661cb7239b7d23afb330b71

Ég tók þessa mynd úr flugvélinni minni. Heh, grín. En myndin sýnir svona nokkurn veginn hvernig þetta lítur út. Satt að segja sýnist mér myndin ekki vera af Clearwater Beach,  þetta er Sand Key, en sú eyja er við hliðina á Clearwater B.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.45.51 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.44 AM

Litlar bryggjur út frá húsunum.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.45.21 AM

Séð frá götunni.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.08 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.10.07 AM

Ljúf afslöppun

Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.57 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.43 AM Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.34 AM

Screen Shot 2015-11-12 at 11.09.23 AM

On a boat. Uppblásnum samt.. ekkert fancy.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.08.51 AM

Ótrúlegt sólarlag.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.08.35 AM Snapchat-8074845560491995677

Sólin farin og pastellitir sjá um eftirmálin.

Snapchat-3544062957610362295

Ofsalega fallegt. Sólarlagið gerist ekki mikið fallegra en á þessum stað.

Snapchat-419502360330867658

Snapchat-241437305730945421 Screen Shot 2015-11-12 at 10.48.04 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.56 AM 1 Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.46 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.38 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.30 AM
Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.01 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.46.54 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.44.47 AM

Hello my friend. Smá auka Oreo og þá er ég góð.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.44.05 AM Screen Shot 2015-11-12 at 10.43.42 AM

Steypa og malbik í morgunmat.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.43.28 AM

Svona eru sum hótelin þarna. Þetta er einum of krúttegur retro stíll.

Screen Shot 2015-11-12 at 10.42.33 AM

Keyrt að Clearwater Beach

Screen Shot 2015-11-12 at 11.16.51 AM

Ég er með 89 þúsund fæðingabletti. Einn á vörinni. Svo fékk ég eitt sem ég hef aldrei orðið vör við áður… en það var freknurönd í kringum varirnar. Það er eins og ég sé með varablýant. Hvað kemur ekki með aldrinum?

IMG_8843IMG_20151106_003202

Screen Shot 2015-11-12 at 10.47.23 AM

Screen Shot 2015-11-12 at 11.18.20 AM

Húðlæknirinn hefur frætt mig ansi mikið um sólina og áhrif hennar… því fer ég að hans ráðum og maka á mig 50+.

Screen Shot 2015-11-12 at 11.18.32 AM


12248698_10207689468660543_191899046_n

Hér var ekki verið að töfra neinar hrukkur í burtu.. það er víst einhver beauty takki á Samsung símum sem blörrar á manni andlitin sem ég hef rekist í. Það sést mjög vel að hann er á. Er þetta ekki furðuleg viðbót við myndavélar í símum?

Ég mæli svo sannarlega með því að eyða dögunum á þessum stað. Ekkert stress, bara strönd, barir, matsölustaðir, veitingastaðir og hangs með bumbuna út í loftið. Það getur varla klikkað.

karenlind

Myndir

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðastliðið hálft ár.. smá myndaflóð!

Ég eignaðist litla frænku í apríl. Þeir sem muna eftir Frigid blogginu góða hjá okkur Ingu hér í gamla daga – þar sem vitleysan réð ríkjum og hver færslan á eftir annarri var vægast sagt sjokkerandi. Allavega, Inga var að eignast þessa sætu dúllu.

Tók þátt í Calvin Klein æðinu..

Fór til Reading í vor. Fór á tvo leiki þar sem brósi var að keppa. Náði að stilla myndavélina mína kolrangt og þar með voru allar myndir hræðilegar. Fallegar útidyrahurðir, Auntie Anne’s, hið endalausta Terminal 2 á Heathrow og ýmislegt annað sem festist ekki nógu vel á filmu.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.30.54 PM

Fór út í Bónus og kom að bílnum svona… flott hjá mér. Skildi hann bara eftir í hlutlausum og án handbremsu. Þetta er þó ekki jafn slæmt og atvikið sem átti sér stað þegar ég var sautján ára. Þá rann bíllinn yfir allt bílastæðið, yfir gangstétt, sveigði rétt framhjá ljósastaur og endaði á einhverju túni. Heppnin er nefnilega alltaf með mér þó svo að ég lendi í furðulegum hlutum.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.44.15 PM
Jökulsárlón. Skemmtilegt að koma þangað aftur. Heimsótti það síðast árið 2000 í skólaferðalagi 10. bekkjar.
Screen Shot 2015-09-12 at 12.43.47 PM
Svínajökull
Screen Shot 2015-09-12 at 12.43.08 PM
Fjaðrárgljúfur…. svakalega fallegt og þangað verða allir að fara. Ég missti andann yfir fegurðinni.Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.20 PM
Frekar fyndin mynd af karlmanni – en engu að síður dúlluleg. Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.35 PM
Happy Camper
Screen Shot 2015-09-12 at 12.42.07 PM
Skógarfoss
Screen Shot 2015-09-12 at 12.41.33 PM

Ferðaðist um Ísland. Hvað get ég sagt… ég elska Ísland. Mér finnst ég afar heppin að hafa fæðst í þessu landi :)

Screen Shot 2015-09-12 at 12.45.08 PMScreen Shot 2015-09-12 at 12.44.57 PMScreen Shot 2015-09-12 at 12.45.40 PM

Fór aftur til Reading í lok ágúst. Fórum til Henley… æðislegur bær. Ekkert skemmtilegra en að spóka sig um í Bretlandi.

Screen Shot 2015-09-12 at 12.41.15 PM

Fór í bústaðarferð með vinkonum mínum. Ég er heppin með vinkonur!

ADIDAS æðið hjá mér ætlar engan enda að taka.

NY NY

… og nú geri ég varla annað en að hjóla um NY. Svo auðvelt og mun skemmtilegra.

Og svona var færsla dagsins – sjáumst í næstu!

karenlind

☆ Gleðilegt ár ☆

PERSÓNULEGT

Nú er komið nýtt ár! Þá er um að gera að henda í myndapóst með allskyns tilefnis- og tilefnislausum myndum af því sem gerðist árið 2014. Lífið hjá mér er ekki svo hátíðlegt, bara nokkuð normal hversdagsfílingur í þessu öllu saman. Það er nauðsynlegt að hafa eðlilegar færslur inn á milli. Þó ég segi sjálf frá þá ætti ég auðvelt með að setja svona færslur inn einu sinni í viku. Ég er alltaf að bardúsa einhverja vitleysu og það er hálf ótrúlegt hverju ég lendi í. Það er stundum eins og ruglið leiti mig uppi… og svei mér þá, ég held að það sé bara það sem geri líf mitt svo litríkt : -)

Best að byrja ballið..
IMG_1441
31.12.14 – 01.01.15 = áramót. Alltaf brosir maður sínu breiðasta á þessum síðasta og fyrsta degi ársins. Ótrúlegar tilfinningar sem maður finnur fyrir.

IMG_9430
Fann þessa gömlu mynd af mér og vinkonum mínum frá því í gamla daga. Þarna var verið að halda tombólu. Mjög krúttlegt eitthvað..

Borðaði yfir mig af rauðrófuboosti… mitt allra uppáhalds. Mig vantar bara VITAMIX. Vonandi eignast ég hann í ár :-)

IMG_3615
Fór á makrónunámskeið… mjög skemmtilegt og guðdómlega góðar kökur!

IMG_3134
Ég var mjög dugleg að taka inn vítamín. Það sem ég var þó duglegust við var omega-3 inntaka. Algjörlega nauðsynlegt og það má engin/-nn sleppa því!

IMG_9940

Samstarfsfélagi minn hjartahnoðaði eðlu í Florida… hún lifnaði við. Þetta þótti mér mjög merkilegt atvik.

Treflapælingar í Flugstöðinni ásamt slæmum svip.

IMG_8060
Bróðir minn varð Bikarmeistari með U21 liði Reading. Mjög gaman :)

IMG_9629
Ég labbaði the High Line í NY í fyrsta sinn. Dásamlegur dagur.

IMG_8205IMG_9006

Ú T S K R I F A Ð I S T ! ! ! Nú er bara að fá vinnu. Það er annar höfuðverkur.

IMG_7823IMG_7689
Varð skyndilega rosalega þreytt á hárinu á mér og réðist á það með eldhússkærum. Klipp klipp. Það var svo hræðilega skakkt og ég endaði með að klippa meira og meira af því. Planið var svo að drífa sig í klippingu og láta laga það en ég var svona í þrjá mánuði :) Hó hó. Rosalega töff.

Screen Shot 2015-01-01 at 3.03.46 PM Screen Shot 2015-01-01 at 3.04.11 PM
Kjánalegasta atvik ársins hjá mér. Þetta saumabox var búið að vera upp í skáp í langan tíma, ósnert.. að bíða eiganda síns. Svo fór ég í gegnum skápana og þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög mikið fyrir skipulag. Ég hendi mjög oft úr skápunum og nú ætlaði ég loks að losa mig við þetta saumakit sem var búið að vera þarna í eitt og hálft ár.

Mamma gaf mér sem sagt þetta saumakit :)

IMG_9788
10 ára Versló Reunion! Nokkrar af bekkjarsystrum mínum. Dýrmætt að eiga þær.

IMG_8128
Bestu vinkonur mínar… gæti ekki verið heppnari með hóp. Allar stútfullar af gleði, hlátri og öllu því besta.
IMG_7207
Tannsi mælti með tannþráðartvennu… sem endaði með því að ég varð háð tannþræði. Nú er þetta út um allt.. í bílnum, veskinu, æfingatöskunni..

IMG_0150Cool Lime Refresher… my fave.

IMG_7020
Sushi samba gleði

IMG_1396
Nýjasta uppáhaldið… CLA frá Barleans!

10291090_10203779388027393_390390863017301027_n
Þetta er reyndar gömul mynd.. frá 2007. En hún er bara svo góð. Við frænka mín tókum upp myndband við Rammstein lag. Ég á svo góðar minningar með henni.. endalaus myndbönd, hlátur.. og allt svona í grófasta lagi.

IMG_8131
Vinkona mín, Berglind Óskarsdóttir, útskrifaðist sem fatahönnuður. Við vinkonur horfðum á lokasýninguna hennar og bráðnuðum.

IMG_9352
Afsakið. En getur einhver mótmælt eftirfarandi setningu: Cinnamon Rolls eru vondir kanilsnúðar.

My biggest guilty pleasure. Annars keypti ég þessar mjólkurkrúsir í Marshalls.. rörin fylgdu með. Þær vöktu mikla lukku þegar ég bauð frændum mínum í kökupartý.

IMG_9442
Vinkonur mínar með miðjuputtann á lofti fyrir utan Applebee’s. Ég hef held ég aldrei hlegið jafn mikið og ég gerði þetta kvöld. En á þessum tímapunkti var búið að bíða eftir leigubíl í rosalega langan tíma, það langan að sumar voru orðnar áhyggjufullar. Klukkan var orðin mjög margt, kannski 2:00 um nótt. En ég og Inga (hægra megin) vorum í svakalegu stuði og héldum hamingjuhormónunum í blússandi siglingu. Ekkert negatíft í gangi hér.

Screen Shot 2015-01-01 at 3.23.48 PM
Ég er með ofnæmi fyrir öllum loðnum dýrum… nema þessum. Óskiljanlegt! Dísel var mjög hræddur á gamlárs… svo ég passaði hann í smá stund og gaf honum smá knús. Greyið litla, hjartað var á 2000!

IMG_8632
Fór til NYC með kærasta mínum, bróður og mágkonu.

Screen Shot 2015-01-09 at 12.53.28 AM

Rappaði yfir mig á snapchatinu.. svona er að vera alin upp í Gettói :) Ef einhverjum vantar góðan áratugslangan TOP rap-playlista, talið við mig.

IMG_9483
Fór til Alaska í fyrsta sinn.


Engiferskot á Þorláksmessurölti.

IMG_5872

Heimabakaðar pizzur á föstudögum er orðið að fjölskylduhefð. Þvílíkt sem þetta er gott og einfalt. Ég verð að gera færslu um pizzurnar. Innihaldið í pizzabotninum er aðeins þrennt… svo eru þær líka eldaðar á grilli sem toppar þetta aldeilis. Þessar olíur frá Himneskri Hollustu eru ómissandi.

IMG_0047
Hitti frænkur mínar óvænt í Party City. Fannst það hálf ótrúlegt því ég lét þær ekki vita að ég væri stödd í Florida.. Auðvitað var ég stödd í Baby Shower deildinni… enda tvær vinkonur nýbúnar að fá að vita kynið. Þá er bara um að gera að versla yfir sig af flottu skrauti.

IMG_0039
Ótrúlegasti atburður þessa dags. Þessi afgreiðslustúlka steinsvaf á kassanum. Ég skildi ekki upp né niður í þessu atviki.

IMG_0087
Þ R Í T U G á vindasömum degi þann 6. október sl. Ég var að kafna. Annars finnst mér níunda myndin fyndin. What a hairdew! Svakaleg lyfting með auka blæstri.

IMG_0137
Þetta tók við mér upp á hótelherbergi. Þið þurfið að horfa á rúðuna í mínu herbergi. Þar sést eftirmynd af klesstum olíubornum kvenmannslíkama. Handaförin sjást einnig greinilega… og lærin.. og allt. Það var heldur betur stuð hjá henni og makanum. Að leyfa heillri borg að njóta með er ekkert grín.

IMG_0139
Ræktarmynd í útlöndum. Ég drekk ekki kaffi (neeeema kannski fjóra bolla á ári, en þeir verða þá helst að vera frá Te&Kaffi). Ég man að ég hélt fyrir nefið til að kyngja þessum óþverra. Ég var bara of þreytt til að æfa án koffíns.

IMG_0166
Hugsanlega besta salat sem ég hef smakkað – @sandwichbox í Toronto

IMG_0475
Ég fæ oft beiðni um nudd. Enda handsterk með meiru og svei mér þá, bara hreint út sagt góður nuddari. Hér var skellt í andlitsmaska og heilnudd fyrir ungan herramann.

IMG_0489
Brighton. Það verða allir að heimsækja þann fallega bæ ef þeir hafa tök á. Þvílíkur bær. Ég var orðlaus yfir fegurðinni.

IMG_0501
Sjúkur ítalskur veitingastaður í Brighton.

IMG_0619
Mæðgur í Brighton.

IMG_0767
@scintillaiceland – ein smekklegasta verslun landsins.

IMG_0780

IMG_0746

Handklæðið sem ég fékk… ég tými ekki að nota það. Eðlilegt?

IMG_0753

Svo langar mig svakalega í þessi ljósbleiku handklæði frá Scintilla.

IMG_0816
Sótt á æfingu.. í 19° í október :)

Screen Shot 2014-12-19 at 9.49.24 AM
Miðbær Reading.

IMG_0887
Thaílensk kókossúpa. Hún var yfirþyrmandi góð. En auðvitað misheppnaðist þetta allsvakalega hjá okkur. Kærasti minn las uppskriftina ekki nógu vel.. og í stað einnar teskeiðar af chillimauki setti hann ALLA krukkuna. Ég er ekki að grínast.

Davíð smakkaði súpuna til að meta hvort hún væri tilbúin… “Karen, hún er ógeðslega sterk… ég held ég hafi gert mistök með chilli-maukið”.

Við enduðum með því að hella helmingnum af súpunni í vaskinn og kaupa þrjár auka dósir af kókosmjólk til að þynna þetta út og deyfa bragðið. Hún varð þá loksins góð :)

IMG_0886
Kveðjustund (ég köttaði bílinn af.. hóhó).

IMG_0923Þann 31. október ákvað ég að drekka (nánast) ekkert annað en vatn. Ég hef yfirleitt drukkið mikið af vatni en mér tókst að fara út af brautinni fyrir tveimur árum. Ég byrja alla daga á að kreista hálfa sítrónu út í vatn og svo reyni ég að drekka í það minnsta 2L á dag. Mér líður frábærlega af því :-)

IMG_0950
Bai5 í boði eftir spinningtíma!

IMG_1182
Shameless aðdáendur í Fréttablaðinu. Obb!

IMG_1186
Épi-Last meðferð á Bonita snyrtistofunni í Hæðarsmára.

IMG_1250
Jólalakk og rauðrófuboost.. :)

IMG_1263
Hér er gripið til örþrifaráða (ég hef verið vel steikt þegar ég skrifaði þennan texta, óskiljanlegt rugl). Ég hef verið með slæma meltingu frá því ég man eftir mér. Hins vegar breyttist líf mitt til hins betra þegar ég fór í ristilskolun árið 2008. Ég er að segja ykkur það, þetta var mesta blessun sem ég hef upplifað. Guð blessi Heilsuhótelið.

.. annars er þetta nú boost með alls konar sulli í… ásamt hörfræolíu, chiafræjum og hnetusmjör (þó textinn vísi í annað).

IMG_1280
Davíð söng einsöng fyrir fullri kirkju af jólaþyrstum gestum um miðjan desember. Hann stóð sig svo vel og gerði mig afar stolta.

IMG_7936Sá bróður minn keppa í fyrsta sinn í sjónvarpi :)

Screen Shot 2014-11-03 at 2.38.35 PM
Fór til Windsor í Bretlandi.. mjög gaman líka.

IMG_0552
IMG_0547

Brighton

IMG_1310
30. nóvember.. búin að öllu :)

IMG_0031
Litli frændi í Reading búning. Alsæll eins og sést.IMG_0564

Fékk smá svima við þá tilhugsun um að vera svona efnaður. Hvað ætli þessi Rolls Royce kosti?

IMG_1393
Fékk þessa sætu jólagjöf frá vini mínum. Strákar eru ekki alveg með þetta “innpökkunargen” í sér.

IMG_8652
Skoðaði loksins Ground Zero í NY.

Screen Shot 2015-01-05 at 1.31.25 PM
… lofthrædd upp á Þorbirni (sem er jú, ekki maður). Gleymi því ekki þegar vinkona mín hringdi í mig og spurði hvar ég væri. Svarið var einfalt.. “ég er upp á Þorbirni”. Hún áttaði sig ekki á því hvað ég átti við og spurði tilbaka “Hver er það?” rétt eins og ég væri að tala um einhvern mann.

1375745_10203665807189118_7697450059979405541_n

Héldum barnasturtu fyrir vinkonu okkar.. og hún átt fjórum dögum síðar. Við rétt sluppum með herlegheitin.

IMG_9655

 VOSS brúsarnir.. 100%

IMG_7821

Notaði Polar úrið mikið.. frábært úr.

IMG_1404
.. og svo ein jólaselfie að lokum.

Árið 2015 er mætt og ég tek á móti því með opnum örmum!

Takk fyrir lesturinn sl. ár :)

karenlind