Túristi í eigin landi..

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Fjölskylda mín frá New York kom til Íslands í viku. Ég ákvað að taka þessa viku í mínar hendur og skipuleggja allt frá a-ö. Það var svo gaman og það má segja að allt hafi unnið með okkur. Veðrið var fullkomið.. Við áttum frábæran dag í 101 enda veðrið nánast eins og á sólarströnd. Við gáfum öndunum brauð (ég er eins og barn, en mér finnst það alltaf gaman) og fengum okkur svo pylsu á Bæjarins bestu. Við sáum ótrúlegt sólsetur við Gróttu sem og við Ægissíðuna. Ég sagði þeim að Björk Guðmunds ætti heima á Ægissíðunni… og hvað gerðist þá, auðvitað kom hún út og horfði á sólsetrið við hliðina á okkur. Þeim fannst það auðvitað ótrúlega skrýtið.. að sjá Björk fyrir utan húsið sitt.

Nokkru síðar fórum við þrettán talsins, rúnt um landið.

Þingvellir
Laugarvatn & Laugarvatnshellir
Gullfoss & Geysir
Friðheimar
Kerið

.. og hvaða lakkrís er bestur?

PERSÓNULEGT

Ég fékk sendan óvæntan pakka heim að dyrum rétt fyrir kvöldmatarleytið. Fimm lakkrísbox frá Johan Bülow.. ég elska þennan lakkrís, svo einfalt er það. Þeir eru vissulega misgóðir en sumar tegundirnar láta mig hreinlega slefa ósjálfrátt (þegar ég tygg þá). Davíð var svo æstur í að smakka lakkrísinn að ég setti smá “leik” í gang. Davíð byrjaði, en hann smakkaði hverja kúluna fyrir sig og raðaði þeim eftir því hver þeirra væri best niður í þá sístu. Svo gerði ég það sama. Röðunin var gjörólík, fyrir utan síðasta sætið.

Davíð (f.v.):

  1. Dangerously Salty
  2. Black Snowball Salty & Spicy
  3. Salty Caramel
  4. Raspberry Choc
  5. White Snowball Ginger

Karen Lind (f.v.):

  1. Salty Caramel
  2. Raspberry Choc
  3. Dangerously Salty
  4. Black Snowball Salty & Spicy
  5. White Snowball Ginger

Við vorum bæði sammála um að White Snowball Ginger væri sísta bragðið. Hann er svo mikill nammikall að hann féll alveg fyrir sterku kúlunum á meðan ég fíla aðeins vægara og rjómakenndara bragð. Mér finnst Salty Caramel guðdómlega góðar og Raspberry ekki mikið síðri. Þessar sterku kúlur, Dangerously Salty og Black Snowball eru mjög góðar en ég gæti kannski borðað tvær svoleiðis á meðan ég get auðveldlega klárað Salty Caramel! Davíð hins vegar skóflaði nokkrum sterkum í sig á no time.. ég ætla svo að fela boxin, það er engin lygi. Mig langar alveg að eiga þetta í einhvern tíma.. :)

Takk fyrir mig Epal! Skemmtilega góð gjöf!

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við Heiða Birna skruppum í helgarferð til Mílanó en þar býr vinkona okkar Berglind Óskars (@berglindo – mæli með að fylgja henni á instagram). Það er ótrúlega gott og gaman fyrir sálina að fara í ferð með vinkonum sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá dóttur minni & það var nú bara ekkert mál. Ég hef oft heyrt mömmur tala um að þeim finnist það erfitt en ég upplifði það ekki sem betur fer. Það skiptir mig sköpum að ég haldi áfram að vera ég og svona vinkonuferð er hluti af því.

Ég verslaði lítið.. fallegan dúsk á handtöskurnar mínar, pils (ég sem er aldrei í pilsi), belti, skó og sjúklega flottan biker leðurjakka á hreint út sagt fáranlega góðu verði. Ég á einn nú þegar sem kostaði 40 þúsund krónur en þessi er svo miklu flottari og betri í sniðinu, og hann kostaði ekki nema 14 þúsund krónur.. ég skil ekki af hverju hann var svona ódýr.

TAKE ME BACK

Knús á línuna..

instagram @kaarenlind
snapchat @karenlind

… lífið

PERSÓNULEGT

Við litla fjölskyldan fórum í smá sumarfrí til Barcelona um miðjan ágústmánuð. Við vorum í viku en sökum ótrúlega óhentugs brottfarartíma frá hvorum áfangastað voru þetta eiginlega fimm dagar. Enn og aftur staðfestir fríið fyrir mér hve mikilvægt það er að ferðast og sjá heiminn. Snædís þroskaðist um 15 ár og varð þar með 16 ára eftir þessa stuttu viku.

Við vorum í Sitges en valið stóð milli þess að vera þar eða í Barcelona. Allan daginn myndi ég aftur velja Sitges fyrir sumarfrí, en Barcelona fyrir helgarferð með Davíð eða vinum.

Ég pakkaði svo ótrúlega litlu fyrir Snædísi, enda var planið að fara til Barcelona og versla á hana. Þann 15. ágúst fórum við til Barcelona, algjörlega glórulaus um hvað myndi taka á móti okkur. Tóm borg. Allt lokað.. já já, auðvitað var þjóðhátíðardagur. Hversu mikið ég?

Jæja, allt í lagi þá.. þá verður Snædís bara í sömu flíkunum og ég þríf þau í vasknum. Svo var planið að fara að morgni 17. ágúst aftur niður í borg en við sváfum aðeins of lengi og hættum því við. Gæfan fylgdi okkur þann daginn, en eins og flestir vita varð Barcelona borg fyrir hryðjuverkaárás síðar um daginn.

Allt í góðu.. við verðum bara í þessum tveimur dressum sem við tókum með.

En talandi um rútínu. Snædís hefur verið ótrúlega mikið draumabarn frá fæðingu. Ekkert vesen. Aldrei grátur. Sefur vel. Dundar sér sjálf og þarf nánast ekki að láta halda á sér. Ég vil enga glansmynd af barninu en hún er búin að vera of auðveld… TIL ÞESSA!

Hún var svo dekruð í ferðinni, svaf á milli okkar og fleira, að hún breyttist í smá “svín” þegar hún kom heim. Skríðandi á eftir mér um allt kallandi “mamma” með vælutón.. og eina sem hún vildi var að ég héldi á sér. Öll rútína farin en ég fór strax í að “af-sumarfría” barnið og þetta er svona að komast í lag.

Annars tókum við svo fáar myndir enda önnum kafin við annað. Snædís nennir alveg myndatökum en Davíð er bara “Karen, ertu að grínast, ég er búin að taka 15 myndir.. þetta er komið gott” – og þar með er ég þannig séð hætt að nenna að rukka um myndatöku (“.).

Fyrsta utanlandsferðin

PERSÓNULEGT

Við fórum til Oslóar í heimsókn til bróður míns og kærustu.

En já, hvað erum við að tala um.. þvílík breyting sem það er að ferðast með barn. Hvernig er þetta fræðilega mögulegt með tvö börn? Á svipuðum aldri…? Tvíbura? Hvað þá þrjú? Við eigum hins vegar mjög rólega og fyrirferðarlitla dúllu. Hún hefur verið þannig frá því hún fæddist, það er aldrei neitt að.. hún bara brosir.. og er ánægð hvar sem hún er. Vonandi verð ég svona heppin með næsta barn. Þrátt fyrir að hún hafi verið hin rólegasta hvora leið yfir hafið, þá er bara svo mikið sem bætist við.. þetta er allavega mun meiri pakki en ég áttaði mig á. Til að mynda skildi ég ekki alveg hvað systir mín átti við með að vera stressuð fyrir ferð til Florida, ein með fjóra strákana sína. Þetta var áður en ég eignaðist hana.. Tjah, ég skil það bara mjög vel núna (“.).

Osló var æðisleg. Ég ætlaði sko að kaupa mér föt. Nú? Því ég á einn og hálfan bol og hörmulegar buxur. En ég fann ekkert.. svo er bara frekar þreytt að hanga í búðum með barn. Mömmuviskubitið er á öxlinni og segir mér bara að fara dúllast með hana. Fötin eru aukaatriði. Svo ég kom heim með ekkert, nema föt & fylgihluti fyrir hana og eitthvað fyrir heimilið. Fyrir utan þessar ástæður þá finnst mér ekki gaman að hanga í búðum með tónlist sem yfirgnæfir allt.

Æ, hún er svo mikið krútt. Hvernig er hægt að elska einhvern svona mikið. Buxurnar sem hún er í keypti ég í búð sem heitir Cubus (Cubus.com). Þær eru svo sætar. Með slaufu á rassinum. Barnafötin þar eru æðisleg – eða mest megnið af þeim :)

Ég bráðna.. Snædís Lind með slaufu í fyrsta sinn. Hversu krúttlegt!

Elísa og Snædís

Veit ekki alveg hvað er málið með Samsung myndavélina, hún blörrar burt allar línur ef flash-ið er ekki á.. en sjá þessa krúttu. Sokkarnir vel girtir, annars er þeim sparkað af.. haha.

Mílanó

FERÐALÖGPERSÓNULEGT

Við vorum fimm vinkonurnar sem eyddum nokkrum dögum í Mílanó hjá Berglindi vinkonu okkar í júlímánuði síðastliðnum. Ég er svo heilluð af Ítalíu að ég hef verið með vott af Ítalíuþrá síðan ég kom heim. Þessi ferð var nú mest megnis afslöppun og sem betur fer var lítið um búðarráp. Mér finnst einstaklega leiðinlegt að hanga í búðum og ég reyni því að forðast það eins og heitan eldinn. Í staðinn sátum við á skemmtilegum veitingastöðum eða börum og pöntuðum okkur drykki og fengum aperitivo með, eins konar snarl sem fylgir drykkjum eftir kl. 16 – 17 á daginn. Hrikalega gott og mjög skemmtileg menning.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.18 AM

Aperitivo.. djúpsteikt basílika ásamt djúpsteikum mozzarella, salami sneiðum, sveppum, hvítlauksbrauði með hráskinku og ferskri mozzarella kúlu.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.34 AM
Rölt milli staða í Mílanó.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.02 AM

Rooftop bar.. Dómkirkjan í augnsýn.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.16 AM

Borðið hlaðið af alls konar djúsí mat..

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.31 AM
Eyddum einum deginum í sundlaugagarði. Ótrúlega hreinlegt og notalegt. Nauðsynlegt er að fara í laugina með sundhettu, annars er maður rekinn upp úr. Eina sem var á boðstólnum var hollt.. ávextir, ferskir safar, bankabygg, salöt og fleira. Skemmtileg tilbreyting frá Bandaríkjunum.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.44.55 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.06 AM

Pasta og pizzur.. hvað er betra?

Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.16 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.39 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.45.49 AM

Smakkaði loksins þessar Ladurée makrónur sem allir pósta á Instagram. Ég var pakksödd og keypti því bara eina (mikið meira en nóg, svo sæt). En hrikalega var hún góð!

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.02 AM

Búnar á því eftir langa og skemmtilega daga.. pöntuðum pizzu í stað þess að fara út að borða. Hárrétt ákvörðun.

Screen Shot 2016-08-14 at 11.46.12 AM Screen Shot 2016-08-14 at 11.43.48 AMScreen Shot 2016-08-14 at 11.46.24 AM

Fallegt gólfið í Galleria Vittorio Emanuele. Byggingarnar eru sömuleiðis æðislegar. Það er allt svo heillandi og rómantískt. Ekki svo skrítið að Ítalíuþráin elti og hrjái mann.

Næst síðasta daginn löbbuðum við yfir okkur, sérstaklega ég með kúluna út í loftið… og við tók bjúgur aldarinnar á fótunum. Cankles, ofsoðnar SS partýpylsur og alls konar vesen.

Annars fer að koma að annarri framkvæmdafærslu. Það fer að síga á seinnihlutann í þeim… þið eruð eflaust farin að halda að við séum hætt við að flytja inn en þetta tekur bara heeelvíti langan tíma þegar einn herramaður stendur í þessu öllu saman. Smáhlutirnir virðast endalausir… og við erum bæði gædd þeim ókosti – sem er þó vissulega kostur – að vera hrikalega smámunasöm. Ég rýni í allt með smásjá og því er þetta að taka kannski aðeins meiri tíma sömuleiðis.

Ég set stundum inn á snapchatið mitt alls konar pælingar frá framkvæmdunum og öðru.. ykkur er velkomið að fylgjast með ef ykkur langar… plain basic snapchat notendanafn: karenlind

karenlind

.. sumartrít

PERSÓNULEGT

Við Trendnet hópurinn hittumst í gær á Skuggi Italian Bistro en þeir buðu okkur í mat. Ótrúlega gaman að hittast – en það er ansi langt síðan svo margir komust. Mig langar sérstaklega að mæla með pasta réttinum sem ég fékk mér, Tígrisrækju Linguini en í honum er hvítvín, humarsoð, nóg af tígrisrækjum og stökkur hvítlauksbrauðs mulningur sem bókstafslega toppaði réttinn. Einn besti pastaréttur sem ég hef smakkað á Íslandi.

Annars hitti ég nýju bloggarana okkar Jennifer Berg og Steinunni Eddu í gær.. ofsalega indælar stelpur sem var gaman að kynnast. Mér finnst alltaf gaman að kynnast nýju fólki og styrkja tengslanetið – þær eru frábær viðbót við Trendnet hópinn. Annars eru þrjár úr hópnum á leið til Frakklands á næstu dögum til að horfa á EM. Verða þær ekki að leyfa okkur að fylgjast með í gegnum Trendnet?

13384688_10209502451620406_470678057_n

Er ég sú eina sem drekk þrefaldan vodka með rauðvíni?

13393211_10209502451780410_1339306921_n

Pattra og Andrea

13401315_10209502451820411_1456526001_n

Hildur, Jennifer og Steinunn

13382081_10209503062835686_266174432_n

Screen Shot 2016-06-08 at 12.02.02 PM

The perfect dish.. tígrisrækju Linguini. Ég er ostakerling dauðans og fékk því að smakka Four Cheeses pizzuna hjá stelpunum.. sú rann ljúft niður. Mark my words, þetta er gott.

karenlind

Árið 2015

PERSÓNULEGT

Eitt annað árið liðið og ég svo heppin að fá að vera enn hér. Engin áföll en þó missti ég kærkomna frænku nú undir lok árs. Annars gaf árið 2015 mér þroska, þroska sem ég hefði óskað að ég hafði haft tvítug. En það er víst ekki hægt að biðja um það og eflaust þarf hver og einn að ganga þennan þroskaveg í lífinu. En mikið hefði verið frábært að átta sig á mörgu þegar maður var yngri.

Það var ýmislegt sem var öðruvísi hjá mér þetta árið, ég til dæmis drakk ekki áfengi allt árið 2015. Það var vægast sagt frábært og ég mæli alveg sérstaklega með því. Þetta var svo sem ekkert sem ég ákvað en mánuðirnir bara liðu og allt í einu eru 17 mánuðir liðnir. Eins var ég alveg sérstaklega löt hvað varðar ræktina, mataræði og allt sem viðkemur hreyfingu. Ég hreyfði mig þó reglulega en sleppti öllum öfgum og varð bara frekar löt og mjúk fyrir vikið, haha. Það varð mér bara nokkuð ljóst að ég yrði að taka mér pásu frá þessu öllu saman, því ég var alveg komin með nóg. Að taka sér pásu er betri kostur í stað þess að fara þvingaður og áhugalaus. Nokkur aukakíló bættust á mig og það er bara frábært. Eins breytti ég kaupvenjum mínum, ég ákvað að kaupa vandaðri flíkur. Ótrúlegt en satt, þá sé ég mikinn mun á eyðslunni þrátt fyrir að kaupa dýrari flíkur. Þær endast lengur sem leiðir til minni peningasóunar, og svo er auðvitað umhverfisvænna að kaupa ekki hluti og flíkur í massavís. Ég var einstaklega iðin við það fyrir nokkrum árum. Ég átti bara allt af öllu. Nú þykir mér ekkert að því að vanta helling af hlutum. Þeir koma bara síðar, ef þeir koma.

Hér eru nokkrar myndir frá árinu sem leið.

IMG_1441

Ár síðan, áramótin 2014/15.

IMG_1467
Man Magasín

IMG_1556

Fjórar vinkvenna minna eignuðust barn.. fjögur stúlkubörn eru mætt í hópinn, takk fyrir.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.14.42 PM
Prófaði Dermapen meðferð & skrifaði um það hér á Trendnet. Ég verð að fara aftur, frábær meðferð.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.15.31 PM
Smá back to the future.. Karen Svali

Screen Shot 2016-01-04 at 9.17.34 PM
Fór til Reading að heimsækja bróður minn. Hér er yndislega mágkona mín, Elísa, og mamma.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.18.54 PM
Lenti aldeilis illa í því á Ebay, hélt ég væri að kaupa mér ekta trefil en fékk að sjálfsögðu eftirlíkingu. Þó var erfitt að spotta muninn en sem betur fer átti vinkona mín ekta trefil sem gerði mér kleift að bera þá saman. Eftirlíkingin var augljós þegar þeir lágu hlið við hlið. Fékk næstum hjartaáfall því ég rétt náði að endurheimta peninginn, það munaði ekki miklu að ég tapaði hárri upphæð fyrir akkurat ekkert. Erna Hrund á Trendnet hjálpaði mér að fá endurgreitt, greinilega þaulvanur ebay-ari!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.20.01 PM

Fór til grasalæknis og var ráðlagt að borða m.a. eldbakað grænmeti til að örva meltinguna. Á morgun á ég hins vegar tíma hjá meltingarlækni, ég er alltaf í basli.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.20.11 PM
Keypti æðislegan leðurjakka sem ég nota næstum alla daga.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.20.35 PM
Bjó að ég held til einn smoothie á árinu, og tók mynd af honum. Ég fékk algjört ógeð af smoothies!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.21.33 PM
Fór í endalausar barnasturtur!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.31.23 PM
Selfie í verstu gæðunum á menningarnótt

Screen Shot 2016-01-04 at 9.31.51 PM
Miðbær Reading
Screen Shot 2016-01-04 at 9.32.01 PM Screen Shot 2016-01-04 at 9.32.35 PM
NYC á citibike

IMG_7698

Fatavalið útpælt í Gljúfrabúa

Borðaði nóg af pizzu á árinu. Pizzan til hægri, púff, sú olli mér vonbrigðum. Ég skilaði henni auðvitað og spurði starfsfólkið hvort ég hefði fengið sýningareintak. Annars er hin pizzan frá pizzastaðnum sem heitir ekkert, á Hverfisgötu. Hún var rosaleg & minnir mig á það eitt að ég þarf að drífa mig þangað aftur!

IMG_7763

Fór í ferðalag um Ísland. Í sumar verður það endurtekið. Annars fær þessi að vera með út af undirhökunni.. hún kemur ef maður stillir sér ekki rétt upp.

IMG_2744

Dúllaðist í þessum glerboxum sem ég er hæstánægð með í dag. Við erum byrjuð á öðru mjög svo skemmtilegu DIY verkefni sem ég sýni ykkur bráðlega.

Fann Real Techniques bursta á 50% afslætti. Þessir burstar eru æði!

Screen Shot 2016-01-04 at 9.33.44 PM
Sætasta frænka mín, Ragnhildur Lilja

Screen Shot 2016-01-04 at 9.36.00 PM
Var í jólabók Hús & Híbýli

Screen Shot 2016-01-04 at 9.38.00 PM
Hitti móðursystur mína í Florida

Screen Shot 2016-01-04 at 9.39.14 PM
Fór til Boston með vinkonu minni… mig hefur lengi langað til að prófa þessa “bíla” í Target. Þar sem hún var hölt og mér illt í maganum var tekin ákvörðun um að vera á þessum allan tímann. Sé ekki eftir því, enda hlóum við út í eitt! Ég vissi alltaf hvar vinkona mín var í búðinni því það heyrðist svo vel í bílnum, sérstaklega þegar hún var að bakka.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.05.42 PM

Sólsetur á Clearwater Florida

Stundum dettur Skectha Katie í gang. Þá tek ég upp nokkra sketcha á Snapchat og sendi á vini og vandamenn. Þeir hafa verið nokkrið árið 2015. Nú síðast tók ég Eróbikk Katie á þetta, snapchat vinum mínum til mikillar gleði… eða sumum. Ég er með nokkra vini sem þekkja mig ekki alveg nógu vel og þeir skilja eflaust ekkert í þessu, en þeir sem hafa þekkt mig lengi vita að þetta er bara normið.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.39.26 PM
Boston. Komst að því að besta verslunarráðið er að vera með bakpoka í stað veskis. Carry-on taskan hefur alltaf verið með, en bakpoki er eitthvað nýtt fyrir mér.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.39.45 PM
Hvaða koll skal velja? Eftir sex ára bið, þá fann ég loksins kollinn sem mig virkilega langaði í. Kollarnir eru svo misjafnir og enginn þeirra hefur heillað mig til þessa.. en það er eins gott að vera alveg viss þegar splæst er í mublu sem getur verið svo ólík í útliti.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.40.19 PM
Eignaðist A2 hátalara frá Bang & Olufsen. Ég leyfi orðum kærasta míns að duga sem endurgjöf “Karen, ég er ástfanginn af þessum hátalara”. Þvílík bjútíbomba fyrir augað og eyrað – enda 360° hljóð frá þessum.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.41.36 PM

Jólapeysujól þessi jólin. Mikill léttir, finnst fátt meira óþarfi en að kaupa jóla- og áramótaföt. Vonandi höldum við þessari hefð bara áfram, náttfatajól hljómar líka vel.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.05.21 PM

Heimsótti frænkur mínar til Florida.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.14.55 PM
Lax á Cocoa Beach

Screen Shot 2016-01-04 at 11.07.35 PM
Lentum í ævintýrum upp í bústað.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.42.53 PM
Munum dagbókin kom til mín eftir að ég hafði secretað hina fullkomnu dagbók. Svei mér þá, mér líður örlítið eins og þessi bók sé að fara redda árinu 2016. Svo sá ég að hún er UPPSELD, í gráu.. og það eru aðeins fáein eintök eftir af gulu.

Screen Shot 2016-01-04 at 9.43.03 PM

Við keyptum okkur bæði úlpu á árinu. Ég hef sko verið mjög nýtin með mína 66°norður úlpu sem ég keypti 2007. Hún er ennþá frábær og verður því ekki seld. Aftur á móti er hún appelsínugul og ég frekar bundin í henni. Svo er nú annað, þessi nýja úlpa mín sem ber nafnið JÖKLA er vel síð yfir rassinn og það er sko aldeilis lúxus. Héðan í frá kaupi ég aldrei stutta úlpu fyrir veturinn á Íslandi. Davíð er í úlpu frá Canada Goose sem er líka ofsalega heitfeng og góð. Hanskarnir hans eru frá Timberland og eru úr sama efni og þessir týpísku Timberland skór. Þeir eru extra hlýir, mæli með þeim (fást t.d. hér). Fyrir áhugasama þá er húfan mín frá Soia & Kyo.

Screen Shot 2016-01-04 at 11.05.10 PM

Hvern hefði grunað að kraginn af JÖKLA væri svona agalega fínn einn og sér. Ég notaði hann óspart yfir hátíðarnar við önnur dress.

.. svo sé ég að ég tók alltof fáar myndir á árinu 2015. Þær verða fleiri þetta árið!

karenlind

Vefverslun Krabbameinsfélagsins

HEIMILIÐ MITTPERSÓNULEGT

Ég sá fyrst þessa frábæru hugmynd hjá Elísabetu Gunnarsdóttur sambloggara mínum (hér). Vöruúrvalið á síðu Krabbameinsfélagsins kom mér á óvart og ég hvet landann til að kaupa jólagjafir sem og aðrar tilefnisgjafir af síðunni. Allur ágóði sölunnar rennur til Krabbameinsfélagsins. Við vinkonurnar höldum árlegan jólasaumaklúbb þar sem við skiptumst á gjöfum og ég var svo heppin að fá mína gjöf frá Krabbameinsfélaginu. Vinkona mín sá umfjöllun Elísabetar og svo minntist ég líka á hve sniðugt það væri ef við gæfum hvorri annarri af síðunni.

Screen Shot 2015-12-14 at 8.00.15 PM Screen Shot 2015-12-14 at 8.00.23 PM

Nú geymi ég Nespresso kaffihylkin í krukkunni. Ef þið eigið eftir að kaupa einhverjar gjafir kíkið endilega við á síðu Krabbameinsfélagsins.

karenlind

Jólabók Hús & Híbýli

DIYPERSÓNULEGT

Ég er í jólabók Hús & Híbýla þessi jólin. Hugmyndin var að föndra eins konar DIY. Til að hafa þetta sem hagstæðast og auðveldast langaði mig til að nýta það sem ég átti heima fyrir, en setja það í nýjan búning með því að skreyta í kringum það (stóri kertastjakinn, glerboxið, kúlan og hnetubrjótarnir). Eins langaði mig til að gera þetta aðeins öðruvísi, þó svo að það sé í sjálfu sér ekkert öðruvísi við þetta. Ég sá bara fyrir mér að ég yrði ein sem myndi velja þessa köldu liti. Upphaflega ætlaði ég að nota gamlar krukkur undan Yankee Candle kertunum en þegar ég sá þessa kertastjaka stóðst ég ekki mátið. Þeir eru svo krúttlega jólalegir og duga alveg einir og sér. Svo má líka nota þá allt árið um kring. Fyrst um sinn reyndi ég að skreyta þá með berjablöndu en útkoman var kjánaleg og yfirþyrmandi, svo ég ákvað bara að hafa kertin og láta það duga. Nokkurs konar frostrósaþema varð fyrir valinu og ég er hæstánægð með útkomuna. Frænka mín, Inga, tók myndirnar.

Screen Shot 2015-11-25 at 6.56.07 PM

IMG_6762

IMG_6784 (1)IMG_6712

Það er ýmislegt fallegt í blaðinu – nóg af hugmyndum fyrir þá sem eru hugmyndasnauðir þessi jólin. Mér þótti mjög gaman að fá að vera með í þessari jólabók, enda eiguleg og flott og mun eflaust fá að sitja í hillum fólks í mörg ár.

karenlind