Að vera ein heima hefur öðlast nýja merkingu. Ég kveiki hvorki á sjónvarpinu né hækka í uppáhaldslaginu í útvarpinu. Ég slekk á öllu og fer í bað. Skilaboðin frá öðrum foreldrum hljóðuðu gjarnan svona “Oh Karen, njóttu þess að vera frjáls og geta gert það sem þú vilt”. Ég svaraði þessu auðvitað játandi og var sannfærð um að ég vissi hvað fólk átti við. Hins vegar hafði ég rangt fyrir mér. Núna veit ég meininguna á bakvið þessar vinalegu ábendingar. Þess vegna er ég að elska að vera ein heima á laugardegi í dauðaþögn. Ég gæti verið í þessum stól eins lengi og hægt er. Það hljómar alveg spennandi. Jafnvel halla ég mér bara á borðið og hangi hér fram að kveldi.
Annars hafa orðið miklar breytingar í mínu lífi undanfarin mánuð. Ég segi ykkur frá því ansi fljótlega!
Skrifa Innlegg