fbpx

Rólegheit yfir páskana

PERSÓNULEGT

Þessir páskar hafa einkennst af rólegheitum. Við höfum svo sem verið í fullu fjöri en við fórum ekki langt. Ég tók smá syrpu í garðinum en mér þykir fátt skemmtilegra en að snyrta og laga til í honum… (stórfurðulegt áhugamál). Ég get alveg gengið fram úr sjálfri mér.. en ég gerði það einmitt núna. Ég lyfti öllum hellunum upp til að ná öllu grasinu upp með rótum.. en þær stærstu eru eitthvað óeðlilega þungar. Eflaust um 30-40 kíló.. Svo ég var bókstaflega búin eftir þetta. Nú þarf ég bara að háþrýstiþvo þær.. en það er án alls gríns, í algjöru uppáhaldi þegar kemur að garðvinnu :)

Þetta veitir mér sko hamingju.. (“.).

Gleðilega páska!


Heima: Nýtt

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Berglind oskars

    3. April 2018

    Snyrta og laga til ?❤️ Miss u