fbpx

Skál í Moët Ice

PERSÓNULEGT

Þá er ég búin að kaupa flugelda fyrir 40 þúsund krónur, tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi.. og eina svona. Ég mæli með þessari tegund af Moët – tilvalin fyrir áramótin eða nýársfögnuð. Flaskan virðist vinsæl fyrir þennan tíma árs en af öllum þeim Moët flöskum sem voru til var langmest farið af þessari.

Annars sjáiði jólatréð okkar í bakgrunn. Ég póstaði aldrei annarri mynd af trénu eins og ég ætlaði mér. Ég átti nóg af jólaskrauti á það, enda hefur guðmóðir mín sem býr í Bandaríkjunum gefið mér jólaskraut, eitt á hverju ári, frá því ég fæddist. Ég á því 34 persónuleg jólaskraut.. þetta er í fyrsta sinn sem ég á mitt eigið jólatré og því fylltist hjartað mitt af góðri tilfinningu við að skreyta það.. ég á t.d. “Baby’s first christmas, 1984”.

Ég bætti við möttum hvítum kúlum ásamt pappaskrauti frá H&M. Svo keypti ég skraut fyrir efsta hluta trésins (hvað heitir þetta eiginlega?) í Byko á 500kr. Í janúar ætla ég að kaupa hvíta fjaðradúska sem ég sá á einhverri síðu, ég held það verði eilítið “dreamy” að hafa kannski tuttugu slíka.

Nýtt ár

Skrifa Innlegg