fbpx

Brúðkaupssumarið mikla

PERSÓNULEGT

Ég er búin að fara í nokkuð mörg brúðkaup í sumar. Þegar fleiri og fleiri boðskortum tók að streyma inn um lúguna var ég nánast hætt að trúa þessu. Þegar þau voru orðin sjö talsins var ég alveg eins farin að búast við sjö boðskortum til viðbótar. Öll brúðkaupin voru æðisleg & hefði ég ekki viljað sleppa einu þeirra. Það er margt sem ég get punktað niður sem mér fannst vel heppnað og nýtt mér sjálf. Við trúlofuðum okkur í sumar en ég hef hvergi birt það nema á facebook. Það er þægilegt að hafa ýmsa hluti út af fyrir sig á meðan þeim stendur. En já, engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær við giftum okkur.. en það var ansi gaman að fara í sjö afar ólík brúðkaup.


Brúðkaup Helgu Hafsteins og Teits. Hér erum við vinkonurnar… f.v. Sonja Ósk, Viktoría Hrund, ég, Gígja Sigríður, Ingunn Kara og Dína María.

Í brúðkaupi Lilju Aspar og Eymars. F.v. Ásta, Lilja, Berglind, Sirrý, ég, Heiða og Hanna.


Í brúðkaupi Elísabetar og Gunna. F.v. Aldís Páls, ég, Helgi, Hildur, Pattra, Erna, Andrea og Svana.


Í brúðkaupi Sonju Óskar og Viktors. F.v. ég, Lilja Guðný, Inga og Íris Ósk.


Í brúðkaupi Ástu og Helga. F.v. ég, Lilja Ösp, Heiða Birna og Ásta.

Það má segja að það hafi ekki verið dauð stund í sumar ♡

Endalausar framkvæmdir

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1