fbpx

Ef þú vilt eitthvað nógu mikið..

PERSÓNULEGT

Ég skrifaði nokkra persónulega pósta hér fyrr á árinu. Þannig póstar eru nokkuð ólíkir mínum stíl en það var hluti af þessu ferðalagi sem ég “skrapp” í í lok síðasta árs og í upphafi þess nýja. Ferðalagið snerist um að ég myndi gera allt sem í mínu valdi stæði til að fá starf sem hæfði minni menntun. Ég er sálfræðimenntuð í grunninn og með framhaldsgráðu í mannauðsstjórnun. Ég hef sótt um örfá sérhæfð og krefjandi störf síðastliðin þrjú ár. Yfirleitt hef ég fengið viðtal og í framhaldi fengið annað viðtal. Þrátt fyrir góða frammistöðu var svarið alltaf það sama, að einhver annar hafi fengið starfið sökum reynslu. Þetta var ákveðið vonleysi og ég var alveg komin með nóg. Til hvers menntaði ég mig?

Þegar nóvember rann í garð var eins og einhver hafi tekið allt vald frá mér og tekið ákvörðun fyrir mig. Ég ákvað að gera allt sem í mínu valdi stæði til að fá vinnu sem hæfði minni menntun. Ég ákvað að hugsa öðruvísi. Ég sagði oft við sjálfa mig að á næsta hálfa árinu yrði ég komin með aðra vinnu. Í samráði við fagaðila var tekin ákvörðun um að mottóið mitt næstu mánuði væri að stíga út fyrir þægindarammann.

Ég valdi ýmsar leiðir til að ögra sjálfri mér. Til dæmis fór ég á átta vikna Dale Carnegie námskeið. Ég kenndi nokkra kúrsa hjá Miðstöð Símenntunar. Tók þátt í Herferð UN Women (týpískar aðstæður sem ég forðast). Ég hannaði baðherbergi fyrir hjón. Ég hlóð á mig verkefnum. Ég æfði eins og “brjálæðingur” og ætlaði mér að verða sterkari en nokkurn tímann áður. Hausinn á mér var að springa en mikið leið mér vel. Loksins stóð ég frammi fyrir áskorunum sem mér tókst að leysa með stakri prýði.

Þá kemur að jafnt og merkinu. Öll þessi vinna skilaði sér því að ég fékk draumastarfið hjá draumafyrirtæki í lok mars og hóf þar störf 4. apríl. Ég er enn að slípast til í starfi en mér líður eins og ég hafi fengið að skrifa starfslýsinguna sjálf. Starfið sem ég fékk ber heitið sérfræðingur á samskiptasviði Ölgerðarinnar. Ásamt því sé ég um viðburðarstjórnun fyrirtækisins. Ég blómstra og hlakka til að fara í vinnuna. Þessu fylgir mikil frelsistilfinning og ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér.

Ég hlakka til að læra meira, mótast og þróast í starfi, kynnast kjarnakonum (og körlum) með sterkar skoðanir o.s.frv. Ég er á réttri hillu og er guðslifandi fegin að þessi einhver hafi tekið allt vald frá mér og ýtt mér í rétta átt.

Endum þetta á æðislegum myndum af Snædísi sem ég tók af henni rétt fyrir háttatíma.

.. ein heima

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Helgi Omars

    23. May 2018

    <3

  2. Sóley

    23. May 2018

    Til hamingju Karen! Það er besta tilfinning í heimi að uppskera eins og maður sáir.

  3. Svana

    23. May 2018

    Elska þessa færslu, þú ert búin að vera ekkert smá dugleg!!! Maður uppsker klárlega eins og maður sáir <3 Og Snædís sætasta snúllan í lokin <3

  4. Lilja Ösp

    24. May 2018

    Þú ert snillingur elsku Karen mín ❤

  5. Katrín Andrés

    25. May 2018

    Æðisleg færsla, ég varð bara stolt með þér að lesa hana.

    Til hamingju með nýja starfið ?