Skálin mín

HEILSURÉTTIRHOLLUSTA

Ég gæti borðað Skálina frá Gló daglega. Svo góð er hún. Það sem setur punktinn yfir þetta allt saman er pestóið frá Gló. Þvílíkt himnaríki sem það er. Það er auðvitað ekki hægt að kaupa sér slíka dýrindis veislu alla daga svo ég útbjó mína eigin skál í kvöld. Vissulega hefði ég viljað hafa annan próteingjafa en laxinn, en ég hef ekkert borðað fisk í vikunni og því neyddist ég hálfpartinn til að hafa laxinn með. Ég reyndi að hafa skálina mína svipaða og þá skál sem ég fæ mér á Gló.  Ég setti sittlítið af hverju í mína skál eins og sjá má á listanum hér að neðan. Þau hráefni sem ég sauð leyfði ég að kólna inn í ísskáp á meðan laxinn var í ofninum.

Spínat
Grænkál
Klettasalat
Rauðkál
Hvítkál
Rauðlauk
Mangó
Kelp núðlur í lime-safa 
Soðnar sætar kartöflur, rauðrófur og gulrætur
Soðið kínóa
Trönuber og ristaðar kókosflögur
Ofnbakaður lax

Screen Shot 2015-02-27 at 8.21.41 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.21.59 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.12 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.26 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.39 PM

Algjört gúmmelaði. Sem betur fer skar ég niður of mikið af grænmeti og því með tilbúinn skammt fyrir morgundaginn. Planið er að fara í heljarinnar tíma kl. 10 í fyrramálið og fá mér skál í hádeginu.

… það er fátt sem kætir líkama og sál jafn mikið og næringarríkur matur.

Bestu kveðjur,

karenlind

Hollari karamellugljáður laukur

HEILSURÉTTIR

Ég er rosalegur laukur. Ég gæti borðað lauk með nánast öllu. Ég ákvað að prófa að karamellugljá lauk um daginn með aðeins hollari hætti en vanalega. Laukurinn var svo yfirþyrmandi góður að ég sá auðvitað eftir því að hafa ekki gert meira. Pannan var full af lauk til að byrja með en eftir 45 mínútna legu á pönnunni var hrúgan orðin að engu. En mikið var þetta gott. Nú er þetta í algjöru uppáhaldi hjá mér sem meðlæti!

Neðsta myndin gerir þessu jafnvel engan greiða. Laukurinn lítur út eins og vikugömul klessa af einhverju óætu – en helúúú hvað þetta er gott.

Screen Shot 2014-12-13 at 4.32.08 PM

Screen Shot 2014-12-13 at 4.32.18 PMScreen Shot 2014-12-13 at 4.32.42 PM

Karamellugljáður laukur

Tveir laukar
Einn rauðlaukur
Naturata steikingarolía
Tvær msk af Sugarless Sugar frá NOW
Smá salt

Steikt á pönnu við vægan hita í 45 mínútur eða meira.

karenlind

Culiacan dásemd

HEILSURÉTTIRUMFJÖLLUN

Desember er genginn í garð. Sá mánuður þar sem flestir eru mjög uppteknir við jólaundirbúninginn og þá er gott að geta gripið í hollan mat í allri geðveikinni. Ég bloggaði um Culiacan fyrr í vetur og þá töluðu einhverjir um að veitingastaðurinn hafi alveg farið framhjá þeim. Vonandi varð pósturinn til þess að fleiri prófuðu staðinn. Ef þið hafið ekki prófað hann þá er tilvalið að kíkja við í desember. Það er um að gera að borða léttan mat á móti öllu því sem kemur síðar í mánuðinum :-) Eins og sést á myndunum hér að neðan er hver réttur vel útilátinn, með ferskum íslenskum kjúklingabringum, salsa og quacamole. Það  labbar enginn svangur út af Culiacan.

Ég hef prófað FIT kjúklingasalatið, enchilada hlauparans, tostada, quesadillas og enchilada. Ég elska mat og get ekki gert upp á milli réttanna. Allir réttirnir kitla bragðlaukana!

Screen Shot 2014-11-21 at 4.11.29 PM

Tostada. Biddu fyrir mér! Það er ekki svo gott að horfa á þessar myndir rétt fyrir svefninn. Ég er farin að slefa eins og hundar Pavlovs.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.11.46 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.10.52 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.12.19 PMScreen Shot 2014-11-21 at 4.15.24 PM

Enchilada. Mjög svipaður réttur og enchilada hlauparans nema hann er léttari. En þið verðið ekki svikin af þessari enchilada.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.13.41 PM

Quesadillas. Þessi réttur þótti mér mjög góður. Við vinkonurnar deildum réttunum til helminga til að smakka báða.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.13.26 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.12.58 PM

Hér að ofan má sjá FIT kjúklingasalatið og enchilada hlauparans sem ég smakkaði upphaflega. Myndirnar tala sínu máli og því mæli ég með að þið gerið ykkur ferð á Culiacan. Um leið og maður prófar þá er farið aftur.

cul

Culiacan er staðsett á Suðurlandsbraut :-)

Eldri færsla um Culiacan: sjá hér
Heimasíða Culiacan
Facebook-síða Culiacan

Takk fyrir mig og að leyfa mér að prófa réttina ykkar.

karenlind

Ljúffeng sætkartöflu- og avókadómús

HEILSURÉTTIR

Í fyrra fékk ég töfrasprota í jólagjöf. Töfrasprotann langaði mig mikið í eftir að ég sá Pöttru útbúa einhverja dásemdarsúpu úr örfáum hráefnum. Ég hugsaði með mér að það væri æðislegt að eiga töfrasprota til að geta útbúið sitt eigið pestó, súpur og fleira. Ekta ég! Af einhverjum ástæðum gleymdi ég töfrasprotanum og reif hann því nýverið úr pakkningunum og hef verið “unstoppable” í eldhúsinu síðan. Ég kýs helst að útbúa einfaldan mat sem tekur ekki mikinn tíma. Ég skal hanga í eldhúsinu yfir stærri tilefnum en hversdagsmat :)

Ef þig langar í meðlæti með próteingjafanum þá er þessi alveg málið fyrir þig. Í sætkartöflu- og avókadómúsinni er nóg af grænmeti og hollri fitu. Ég var ekki alveg að átta mig á því hve gott þetta var og hringdi í systur mína til að tilkynna henni nýjustu uppáhalds uppskriftina… það er gott að eiga einhvern að sem tekur á móti svona tilgangslausum símtölum, haha.

Screen Shot 2014-11-18 at 3.38.17 PM Screen Shot 2014-11-18 at 3.39.34 PMScreen Shot 2014-11-18 at 3.38.54 PM

Sætkartöflu- og avókadómús

100 gr. af soðinni og skrældri sætri kartöflu
Eitt vel þroskað avókadó
Ein lúka af spínati
Tvær klípur af klettasalati
Þrjár niðurrifnar mini gulrætur
Smá Herbamare jurtasalt – sjá hér.

Þessu er svo öllu blandað saman með töfrasprotanum eða jafnvel bara stappað saman. Ef þessu er stappað saman er eflaust fínt að saxa spínatið og klettasalatið áður. Ég lagði músina svo ofan á spínatbeð til að fá aðeins meira grænmeti. Sætkartöflu- og avókadómúsin er svo rosalega góð að ég gæti borðað hana á hverjum degi. Avókadóbragðið hverfur og í raun er erfitt að greina innihald músarinnar. Þannig að ef þú ert lítið fyrir avókadó eða spínat sem dæmi finnuru lítið fyrir hvoru tveggja í þessari mús. Það má svo útfæra músina með ýmsum hætti, t.d bæta við hnetum, fetaosti og svo framvegis.

Þið þurfið að prófa músina.. guðdómlega góð að mínu mati!

karenlind

Culiacan á Suðurlandsbraut

HEILSURÉTTIRUMFJÖLLUN

Hafið þið smakkað Culiacan? Culiacan er mexíkóskur veitingastaður sem selur hvern heilsuréttinn á fætur öðru. Ég hef prófað flesta heilsuréttina og af þeim get ég mælt með hverjum einum og einasta. Réttirnir eru alveg virkilega góðir, vel útilátnir og á mjög sanngjörnu verði. Það má segja að skammtastærðirnar séu nánast eins og á The Cheesecake Factory, s.s. nóg af mat. Slagorð Culiacan er “Saddur án samviskubits” sem skal engan furða því það er ekki annað hægt en að vera vel saddur.

Ég fór inn á heimasíðuna þeirra og sá að þeir notast aðeins við ferskar íslenskar kjúklingabringur. Eins er útbúið ferskt salsa og guacamole á hverjum degi. Það finnst á bragðinu, margfalt betra svona ferskt og heimatilbúið. Þegar ég æfði í World Class Laugum nýtti ég mér oft ferðina eftir æfingu og fékk mér heilsurétt frá þeim.

Veitingastaðurinn er mjög hlýlegur og snyrtilegur. Salernin eru skemmtilega öðruvísi og það er ljóst að það hefur verið pælt í hverjum krók og kima þegar Culiacan var hannaður. Svo er hin flottasta leikaðstaða fyrir börn eins og sést á mynd 5, talið ofan frá.

IMG_4536 IMG_4535 IMG_4534 IMG_4531IMG_4521 IMG_4528

IMG_5156 IMG_5151 IMG_5147

Enchilada hlauparans er einn af þeim heilsuréttum sem mér þótti bestur. Hann er eiginlega óeðlilega góður.. stór heilhveiti tortilla með kjúklingi, hrísgrjónum og salat. Undir vefjunni er stökkt nachos. Það er skylda að prófa þennan!

IMG_4071

IMG_4066

FIT kjúklingasalatið er ofsalega vel heppnað. Þessi kjúklingur er hægeldaður og mjög mjúkur fyrir vikið. Ég var mjög spennt að sjá salatið, enda mjög frábrugðið öðrum í útliti. Það er jafn gott og það er flott. Ég hef fengið mér það sem hádegismat nokkrum sinnum. Það hentar mér vel því ég kýs frekar léttan hádegismat yfir annað. Þessi réttur er algjört æði!

Ég er að elska hve auðvelt það er að grípa í hollan mat nú til dags. Ef þið hafið ekki prófað Culiacan þá verðiði að koma þar við og prófa. Þið sjáið ekki eftir ferð á Culiacan :-)

Fyrir áhugasama:
Heimasíða Culiacan
Facebook-síða Culiacan 

karenlind

Á hraðferð: Spínat ommeletta

HEILSURÉTTIRHOLLUSTA

Þetta blogg er skrifað á jafn mikilli hraðferð og undirbúningur þessarar ommelettu. Undanfarna daga/vikur hef ég varla náð að hugsa skýrt.. “allt eða ekkert” virðist elta mig á röndum og því endurspeglast tími minn í eldhúsinu mikið eftir því. Ég hafði engan tíma til að skera spínatið niður og ákvað því að henda fjórum eggjum ásamt 120 gr. af spínati í blenderinn. Ég rétt hrærði þetta saman í um 2-4 sekúndur.

IMG_4954 IMG_4955 IMG_4959 IMG_4960

Ég notaði ólífuolíu frá Himneskri hollustu á pönnuna, en það er ein besta ólífuolía sem má nálgast á Íslandi að mínu mati. Mín ráð til ykkar er að forðast olíur í ljósum plastumbúðum, og velja frekar ólífuolíur í dökku gleri. Þegar blandan af eggjunum og spínatinu hafði verið á pönnunni í ca. mínútu stráði ég blaðlauk yfir og saltaði herlegheitin með Herbamare jurtasalti. Jurtasaltið er lífrænt og alveg frábært til matargerðar. Ég mæli mikið með því, það kostaði eitthvað um 850 kr. í Nettó.

Ég var ekkert svo viss um að þessi máltíð yrði æt en hún var bara mjög fín. Kröfurnar eru kannski ekki miklar þegar undirbúningur er í lágmarki en það er alveg á hreinu að þetta var ekki vont! Nóg af próteini og grænmeti og þessu öllu saman skolað niður með vatnslasi. Ég þarf að nota blenderaðferðina oftar þar sem ég var í kannski 3 mínútur að þessu. Frekar hentugt fyrir fólk á hraðferð!

karenlind

Sætkartöfluborgari

HEILSAHEILSURÉTTIRHOLLUSTA

IMG_4516

IMG_4508

Haldiði ekki að ég hafi loksins eldað mat! Þvílíki lúxusinn sem hefur verið á okkur undanfarna mánuði.

Mjög einfaldur kvöldmatur en virkilega góður. Bæði sætkartaflan og borgarinn voru elduð á George Foreman grilli.

Á borgaranum:
Avocado
Gúrkur
Klettasalat
Gul papríka
Rauðlaukur
BBQ sósa

Eftirréttur:
2 CLA töflur

1384392_10202074626209413_2023819402_n