fbpx

Á hraðferð: Spínat ommeletta

HEILSURÉTTIRHOLLUSTA

Þetta blogg er skrifað á jafn mikilli hraðferð og undirbúningur þessarar ommelettu. Undanfarna daga/vikur hef ég varla náð að hugsa skýrt.. “allt eða ekkert” virðist elta mig á röndum og því endurspeglast tími minn í eldhúsinu mikið eftir því. Ég hafði engan tíma til að skera spínatið niður og ákvað því að henda fjórum eggjum ásamt 120 gr. af spínati í blenderinn. Ég rétt hrærði þetta saman í um 2-4 sekúndur.

IMG_4954 IMG_4955 IMG_4959 IMG_4960

Ég notaði ólífuolíu frá Himneskri hollustu á pönnuna, en það er ein besta ólífuolía sem má nálgast á Íslandi að mínu mati. Mín ráð til ykkar er að forðast olíur í ljósum plastumbúðum, og velja frekar ólífuolíur í dökku gleri. Þegar blandan af eggjunum og spínatinu hafði verið á pönnunni í ca. mínútu stráði ég blaðlauk yfir og saltaði herlegheitin með Herbamare jurtasalti. Jurtasaltið er lífrænt og alveg frábært til matargerðar. Ég mæli mikið með því, það kostaði eitthvað um 850 kr. í Nettó.

Ég var ekkert svo viss um að þessi máltíð yrði æt en hún var bara mjög fín. Kröfurnar eru kannski ekki miklar þegar undirbúningur er í lágmarki en það er alveg á hreinu að þetta var ekki vont! Nóg af próteini og grænmeti og þessu öllu saman skolað niður með vatnslasi. Ég þarf að nota blenderaðferðina oftar þar sem ég var í kannski 3 mínútur að þessu. Frekar hentugt fyrir fólk á hraðferð!

karenlind

Rauðrófudásemd

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. :)

    25. March 2014

    Ég hef heyrt að það sé ekki gott að nota olífuolíu til steikingar þar sem hún er einómettuð og þolir illa að vera hituð mikið? Eitthvað til í því?

    • Karen Lind

      25. March 2014

      Já, það er rétt en einmitt út af því sem ég steiki aldrei á háum hita… það er algjört no no! Ólífuolían (frá Himneskri hollustu) er líka frábær bara út á salat og fleira – hún er algjört nammi!

  2. Ástríður Þórey

    26. March 2014

    Haha, ég hef einmitt hent sveppum, hvítlauk og parmesan osti (just to name a few) í vitamix blandarann þegar ég hef lítinn tíma. Mjög ánægð með mig að hafa áttað mig á þessu til að spara tíma þegar hann er af skornum skammti.

    • Karen Lind

      26. March 2014

      Ok, þetta hljómar æðislega! Prófa þessa blöndu næst :)

  3. Bergþóra

    27. March 2014

    Mmm þetta var gott. Alltaf gott að fá hugmynd að svona rosalega fljótlegum mat sem er líka svona ljómandi hollur OG góður :)