Ég er rosalegur laukur. Ég gæti borðað lauk með nánast öllu. Ég ákvað að prófa að karamellugljá lauk um daginn með aðeins hollari hætti en vanalega. Laukurinn var svo yfirþyrmandi góður að ég sá auðvitað eftir því að hafa ekki gert meira. Pannan var full af lauk til að byrja með en eftir 45 mínútna legu á pönnunni var hrúgan orðin að engu. En mikið var þetta gott. Nú er þetta í algjöru uppáhaldi hjá mér sem meðlæti!
Neðsta myndin gerir þessu jafnvel engan greiða. Laukurinn lítur út eins og vikugömul klessa af einhverju óætu – en helúúú hvað þetta er gott.
Karamellugljáður laukur
Tveir laukar
Einn rauðlaukur
Naturata steikingarolía
Tvær msk af Sugarless Sugar frá NOW
Smá salt
Steikt á pönnu við vægan hita í 45 mínútur eða meira.
Skrifa Innlegg