fbpx

Skálin mín

HEILSURÉTTIRHOLLUSTA

Ég gæti borðað Skálina frá Gló daglega. Svo góð er hún. Það sem setur punktinn yfir þetta allt saman er pestóið frá Gló. Þvílíkt himnaríki sem það er. Það er auðvitað ekki hægt að kaupa sér slíka dýrindis veislu alla daga svo ég útbjó mína eigin skál í kvöld. Vissulega hefði ég viljað hafa annan próteingjafa en laxinn, en ég hef ekkert borðað fisk í vikunni og því neyddist ég hálfpartinn til að hafa laxinn með. Ég reyndi að hafa skálina mína svipaða og þá skál sem ég fæ mér á Gló.  Ég setti sittlítið af hverju í mína skál eins og sjá má á listanum hér að neðan. Þau hráefni sem ég sauð leyfði ég að kólna inn í ísskáp á meðan laxinn var í ofninum.

Spínat
Grænkál
Klettasalat
Rauðkál
Hvítkál
Rauðlauk
Mangó
Kelp núðlur í lime-safa 
Soðnar sætar kartöflur, rauðrófur og gulrætur
Soðið kínóa
Trönuber og ristaðar kókosflögur
Ofnbakaður lax

Screen Shot 2015-02-27 at 8.21.41 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.21.59 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.12 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.26 PM Screen Shot 2015-02-27 at 8.22.39 PM

Algjört gúmmelaði. Sem betur fer skar ég niður of mikið af grænmeti og því með tilbúinn skammt fyrir morgundaginn. Planið er að fara í heljarinnar tíma kl. 10 í fyrramálið og fá mér skál í hádeginu.

… það er fátt sem kætir líkama og sál jafn mikið og næringarríkur matur.

Bestu kveðjur,

karenlind

Leður bikerjakki frá PeleCheCoco

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    27. February 2015

    þú og skálin eru himnaríki :)