fbpx

Culiacan dásemd

HEILSURÉTTIRUMFJÖLLUN

Desember er genginn í garð. Sá mánuður þar sem flestir eru mjög uppteknir við jólaundirbúninginn og þá er gott að geta gripið í hollan mat í allri geðveikinni. Ég bloggaði um Culiacan fyrr í vetur og þá töluðu einhverjir um að veitingastaðurinn hafi alveg farið framhjá þeim. Vonandi varð pósturinn til þess að fleiri prófuðu staðinn. Ef þið hafið ekki prófað hann þá er tilvalið að kíkja við í desember. Það er um að gera að borða léttan mat á móti öllu því sem kemur síðar í mánuðinum :-) Eins og sést á myndunum hér að neðan er hver réttur vel útilátinn, með ferskum íslenskum kjúklingabringum, salsa og quacamole. Það  labbar enginn svangur út af Culiacan.

Ég hef prófað FIT kjúklingasalatið, enchilada hlauparans, tostada, quesadillas og enchilada. Ég elska mat og get ekki gert upp á milli réttanna. Allir réttirnir kitla bragðlaukana!

Screen Shot 2014-11-21 at 4.11.29 PM

Tostada. Biddu fyrir mér! Það er ekki svo gott að horfa á þessar myndir rétt fyrir svefninn. Ég er farin að slefa eins og hundar Pavlovs.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.11.46 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.10.52 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.12.19 PMScreen Shot 2014-11-21 at 4.15.24 PM

Enchilada. Mjög svipaður réttur og enchilada hlauparans nema hann er léttari. En þið verðið ekki svikin af þessari enchilada.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.13.41 PM

Quesadillas. Þessi réttur þótti mér mjög góður. Við vinkonurnar deildum réttunum til helminga til að smakka báða.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.13.26 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.12.58 PM

Hér að ofan má sjá FIT kjúklingasalatið og enchilada hlauparans sem ég smakkaði upphaflega. Myndirnar tala sínu máli og því mæli ég með að þið gerið ykkur ferð á Culiacan. Um leið og maður prófar þá er farið aftur.

cul

Culiacan er staðsett á Suðurlandsbraut :-)

Eldri færsla um Culiacan: sjá hér
Heimasíða Culiacan
Facebook-síða Culiacan

Takk fyrir mig og að leyfa mér að prófa réttina ykkar.

karenlind

Einfaldur DIY aðventukrans

Skrifa Innlegg