fbpx

Ljúffeng sætkartöflu- og avókadómús

HEILSURÉTTIR

Í fyrra fékk ég töfrasprota í jólagjöf. Töfrasprotann langaði mig mikið í eftir að ég sá Pöttru útbúa einhverja dásemdarsúpu úr örfáum hráefnum. Ég hugsaði með mér að það væri æðislegt að eiga töfrasprota til að geta útbúið sitt eigið pestó, súpur og fleira. Ekta ég! Af einhverjum ástæðum gleymdi ég töfrasprotanum og reif hann því nýverið úr pakkningunum og hef verið “unstoppable” í eldhúsinu síðan. Ég kýs helst að útbúa einfaldan mat sem tekur ekki mikinn tíma. Ég skal hanga í eldhúsinu yfir stærri tilefnum en hversdagsmat :)

Ef þig langar í meðlæti með próteingjafanum þá er þessi alveg málið fyrir þig. Í sætkartöflu- og avókadómúsinni er nóg af grænmeti og hollri fitu. Ég var ekki alveg að átta mig á því hve gott þetta var og hringdi í systur mína til að tilkynna henni nýjustu uppáhalds uppskriftina… það er gott að eiga einhvern að sem tekur á móti svona tilgangslausum símtölum, haha.

Screen Shot 2014-11-18 at 3.38.17 PM Screen Shot 2014-11-18 at 3.39.34 PMScreen Shot 2014-11-18 at 3.38.54 PM

Sætkartöflu- og avókadómús

100 gr. af soðinni og skrældri sætri kartöflu
Eitt vel þroskað avókadó
Ein lúka af spínati
Tvær klípur af klettasalati
Þrjár niðurrifnar mini gulrætur
Smá Herbamare jurtasalt – sjá hér.

Þessu er svo öllu blandað saman með töfrasprotanum eða jafnvel bara stappað saman. Ef þessu er stappað saman er eflaust fínt að saxa spínatið og klettasalatið áður. Ég lagði músina svo ofan á spínatbeð til að fá aðeins meira grænmeti. Sætkartöflu- og avókadómúsin er svo rosalega góð að ég gæti borðað hana á hverjum degi. Avókadóbragðið hverfur og í raun er erfitt að greina innihald músarinnar. Þannig að ef þú ert lítið fyrir avókadó eða spínat sem dæmi finnuru lítið fyrir hvoru tveggja í þessari mús. Það má svo útfæra músina með ýmsum hætti, t.d bæta við hnetum, fetaosti og svo framvegis.

Þið þurfið að prófa músina.. guðdómlega góð að mínu mati!

karenlind

Dermapen meðferð hjá Húðfegrun

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sæunn

  18. November 2014

  mmmm þetta lofar mjög góðu, ég er nefnilega ekki hrifin af avokadói einu og sér en vil endilega bæta því meira inn í mataræðið mitt. Ætla að prófa þessa, takk fyrir að deila með okkur :)

 2. Karen Sif

  20. November 2014

  Nammi! Ekkert smá girnilegt, mun prófa þessa :) Ertu með BBQ kjúlla með?

  • Karen Lind

   20. November 2014

   Já, ég skellti honum bara með… bara eitthvað létt mix af einhverju :-)