Hafið þið smakkað Culiacan? Culiacan er mexíkóskur veitingastaður sem selur hvern heilsuréttinn á fætur öðru. Ég hef prófað flesta heilsuréttina og af þeim get ég mælt með hverjum einum og einasta. Réttirnir eru alveg virkilega góðir, vel útilátnir og á mjög sanngjörnu verði. Það má segja að skammtastærðirnar séu nánast eins og á The Cheesecake Factory, s.s. nóg af mat. Slagorð Culiacan er “Saddur án samviskubits” sem skal engan furða því það er ekki annað hægt en að vera vel saddur.
Ég fór inn á heimasíðuna þeirra og sá að þeir notast aðeins við ferskar íslenskar kjúklingabringur. Eins er útbúið ferskt salsa og guacamole á hverjum degi. Það finnst á bragðinu, margfalt betra svona ferskt og heimatilbúið. Þegar ég æfði í World Class Laugum nýtti ég mér oft ferðina eftir æfingu og fékk mér heilsurétt frá þeim.
Veitingastaðurinn er mjög hlýlegur og snyrtilegur. Salernin eru skemmtilega öðruvísi og það er ljóst að það hefur verið pælt í hverjum krók og kima þegar Culiacan var hannaður. Svo er hin flottasta leikaðstaða fyrir börn eins og sést á mynd 5, talið ofan frá.
Enchilada hlauparans er einn af þeim heilsuréttum sem mér þótti bestur. Hann er eiginlega óeðlilega góður.. stór heilhveiti tortilla með kjúklingi, hrísgrjónum og salat. Undir vefjunni er stökkt nachos. Það er skylda að prófa þennan!
FIT kjúklingasalatið er ofsalega vel heppnað. Þessi kjúklingur er hægeldaður og mjög mjúkur fyrir vikið. Ég var mjög spennt að sjá salatið, enda mjög frábrugðið öðrum í útliti. Það er jafn gott og það er flott. Ég hef fengið mér það sem hádegismat nokkrum sinnum. Það hentar mér vel því ég kýs frekar léttan hádegismat yfir annað. Þessi réttur er algjört æði!
Ég er að elska hve auðvelt það er að grípa í hollan mat nú til dags. Ef þið hafið ekki prófað Culiacan þá verðiði að koma þar við og prófa. Þið sjáið ekki eftir ferð á Culiacan :-)
Fyrir áhugasama:
Heimasíða Culiacan
Facebook-síða Culiacan
Skrifa Innlegg