Fleiri meðgöngumyndir af Beyoncé

BEYONCÉ

Ég endaði færsluna í gær á þeim orðum að ég hlakkaði til að sjá fleiri myndir af henni. Það rættist heldur betur úr því en hún hlóð inn fleiri myndum úr tvíburamyndatökunni inn á Beyonce.com, ásamt óbirtum myndum frá fyrri meðgöngunni. Já, því hef ég sko beðið eftir. Eflaust muna fleiri eftir ásökununum um að hún hafi fengið staðgöngumóður til að ganga með Blue Ivy. Hún svaraði því að mig minnir einu sinni, í heimildamyndinni sinni.. annars hafði hún ekki mikið fyrir því að leiðrétta kjaftasöguna.

screen-shot-2017-02-02-at-2-53-44-pm

Einfaldar og fallegar myndir. Ég get rétt ímyndað mér að það hafi tekið á að fá slíka ásökun á sig.. enda er meðganga ein mesta fórn sem ég hef upplifað.

screen-shot-2017-02-02-at-3-02-41-pm

screen-shot-2017-02-02-at-3-02-22-pm

Þarna er Tina ófrísk af Beyoncé. Siðirnir eru ólíkir, Beyoncé komin með nafn og ekki fædd.

screen-shot-2017-02-02-at-3-03-31-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-03-44-pm

Einstök fegurð

screen-shot-2017-02-02-at-3-03-06-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-03-17-pm

Litla Jaysína eflaust alsæl að verða stóra systir.

screen-shot-2017-02-02-at-2-55-31-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-02-33-pmscreen-shot-2017-02-02-at-3-16-35-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-16-46-pmscreen-shot-2017-02-02-at-3-17-30-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-17-40-pmscreen-shot-2017-02-02-at-3-18-52-pm screen-shot-2017-02-02-at-3-19-01-pm

Ef þetta fullnægði ekki Beyoncé skammtinum mínum út árið… og það er bara febrúar. Ég verð að enda þessa færslu á sömu orðum og í gær, ég hlakka til að sjá fleiri óléttumyndir af henni.

karenlind1

 

Beyoncé fjölgar sér

BEYONCÉ

Jiminn… haldiði ekki að drottningin sjálf sé að fjölga sér. Það verður heldur betur fjör hjá þeim hjúunum en þau eiga von á tvíburum. Ekki veit ég hvenær þeir eru væntanlegir í heiminn en ég rakst á þessar dásamlegu fréttir á instagram rétt í þessu.

Það er frekar krúttlegt að sjá hve svipaðar kúlurnar hennar eru, þá þessi og sú frá fyrri meðgöngu.

Spæjarinn ég sé glitta í örið eftir tattúið á efri hluta lærisins… en hún fékk sér tattú þegar hún var um 19 ára minnir mig og tileinkaði það föður sínum. Einhverjum árum síðar lét hún fjarlægja það.

screen-shot-2017-02-01-at-7-03-13-pm

Tvær neðri myndirnar eru frá árinu 2011 þegar hún gekk með Blue Ivy dóttur sína.

Það er mér hins vegar spurn hvernig henni tekst að halda öllu svona leyndu. Hún gerir þetta ítrekað, sem er nokkuð aðdáunarvert. Ég hlakka til að sjá fleiri óléttumyndir af henni!

karenlind1

 

Beyoncé & Super Bowl

BEYONCÉ

Let the countdown begin! Þann 7. febrúar er Super Bowl og mun engin önnur en Beyoncé (ásamt Coldplay) skemmta gestum í hálfleik. Það er ekki langt síðan hún steig síðast á svið í hálfleik Super Bowl, eða þrjú ár… samt finnst mér eins og það hafi verið í gær. Þar vöktu svipbrigði hennar mikla athygli og fóru þær myndir sem eldur í sinu um internetið.

Febrúar, vertu velkominn! Við aðdáendur bíðum spennt :)

karenlind

Beyoncé Beat Magazine

BEYONCÉ

Október útgáfa BEAT Magazine var ansi flott. Beyoncé prýðir forsíðuna ásamt myndaseríunni sem sést hér að neðan. Ég pantaði mér blaðið, eins langar mig í október útgáfu Flaunt Magazine en hún prýðir þá forsíðu líka.

rs_1024x683-151019094347-1024.Beyonce-Beat-Magazine-3-Kf.101915 Screen Shot 2015-10-19 at 11.58.46 PM Screen Shot 2015-10-19 at 11.58.54 PM Screen Shot 2015-10-19 at 11.59.04 PM Screen Shot 2015-10-19 at 11.59.12 PM Screen Shot 2015-10-19 at 11.59.20 PM Screen Shot 2015-10-19 at 11.59.40 PM Screen Shot 2015-10-20 at 12.01.07 AM Screen Shot 2015-10-20 at 12.02.04 AM Screen Shot 2015-10-20 at 12.05.11 AM

Í fyrsta sinn sé ég örið eftir húðflúr sem hún lét fjarlægja fyrir um 12-14 árum síðan. Ég hélt auðvitað að hún hafi jafnvel aldrei verið með húðflúrið þrátt fyrir að hafa séð myndina (hér að neðan) og lesið að það hafi verið fjarlægt. Ekki skrýtið að maður velti því fyrir sér ef hún ber þess ekki nokkur ummerki. En það má greinilega sjá örið á vinstri mjöðminni – loksins er það ekki photoshop-að af.

beyonce_007

Og hér má sjá þessa einu mynd af húðflúrinu. Mögulega eru til fleiri en ég hef svo sem ekki legið yfir þessu. Látum þessa nægja í bili :)

karenlind

Met Gala 2015

BEYONCÉ

Met Gala var í gærkvöldi. Met Gala er árleg söfnun fyrir Metropolitan Museum of Art’s Costume Institute í New York. Það má segja að Met Gala sé formleg opnun á hinni árlegu tískusýningu sem er á safninu en hún stendur yfir á sumrin, eða frá maí til ágúst. Þema sýningarinnar í ár er Kína. Stjörnurnar mæta í sínu fínasta pússi en kjólarnir í ár voru sérstaklega skrautlegir. Rihanna og Kim Kardashian fengu mikla athygli fyrir sína kjóla… þar til Beyoncé mætti nánast nakin þrátt fyrir að vera í kjól.

Hvað segja bændur þá?

Screen Shot 2015-05-05 at 11.27.44 AM Screen Shot 2015-05-05 at 11.28.38 AM

karenlind

All dressed up in white

BEYONCÉ

Tina Knowles giftist leikaranum Richard Lawson þann 12. apríl síðastliðinn rétt fyrir utan Newport Beach í California. Brúðkaupið var haldið á glæsilegri snekkju og þemað var hvítt, rétt eins og það var í brúðkaupi Solange. Tina er orðin 61 árs gömul en rétt er að minnast á að hún og Mathew Knowles, faðir Beyoncé og Solange, skildu fyrir ca. fjórum árum eftir 31 árs hjónaband.

Er ekki frábært að finna hamingjuna á ný og gifta sig á þessum aldri? Tina geislar og fjölskylduböndin eru greinilega afar sterk, ef marka má myndirnar.

Julez er orðinn 11 ára, mér finnst það eitthvað ótrúlegt.. því ég man ennþá eftir deginum sem hann fæddist. Mér hefur alltaf þótt hann líkjast Beyoncé. Hann er einmitt með nákvæmlega sama sveip og Beyoncé í annarri augabrúninni.

.. og Blue, hún er alveg eins og pabbi sinn!

karenlind

Grammys 2015: Beyoncé

BEYONCÉ

Ég hélt mér vakandi til að verða þrjú í nótt yfir Grammy verðlaununum en þá gafst ég upp. Ég var heldur betur vonsvikin að Beyoncé hafi ekki unnið bestu plötu ársins en viðurkenni þó að hafa ekki hlustað á nema eitt lag af plötu Becks sem heitir Morning Phase, en það var einmitt hann sem hreppti fyrrnefnd verðlaun. Beyoncé vann þó til þriggja Grammy verðlauna, Best R&B Performance, Best R&B Song og að lokum Best Surround Album. Í heildina hefur hún unnið 20 Grammy verðlaun og verið tilnefnd 53 sinnum. Hún situr þá í öðru sæti yfir “Most Grammys won by female artist” en í fyrsta sæti er Alison Krauss með 27 Grammy verðlaun.

Beyoncé flutti einnig lagið “Take My Hand, Precious Lord” sem var í uppáhaldi hjá Martin Luther King. Hún er alltaf jafn glæsileg, og jafnvel enn fallegri með svona látlausa förðun.

Screen Shot 2015-02-09 at 2.11.06 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.24.52 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.25.14 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.25.29 PM Screen Shot 2015-02-09 at 2.25.47 PM

Kjóll: Proenza Schouler
Skór: Balenciaga
Skart: Lorraine Schwartz

Screen Shot 2015-02-09 at 2.32.26 PM

Kjóll: Balmain
Skór: Fendi
Skart: Lorraine Schwartz

Screen Shot 2015-02-09 at 2.32.52 PM

Kjóll: Roberto Cavalli
Skór: Tom Ford
Slá: Amato
Hálsmen: Monique Pean, Messika

karenlind

Ný myndbönd Beyoncé

BEYONCÉ

Fyrir rúmri viku gaf Beyoncé út Beyoncé Platinum Edition safnið. Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum. En eruð þið búin að horfa á tónlistarmyndböndin sem hún frumsýndi þann daginn?

Ég horfði á þau í gær og tók nokkur screenshot. Ég er auðvitað mesti aðdáandi allra tíma. Vissulega var ég verri þegar ég var yngri, en þá fylgdist ég með henni hvert fótspor og hélt úti sérstökum “Beyoncé fréttum” á fyrsta blogginu mínu. Í dag er ég ennþá mikill aðdáandi. Vegna þess varð ég hálf svekkt yfir því hve berskjölduð hún varð á nýjasta albúminu sínu. Sérstaklega þótti mér leiðinlegt að sjá hana bera sig í einhverjum af myndböndunum. Algjörlega óþolandi að hún hafi þurft að fara sömu leið og aðrir.

Hér að neðan eru nokkrar myndir úr nýjustu myndböndunum sem frumsýnd voru þann 24. nóvember af upphaflegu plötunni. Þau eru Heaven, Blue, Superpower ft. Frank Ocean, Blow, Yoncé, Ghost, No angel, Jealous, Haunted og Mine ft. Drake. Ég mæli sérstaklega með því að horfa á myndböndin við Superpower og Mine.


karenlind