Í fyrradag hélt Beyoncé eins konar barnasturtu (baby shower) nema hún var frábrugðin týpískri barnasturtu að því leytinu til að faðirinn eða Jay-Z var viðstaddur. Þegar faðirinn er viðstaddur kallast boðið “Push Party” en nafnið er dregið af “Push Present” sem er gjöf sem tilvonandi faðir gefur móður fyrir eða eftir fæðingu barns. Halló Davíð, hvar er mín gjöf? :)
Eins er þetta partý (Push Party) haldið nær fæðingu barnsins en barnasturtan sjálf. Svo það gefur til kynna að ekki sé langt í tvíburastrákana þeirra hjúa. Barnasturta er aðeins haldin fyrir fyrsta barn.. en push party (vá hvað mig vantar íslenska orðið) er haldið hvort sem það á við fyrsta, annað eða þriðja barn.. (nú eða fleiri). Partýið er frjálslegra, en pælingin er sú að stuð og stemning sé ríkjandi en ekki endilega þetta formlega mömmuspjall sem einkennir barnasturtuna.
Ég er strax farin að fíla þetta concept mun betur en barnasturtu. Ég sé fyrir mér kampavín og osta og fjör! Mér lýst allavega betur á þessa hugmynd en “bleiku” og “bláu” partýin þar sem allt er overloaded í kökum og dúlleríi, þó svo það sé vissulega skemmtilegt. En ætli barnasturtan sé ekki bara ætluð fyrsta barni þar sem push party er svo miklu skemmtilegra?
Svo virðist vera sem þema partýsins megi rekja til Nígeríu.. en þaðan er Fela Kuti, söngvari og lagahöfundur, en bæði Jay-z og Beyoncé hafa samið verk þar sem Fela Kuti var aðal innblástur þeirra. Til að mynda er lagið “End of Time” með Beyoncé eitt þeirra… og það lag er í ótrúlega miklu uppáhaldi hjá mér! Hlustið á það.. og takið eftir afríska taktinum.
Finnst ykkur þetta allt saman ekki örugglega jafn skemmtilegt og mér?
Skrifa Innlegg