Met Gala var í gærkvöldi. Met Gala er árleg söfnun fyrir Metropolitan Museum of Art’s Costume Institute í New York. Það má segja að Met Gala sé formleg opnun á hinni árlegu tískusýningu sem er á safninu en hún stendur yfir á sumrin, eða frá maí til ágúst. Þema sýningarinnar í ár er Kína. Stjörnurnar mæta í sínu fínasta pússi en kjólarnir í ár voru sérstaklega skrautlegir. Rihanna og Kim Kardashian fengu mikla athygli fyrir sína kjóla… þar til Beyoncé mætti nánast nakin þrátt fyrir að vera í kjól.
Hvað segja bændur þá?
Skrifa Innlegg