fbpx

Óskalistinn: 600 blaðsíðna Beyoncé “Tablebook”

BEYONCÉ

Nei, hvað höfum við hér! Ef það er eitthvað sem ég þarf að eignast þá er það þessi bók. Bókin heitir “How to make lemonade” en Beyoncé gaf þennan doðrant nýverið út. Í bókinni má sjá myndir frá gerð Lemonade plötunnar og er þá sýnt ítarlega frá öllu sem viðkemur plötunni, þá tísku, stíliseringu, gömlum fjölskyldumyndum og svo mætti lengi telja.. eins leggur hún mikla áherslu á réttindabaráttu blökkumanna í bókinni (sem og plötunni).

Bókin kostar 300$.. en ætli hún lækki ekki eftir einhvern tíma. Ég bíð eftir ágætis tilboði og þá verð ég að eignast bókina, auðvitað. Ég gæti alveg eins átt von á sekt ef ég keypti hana ekki.

Bókina má kaupa hér.

.. smekkbuxur fyrir barnið

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    22. August 2017

    Ég er í þessum skrifuðu orðum að hlusta á Lemonade – what a woman!!