Kynningarfundur Munum Dagbókar í kvöld

UMFJÖLLUN

Í kvöld þann 8. janúar kl. 20 er kynningarfundur á dagbókinni MUNUM. Kynningarfundurinn er á Gló Engjateigi, og það sem mér finnst mikilvægast er að þar verða eintök af dagbókinni til sölu (í gulu og gráu), einmitt jú þar sem hún er bara orðin uppseld á flestum stöðum og fólki er ekki að takast að ná sér í eintak!

Farið verður yfir ýmsa þætti sem gera okkur kleift að hámarka líkur á árangri og aukinni hamingju á komandi ári. Fyrirlesturinn er að kostnaðarlausu, það má bjóða vinum og vandamönnum með.

Endilega láttu sjá þig, og nældu þér í eintak!

Facebook Munum dagbókarinnar
Heimasíða Munum dagbókarinnar

karenlind

Vilt þú vinna eintak af Munum dagbókinni?

ÍSLENSK HÖNNUNUMFJÖLLUN

UPPFÆRT

Þátttakendur númer 25, 59 og 122 voru dregnir út að þessu sinni með aðstoð Random.org, það er eina leiðin í svona leikjum :) Þakka ykkur innilega fyrir þátttökuna og bendi ég áhugasömum til dæmis á Eymumdsson og Hrím. Til hamingju Stefanía, Þórunn Anna og Þóra Margrét. Sendið mér e-mail á karenlind@trendnet.is – gleðilegt ár!

Screen Shot 2016-01-04 at 12.32.53 AM

Screen Shot 2016-01-04 at 12.13.13 AM Screen Shot 2016-01-04 at 12.15.25 AM

Þið munið eflaust eftir færslunni sem ég skrifaði um daginn um dagbókina sem ber nafnið Passion Planner 2016. Ég var ekki lengi að panta dagbókina en því miður var ég ekki nógu hrifin af henni þegar ég loks fékk hana í hendurnar, mér þóttu gæðin ekki nógu góð og svo var hún aðeins of stór fyrir minn smekk. Svo pirraði mig eitthvað að hún væri á ensku. Svona ítarleg markmiðabók þarf að rúmast fyrir í veskinu, enda nauðsynlegt að mínu mati að hafa hana á sér til þess að geta framfylgt markmiðum sínum og haft þau sýnileg. Eins og ég hef nefnt áður, þá er ég með ótal hugmyndir þessa stundina og engar hina.. og ef ég skrifa hlutina ekki niður þá á ég mjög auðvelt með að enda aðgerðarlaus og jafnvel áorka fáu. Dagbækur er því eitthvað sem ég sogast að og flokka sem nauðsynjavöru :)

Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég komment á færsluna um Passion Planner frá einum lesanda og það hljóðaði svo:

Screen Shot 2015-12-30 at 12.30.43 AM

Ég fékk bakþanka með mína PP dagbók og rauk beint í það að losa mig við hana. Ég varð bara að eignast eintak af þessari rosalega flottu dagbók frá www.munum.is. Sjálf lærði ég sálfræði í Háskóla Íslands og veit því eitt og annað um áhrif markmiðasetningar, jákvæðrar hugsunar og tímastjórnunar. Það er alveg ótrúlegt hvað má bæta og áorka með því einu að skrifa hlutina niður. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að það að skrá niður markmið sín auki líkur á árangri til muna.

Ég sóttist eftir því að auglýsa Munum dagbókina því mér finnst fólk einfaldlega þurfa á henni að halda. Svona flottur doðrantur má ekki fara framhjá neinum. Munum dagbókin er á íslensku sem gerir hana enn persónulegri og þægilegri í notkun. Eins og þið sjáið þá er bókin sérstaklega falleg og er til í gráum og gulum lit.

Munum dagbókin varð til vegna óbilandi ástríðu tveggja vinkvenna, þeirra Erlu og Þóru, fyrir skipulagi, markmiðum, jákvæðri hugsun og jú fallegum dagbókum. Bókin er útpæld og nær að samtvinna allt það sem hefur löngu átt að rata í dagbækur. Þessar vinkonur eru nú meiri snillingarnir, þær hugsa út fyrir rammann og afraksturinn er brilliant! Munum dagbókin var hönnuð með eftirfarandi þætti að leiðarljósi og leyfi ég mér að deila þeim hér.

1. Markmiðasetning – Rannsóknir sýna að markmiðasetning og það að skrá niður markmið sín á hnitmiðaðan hátt eykur stórlega líkur á árangri. Bara það að setja sér markmið tífaldar líkurnar á árangri, ef markmiðiðin eru einnig skrifuð niður aukast líkur á árangri um rúm 40% til viðbótar. Með því að skilgreina markmiðin vel, skipta þeim niður í minni skref og hafa á þeim fastan tímaramma aukast líkurnar á árangri enn frekar.

2. Tímastjórnun – Tími er oft það sem okkur vantar mest en samt sem áður það sem við nýtum verst. Flestir kannast við það að ákveðin verkefni eru látin sitja á hakanum og þeim frestað þangað til þau eru farin að valda manni óþægilegu hugarangri og jafnvel hafa neikvæð áhrif á daglega líðan. Við ætlum að fara yfir forgangsröðun verkefna og hvernig við stjórnum tíma okkar sem best.

3. Jákvæð sálfræði – Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Með því að einblína á það góða í lífinu, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og einbeita sér frekar að því jákvæða má auka lífshamingju til muna. En þetta er eitthvað sem maður þarf að rækta og með ákveðnum aðferðum er hægt að efla jákvæða hugsun og því er svo mikilvægt að staldra við í hversdagsleikanum og minna sig á allt það góða í kringum mann og taka sér tíma til að vera þakklátur.

Screen Shot 2015-12-30 at 12.38.37 AM Screen Shot 2015-12-30 at 12.38.51 AMScreen Shot 2015-12-30 at 1.32.01 AM Screen Shot 2015-12-30 at 12.39.09 AM 1 Screen Shot 2015-12-30 at 12.39.23 AM

Screen Shot 2015-12-30 at 12.39.37 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.39.47 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.39.55 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.09 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.17 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.41 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.48 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.40.56 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.41.03 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.41.09 AMScreen Shot 2015-12-30 at 12.41.18 AM

Almanak, dagatal, yfirmarkmið, undirmarkmið, skammtímamarkmið, langtímamarkmið, hvatningarorð, tímastjórnun og tímasetning, markmiðatré, markmið mánaðarins, verkefni dagsins og vikunnar, þakklætisdálkur, æfing dagsins, mataræði og uppgjör. Nefndu það, þetta er allt á einum stað.

Mig langar til að gefa þrjú eintök til þriggja lesenda. Til þess að eiga möguleika á að vinna eintak af Munum dagbókinni þarfu að:

1. Deila þessari færslu.

2. Smella á like-hnappinn á facebook-síðu Munum dagbókarinnar.

3. Skrifa athugasemd á færsluna með nafni og greina frá því hvernig dagbókin gæti komið þér að góðum notum.

Það eiga allir möguleika á því að fá eintak svo ekki hika við að vera með, vinningshafi verður dreginn út þann 3. janúar 2016.

karenlind

#munum

Kolbrún María Photography

UMFJÖLLUN

Kolbrún María vinkona mín opnaði nýverið ljósmyndastúdíó í Mosfellsbæ. Myndirnar sem hún tekur eru æðislegar enda fagmaður fram í fingurgóma. Vinalegri gerast þær ekki, Kolla er algjört gull og ég get ekki ímyndað mér annað en létt og gott andrúmsloft í ljósmyndastúdíóinu hennar. Fyrir þá sem eru í jólakortahugleiðingum efast ég ekki um að Kolla sé rétti aðilinn í það. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem hún hefur tekið ásamt verðlista fyrir jólamyndatöku.

12209401_10153706741352838_1254932121_o

12212472_10153706741592838_1073767665_n12212111_10153706744002838_1742469026_n12213882_10153707582137838_771434106_o12211987_10153707571162838_430800683_n12210753_10153706767517838_1972968589_o

Hér fyrir neðan er linkur á facebook-síðu Kollu, endilega skoðið hana og hafið samband við hana í gegnum þá síðu ef þið eruð áhugasöm.

Kolbrún María Photograpy

karenlind

#sönnfegurð með Dove

UMFJÖLLUN

Ætli dagurinn í dag, 29. apríl, sé upphafið að nýju árferði þegar kemur að hugsunarhætti stúlkna og kvenna að líkamsmyndinni sjálfri? Það er allavega nokkuð staðfest að auglýsingaherferð Dove #sönnfegurð mun ýta við ungum stúlkum sem og konum, og vekja þær til umhugsunar um eigin líkamsmynd. Ég bið ykkur um eitt, að lesa þessa færslu og það sem skiptir enn meira máli, horfið á myndbandið hér að neðan.

Screen Shot 2015-04-29 at 4.36.50 AM

Svo ég segi ykkur aðeins frá þessu merkilega verkefni er best að taka saman helstu markmið þess og fara yfir helstu áhersluþætti. Aðalmarkmið #sönnfegurð verkefnis Dove er að stuðla að bættri líkamsímynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Vitum við jú ekki flest öll að útlitskröfur í garð kvenna eru óraunhæfar? Það er erfitt að uppfylla þessar kröfur. Jafnvel fyrirsæturnar sjálfar ná ekki að uppfylla þessar kröfur án myndvinnsluforrita. Til að sporna gegn þessari þróun er nauðsynlegt að skapa umræður og halda upplýsingaflæðinu góðu. Dove hefur verið það fyrirtæki sem hefur unnið gegn þessari þróun með því að sýna fjölbreytileika kvenlíkamans, en þið hafið eflaust rekist á auglýsingarnar þeirra þar sem fyrirsæturnar eru í öllum stærðum og gerðum.

Dove hefur ákveðið að styrkja The Body Project en það er líkamsmyndarnámskeið fyrir ungar konur sem vilja verða gagnrýnni í hugsun gagnvart fegurðarviðmiðum og eins verða sáttari við eigin líkamsvöxt. Íslenska útgáfa þessa námskeiðs hefur verið í þróun í 5 ár en niðurstöður sýna að stúlkur eru m.a. ánægðari með líkamsmynd sína og sýna minni megrunarhegðun að loknu námskeiði. Dove styrkir verkefnið hér á landi með þeim hætti að stúlkur í framhaldsskóla geta tekið námskeiðið þeim að kostnaðarlausu og verða námskeiðin í boði haustið 2015.

Sjálf man ég ansi vel eftir mínum framhaldsskólaárum. Ég var í Versló. Ég hefði þurft á slíku námskeiði að halda. Ekki bara ég, allar stelpurnar í bekknum, árganginum..  skólanum. Þegar ég hugsa tilbaka virðist vera sem útlitið hafi verið nokkuð ofarlega í huga flestra sem ég þekkti. En lífið breytist með hverju árinu sem líður og útlitspælingar lúta í lægra haldi fyrir hlutum eins og markmiðum og að vilja ná árangri. Það er það frábæra við að eldast en mikið vildi ég að sá hugsunarháttur hefði gert vart við sig fyrir 15 árum, þegar ég mest þurfti á honum að halda.

Hér að neðan er íslenskt myndband unnið í samstarfi við Dove og #sönnfegurð verkefnið. Þið verðið einfaldlega að horfa á það en í því má sjá tvo aldurshópa af stúlkum, 7 ára og stúlkur á háskólaaldri, svara spurningum um upplifun þeirra af sundferð. Svörin við þeim eru á margan hátt sorglega ólík en það blasir við að þau ættu auðvitað að vera svipuð. Spurningin er nefnilega ekki flókin.

Hvað segið þið um þetta? Er ekki bara gaman að fara í sund án nokkurra annarra málalenginga? Þessi þróun er ekkert nema sorgleg og henni verður að breyta. Nú finn ég fyrir vonarglætu því #sönnfegurð verkefnið verður fyrirferðamikið og vonandi fer það ekki framhjá neinum. Snúum vörn í sókn og gerum betur en að huga að útlitinu út í eitt… það er svo miklu meira varið í lífið en það (og miklu meira varið í okkur en bara útlitið).

Facebook #sönnfegurð verkefnisins
Heimasíða #sönnfegurð

Setjið endilega LIKE á síðu verkefnisins. Takið þátt, fylgist með, skapið umræður, deilið á FB, hafið skoðun, hafið áhrif. Þannig breytist þetta. Verkefnið er rétt að byrja… og ég ætla að vera með frá byrjun, en þú?karenlind

Dermapen – 3. og síðasta meðferðin

HÚÐUMFJÖLLUN

Síðasti tíminn í dermapen skilaði miklum árangri. Ég get sagt það strax, án málalenginga, að þessi meðferð var mjög áhrifarík í mínu tilviki. Þriðji tíminn var ólíkur fyrri tveimur að því leytinu til að við ákváðum að nota deyfigel á andlitið til að auka styrkinn enn meir. Var þetta ekki hrikalega vont? Nei, síðasti tíminn var sá allra besti og ég fann ekki fyrir neinu þegar notast var við gelið. Aftur á móti var ég tveimur dögum lengur að ná mér en það var bara jákvætt því árangurinn var frábær. Ég mæli með því að fara í meðferðina rétt fyrir helgarfrí eða vaktafrí sem dæmi. Húðin verður rauð og það er rosalega gott að hafa hana þakta kókosolíu eða annars konar rakagefandi húðvöru. Ég notaði kókosolíu og EGF húðdropana.

IMG_1212

Ég fékk mjög mikil viðbrögð frá fjölskyldu minni og vinum. Systir mín (sú manneskja sem ég hvað mest með) sá svo mikinn mun að hana langar að fara og stefnir að því á árinu. Föðursystir mín hefur þegar farið í meðferðina og sá mikinn mun eftir fyrsta tímann. Besti vinur minn hafði orð á því hvað ég liti vel út og spurði “Er þetta út af þessari dermapen meðferð sem þú fórst í”. Ég hef fengið mikið hól fyrir það að vera frískleg og líta vel út, og það er ágætis tilbreyting því ég hef ekki heyrt það í frekar langan tíma. Það má segja að ég hafi verið á nettu mygluskeiði frá því ég hóf skrif á mastersritgerðinni. Sá munur sem ég tók hvað mest eftir var eftirfarandi:

-Valbráarbletturinn hefur lýst upp um tón eða tvo
-Húðliturinn er jafnari
-Húðin er þéttari
-Ennið og svæðið milli brúnanna er sléttara 

Screen Shot 2015-01-15 at 8.53.54 AM

Hér sést valbráarbletturinn vel á þessari mynd frá 2011-12.

Screen Shot 2015-01-15 at 9.02.50 AM

.. og hér er ósnert mynd frá áramótunum. Hann er mun ljósari.

Ég ákvað að taka nokkrar myndir af mér, án allrar förðunar og myndvinnslu. Ég tók þetta meira að segja eldsnemma um morguninn og baugarnir fá því að vera með… og eldrauða bólan á kinninni.

Screen Shot 2015-01-20 at 2.40.43 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.46.13 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.47.11 PM Screen Shot 2015-01-20 at 2.51.05 PM

Ég mælti með Dermapen meðferðinni við systur mína, vinkonur og frænkur. Ein þeirra hefur þegar farið og mun fara aftur í febrúar. Ég hefði stoppað hana af ef mér þætti þetta ekki þess virði. Þið sem eruð að lesa um Dermapen meðferðina hjá mér í fyrsta sinn, lesið endilega hinar tvær færslurnar um meðferðartíma I og II.

Dermapen meðferð I
Dermapen meðferð II

Í þeim færslum lýsi ég meðferðinni nánar. Svo mæli ég einnig með því að horfa á myndbandið sem ég deildi í seinni færslunni en í því má sjá hvernig meðferðin er framkvæmd.

Ég fór til Díönu (annar eigandi Húðfegrunar) og mér fannst hún æði. Hún er algjör fagmaður í sinni grein. Ekkert hik né óöryggi, hún veit nákvæmlega hvað hún er að gera.

abcHér eru þær mæðgur og eigendur Húðfegrunar. F. v. Díana og Bryndís Alma.

Ykkur er frjálst að senda mér línu eða tvær ef þið hafið einhverjar spurningar – en ég mæli 150% með þessari meðferð ef þú vilt bæta húð þína með einhverjum hætti. Ég færi aldrei að senda mínar nánustu í meðferðina ef ég hefði ekki verið fullkomlega sátt! :)

Heimasíða Húðfegrunar
Facebooksíða Húðfegrunar

Bestu kveðjur og innilegar þakkir fyrir mig mæðgur,

karenlind

Gefðu dekurstund með Óskaskríni

HÚÐUMFJÖLLUN

Óskaskrín er jólagjöf sem getur ekki klikkað. Með því að gefa Óskaskrínið DEKURSTUND ertu til dæmis að gefa dekurstund sem viðkomandi getur nýtt á mismunandi snyrtistofum á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Óskaskrínin eru fjögur samtals og eru á mismunandi verði og er þema hvers og eins mismunandi.Screen Shot 2014-12-11 at 10.00.05 AM

Ég fékk Dekurstundar Óskaskrínið.
Það sem ég gat valið úr var eftirfarandi:

Screen Shot 2014-12-11 at 10.11.22 AM Screen Shot 2014-12-11 at 10.11.34 AM

Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og valdi því sogæðameðferðina hjá Dimmalimm snyrtistofunni í Árbæ. Sogæðameðferðin var kærkomin, enda er ég alltaf með einhverjar furðulegar bólgur í lærunum sem virðast ekki ætla að fara. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég reyni að nota foam-rúllu og bolta nokkrum sinnum í viku.

Sogæðameðferðin var ótrúlega kósí. Ég sofnaði næstum því.. enda algjör nautnaseggur. Til að byrja með var olía borin á neðri hluta líkamans og upp að mitti. Þá næst var ég vafin inn í heitan vafning. Að því loknu lagðist ég á bekk í svokallaða sogæðavél. Vélin er tengd við stór stígvél sem ná upp að mitti og hún þjappar lofti frá ökkla og upp úr eftir ákveðnum kerfum. Ég er í voginni og valdi því bara það sem er vinsælast. Þið getið ímyndað ykkur hvað var gott að fá svona meðferð í þessu vonda veðri. Ég kom nefnilega seint í tímann vegna ömurlegrar færðar og ég bókstaflega kom spólandi á planið hjá Dimmalimm.

Ef mig langar í einhver stígvél þá  eru það sko ekki nýjustu stígvélin frá Alexander McQueen, það eru þessi sem ég fór í í meðferðinni. Þvílíkur unaður. Mér fannst eins og það væri verið að sjúga alla þreytu, bólgur og pirring úr fótunum. Ég get eiginlega ekki lýst því hve gott þetta var. Algjör hámarksafslöppun í klukkutíma.

10833985_10205365756685618_1951434618_n 10859595_10205365756725619_685901277_n 10859495_10205365756765620_894181348_n

Screen Shot 2014-12-11 at 9.54.23 AM Óskaskrín er tilvalin jólagjöf handa þeim sem þurfa nauðsynlega á ljúfri afslöppunarstund að halda. Ætli það séu ekki allir? Ég er svo viss um að allir myndu þiggja sogæðameðferðina og njóta hennar til fulls. Þvílík paradís! Þá sem langar að prófa eitthvað annað en sogæðameðferðina geta valið úr 18 öðrum valmöguleikum :)

Heimasíða Óskaskríns
Facebook-síða Óskaskríns

karenlind

Culiacan dásemd

HEILSURÉTTIRUMFJÖLLUN

Desember er genginn í garð. Sá mánuður þar sem flestir eru mjög uppteknir við jólaundirbúninginn og þá er gott að geta gripið í hollan mat í allri geðveikinni. Ég bloggaði um Culiacan fyrr í vetur og þá töluðu einhverjir um að veitingastaðurinn hafi alveg farið framhjá þeim. Vonandi varð pósturinn til þess að fleiri prófuðu staðinn. Ef þið hafið ekki prófað hann þá er tilvalið að kíkja við í desember. Það er um að gera að borða léttan mat á móti öllu því sem kemur síðar í mánuðinum :-) Eins og sést á myndunum hér að neðan er hver réttur vel útilátinn, með ferskum íslenskum kjúklingabringum, salsa og quacamole. Það  labbar enginn svangur út af Culiacan.

Ég hef prófað FIT kjúklingasalatið, enchilada hlauparans, tostada, quesadillas og enchilada. Ég elska mat og get ekki gert upp á milli réttanna. Allir réttirnir kitla bragðlaukana!

Screen Shot 2014-11-21 at 4.11.29 PM

Tostada. Biddu fyrir mér! Það er ekki svo gott að horfa á þessar myndir rétt fyrir svefninn. Ég er farin að slefa eins og hundar Pavlovs.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.11.46 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.10.52 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.12.19 PMScreen Shot 2014-11-21 at 4.15.24 PM

Enchilada. Mjög svipaður réttur og enchilada hlauparans nema hann er léttari. En þið verðið ekki svikin af þessari enchilada.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.13.41 PM

Quesadillas. Þessi réttur þótti mér mjög góður. Við vinkonurnar deildum réttunum til helminga til að smakka báða.

Screen Shot 2014-11-21 at 4.13.26 PM Screen Shot 2014-11-21 at 4.12.58 PM

Hér að ofan má sjá FIT kjúklingasalatið og enchilada hlauparans sem ég smakkaði upphaflega. Myndirnar tala sínu máli og því mæli ég með að þið gerið ykkur ferð á Culiacan. Um leið og maður prófar þá er farið aftur.

cul

Culiacan er staðsett á Suðurlandsbraut :-)

Eldri færsla um Culiacan: sjá hér
Heimasíða Culiacan
Facebook-síða Culiacan

Takk fyrir mig og að leyfa mér að prófa réttina ykkar.

karenlind

Dermapen meðferð II

HÚÐUMFJÖLLUN

Ekki láta ykkur bregða, myndirnar líta verr út en þetta í raun og veru er. Ég væri ekki brosandi ef þetta væri svona slæmt… trúið mér. Fyrir ykkur sem sáuð ekki fyrri færsluna (sjá hér), þá bauðst mér að fara í þrjá tíma í Dermapen húðmeðferð. Eins og ég kom inn á um daginn, þá er ég mjög þakklát fyrir að eldast og ég vil að það sé á kristaltæru. Mér fannst tækifærið einfaldlega spennandi og sló því til.

Dermapen meðferðin (microneedling) er öflug og örugg húðmeðferð sem er aðeins framkvæmd á stofu. Þess má einnig geta að meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta sem er í boði á Íslandi. Dermapen meðferðin vinnur til dæmis á fínum línum og hrukkum, ótímabærri öldrun húðar, örum, opinni húð, exemhúð og litabreytingum. Í gærmorgun fór ég í annan tímann af þremur. Hún hækkaði styrkleikann eilítið en þrátt fyrir það fann ég minna fyrir pennanum en í fyrsta skiptið. Aftur fann ég mest fyrir pennanum á ennissvæðinu enda húðin þunn.

Ég setti myndina inn á instagram og FB og fólki dauðbrá. Ég var svo sem ekki alveg að búast við því að fólki yrði svo brugðið þar sem ég upplifði ekki sársauka (nema jú á enninu).. myndirnar láta líta út fyrir að mér hafi liðið hræðilega á meðan pyntingu ársins fór fram. En eins og ég sagði áðan þá væri ég ekki hálfglottandi ef sársaukinn væri mikill.

10815884_10205260713459603_787473611_n

Þið eruð eflaust að hugsa með ykkur hvað gangi nú eiginlega á hérna. En ég mæli með því að þið horfið á myndbandið hér að neðan. Það gefur góða mynd af því hvernig meðferðin fer fram. Þar sjáið þið að þetta er alls ekki hræðilegt :)

Mig langar helst ekki að dæma árangurinn fyrr en ég hef lokið þriðju meðferðinni en mikið er þetta öflugt. Næsti tími er 5. desember og ég set þá inn aðra færslu!

Facebook-síða Húðfegrunar
Heimasíða Húðfegrunar

Bestu kveðjur..

karenlind

Dermapen meðferð hjá Húðfegrun

HÚÐUMFJÖLLUN

Ég er eini bloggarinn á Trendnet sem hefur náð þremur tugum í aldri. Eðlilega hafa orðið breytingar á húðinni, þá sérstaklega í andlitinu. Ég fagna að sjálfsögðu hverju ári og er þakklát fyrir að eldast. En ég neita því ekki að ég var alsæl þegar mér bauðst að fara í Dermapen meðferð á andliti hjá Díönu en hún er annar eigandi Húðfegrunar. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á og kom því inn með engar væntingar né pælingar um hvað skyldi eiga sér stað fyrir utan það sem ég hafði lesið mér til um meðferðina. Díana er hjúkrunarfræðingur og er sérfræðingur á sínu sviði. Örugg og pottþétt í því sem hún var að gera. Ekkert hik á henni og fyrir vikið var hún sneggri með Dermapennanum. Meðferðin tók aðeins um 20-30 mínútur.

eigendur
F.V. – Bryndís Alma hagfræðingur og Díana hjúkrunarfræðingur, eigendur Húðfegrunar.

Dermapen meðferðin (microneedling) er öflug og örugg húðmeðferð sem er aðeins framkvæmd á stofu. Þess má einnig geta að meðferðin sem ég fór í dag hjá Húðfegrun er sú öflugasta sem er í boði á Íslandi. Dermapen meðferðin vinnur á eftirfarandi:

Fínum línum og hrukkum
Ótímabærri öldrun húðar
Húðsliti
Örum
Opinni húð
Exemhúð
Litabreytingum á húð

Ég er að sjálfsögðu með eitthvað af þessu, þá helst fínar línar, opna húð og litabreytingar.

Meðferðin sjálf var örlítið sársaukafull. Til að byrja með setti Díana serum krem með náttúrulegum fjölsykrum á andlitið og þar á eftir fór hún yfir andlitið með Dermapennanum. Penninn ýtir serum kreminu undir húðina. Mig minnig að styrkleikinn geti farið upp í 2 en ég var í 0,5-1. Ég fann minnst fyrir því þegar hún renndi pennanum yfir kinnarnar, hökuna og nefið en svæðið fyrir ofan efri vörina og ennið voru sársaukafyllri. Svo vandist þetta og ég fann mun minna fyrir þessu eftir því sem leið á.

Ég fer aftur í lok nóvember og í byrjun desember. Ég þarf að passa mig á því næstu daga að fara ekki í ljós (sem ég hef ekki gert í næstum átta ár), forðast sól, ekki fara í sund næstu tvo daga og nota sólarvörn með SPF30. Heimavinnan er nú bara auðveld :)

10814305_10205203781476339_1951777137_nOg nei, þetta er hvorki amman í “There’s something about Mary” eða rautt jólaskraut. Bara ég. Eflaust versta mynd sem ég hef sett á netið af sjálfri mér, en mig langaði bara að sýna ykkur hvernig ég leit út eftir meðferðina. Hún vinnur vel á húðinni og því lítur maður út eins og sólbekkurinn hafi verið helsta sportið þann daginn. En nú hafa liðið þrír tímar frá meðferðinni og ég er að nálgast mitt venjulega útlit.

Húðfegrun var áður staðsett í Skipholti en þær færðu sig nýlega yfir í Fákafen 11, beint fyrir ofan nýja GLÓ veitingastaðinn (þar sem Lifandi Markaður var).

Facebook Húðfegrunar
Heimasíða Húðfegrunar

En allavega… mikið hlakka ég til að sjá hvernig ég verð eftir þriðju meðferðina. Ég deili því með ykkur!

Bestu kveðjur,

karenlind

Culiacan á Suðurlandsbraut

HEILSURÉTTIRUMFJÖLLUN

Hafið þið smakkað Culiacan? Culiacan er mexíkóskur veitingastaður sem selur hvern heilsuréttinn á fætur öðru. Ég hef prófað flesta heilsuréttina og af þeim get ég mælt með hverjum einum og einasta. Réttirnir eru alveg virkilega góðir, vel útilátnir og á mjög sanngjörnu verði. Það má segja að skammtastærðirnar séu nánast eins og á The Cheesecake Factory, s.s. nóg af mat. Slagorð Culiacan er “Saddur án samviskubits” sem skal engan furða því það er ekki annað hægt en að vera vel saddur.

Ég fór inn á heimasíðuna þeirra og sá að þeir notast aðeins við ferskar íslenskar kjúklingabringur. Eins er útbúið ferskt salsa og guacamole á hverjum degi. Það finnst á bragðinu, margfalt betra svona ferskt og heimatilbúið. Þegar ég æfði í World Class Laugum nýtti ég mér oft ferðina eftir æfingu og fékk mér heilsurétt frá þeim.

Veitingastaðurinn er mjög hlýlegur og snyrtilegur. Salernin eru skemmtilega öðruvísi og það er ljóst að það hefur verið pælt í hverjum krók og kima þegar Culiacan var hannaður. Svo er hin flottasta leikaðstaða fyrir börn eins og sést á mynd 5, talið ofan frá.

IMG_4536 IMG_4535 IMG_4534 IMG_4531IMG_4521 IMG_4528

IMG_5156 IMG_5151 IMG_5147

Enchilada hlauparans er einn af þeim heilsuréttum sem mér þótti bestur. Hann er eiginlega óeðlilega góður.. stór heilhveiti tortilla með kjúklingi, hrísgrjónum og salat. Undir vefjunni er stökkt nachos. Það er skylda að prófa þennan!

IMG_4071

IMG_4066

FIT kjúklingasalatið er ofsalega vel heppnað. Þessi kjúklingur er hægeldaður og mjög mjúkur fyrir vikið. Ég var mjög spennt að sjá salatið, enda mjög frábrugðið öðrum í útliti. Það er jafn gott og það er flott. Ég hef fengið mér það sem hádegismat nokkrum sinnum. Það hentar mér vel því ég kýs frekar léttan hádegismat yfir annað. Þessi réttur er algjört æði!

Ég er að elska hve auðvelt það er að grípa í hollan mat nú til dags. Ef þið hafið ekki prófað Culiacan þá verðiði að koma þar við og prófa. Þið sjáið ekki eftir ferð á Culiacan :-)

Fyrir áhugasama:
Heimasíða Culiacan
Facebook-síða Culiacan 

karenlind