fbpx

Dermapen meðferð II

HÚÐUMFJÖLLUN

Ekki láta ykkur bregða, myndirnar líta verr út en þetta í raun og veru er. Ég væri ekki brosandi ef þetta væri svona slæmt… trúið mér. Fyrir ykkur sem sáuð ekki fyrri færsluna (sjá hér), þá bauðst mér að fara í þrjá tíma í Dermapen húðmeðferð. Eins og ég kom inn á um daginn, þá er ég mjög þakklát fyrir að eldast og ég vil að það sé á kristaltæru. Mér fannst tækifærið einfaldlega spennandi og sló því til.

Dermapen meðferðin (microneedling) er öflug og örugg húðmeðferð sem er aðeins framkvæmd á stofu. Þess má einnig geta að meðferðin hjá Húðfegrun er sú öflugasta sem er í boði á Íslandi. Dermapen meðferðin vinnur til dæmis á fínum línum og hrukkum, ótímabærri öldrun húðar, örum, opinni húð, exemhúð og litabreytingum. Í gærmorgun fór ég í annan tímann af þremur. Hún hækkaði styrkleikann eilítið en þrátt fyrir það fann ég minna fyrir pennanum en í fyrsta skiptið. Aftur fann ég mest fyrir pennanum á ennissvæðinu enda húðin þunn.

Ég setti myndina inn á instagram og FB og fólki dauðbrá. Ég var svo sem ekki alveg að búast við því að fólki yrði svo brugðið þar sem ég upplifði ekki sársauka (nema jú á enninu).. myndirnar láta líta út fyrir að mér hafi liðið hræðilega á meðan pyntingu ársins fór fram. En eins og ég sagði áðan þá væri ég ekki hálfglottandi ef sársaukinn væri mikill.

10815884_10205260713459603_787473611_n

Þið eruð eflaust að hugsa með ykkur hvað gangi nú eiginlega á hérna. En ég mæli með því að þið horfið á myndbandið hér að neðan. Það gefur góða mynd af því hvernig meðferðin fer fram. Þar sjáið þið að þetta er alls ekki hræðilegt :)

Mig langar helst ekki að dæma árangurinn fyrr en ég hef lokið þriðju meðferðinni en mikið er þetta öflugt. Næsti tími er 5. desember og ég set þá inn aðra færslu!

Facebook-síða Húðfegrunar
Heimasíða Húðfegrunar

Bestu kveðjur..

karenlind

Must go: Risa lagersala Yggdrasils

Skrifa Innlegg