fbpx

#sönnfegurð með Dove

UMFJÖLLUN

Ætli dagurinn í dag, 29. apríl, sé upphafið að nýju árferði þegar kemur að hugsunarhætti stúlkna og kvenna að líkamsmyndinni sjálfri? Það er allavega nokkuð staðfest að auglýsingaherferð Dove #sönnfegurð mun ýta við ungum stúlkum sem og konum, og vekja þær til umhugsunar um eigin líkamsmynd. Ég bið ykkur um eitt, að lesa þessa færslu og það sem skiptir enn meira máli, horfið á myndbandið hér að neðan.

Screen Shot 2015-04-29 at 4.36.50 AM

Svo ég segi ykkur aðeins frá þessu merkilega verkefni er best að taka saman helstu markmið þess og fara yfir helstu áhersluþætti. Aðalmarkmið #sönnfegurð verkefnis Dove er að stuðla að bættri líkamsímynd stúlkna og kvenna á Íslandi. Vitum við jú ekki flest öll að útlitskröfur í garð kvenna eru óraunhæfar? Það er erfitt að uppfylla þessar kröfur. Jafnvel fyrirsæturnar sjálfar ná ekki að uppfylla þessar kröfur án myndvinnsluforrita. Til að sporna gegn þessari þróun er nauðsynlegt að skapa umræður og halda upplýsingaflæðinu góðu. Dove hefur verið það fyrirtæki sem hefur unnið gegn þessari þróun með því að sýna fjölbreytileika kvenlíkamans, en þið hafið eflaust rekist á auglýsingarnar þeirra þar sem fyrirsæturnar eru í öllum stærðum og gerðum.

Dove hefur ákveðið að styrkja The Body Project en það er líkamsmyndarnámskeið fyrir ungar konur sem vilja verða gagnrýnni í hugsun gagnvart fegurðarviðmiðum og eins verða sáttari við eigin líkamsvöxt. Íslenska útgáfa þessa námskeiðs hefur verið í þróun í 5 ár en niðurstöður sýna að stúlkur eru m.a. ánægðari með líkamsmynd sína og sýna minni megrunarhegðun að loknu námskeiði. Dove styrkir verkefnið hér á landi með þeim hætti að stúlkur í framhaldsskóla geta tekið námskeiðið þeim að kostnaðarlausu og verða námskeiðin í boði haustið 2015.

Sjálf man ég ansi vel eftir mínum framhaldsskólaárum. Ég var í Versló. Ég hefði þurft á slíku námskeiði að halda. Ekki bara ég, allar stelpurnar í bekknum, árganginum..  skólanum. Þegar ég hugsa tilbaka virðist vera sem útlitið hafi verið nokkuð ofarlega í huga flestra sem ég þekkti. En lífið breytist með hverju árinu sem líður og útlitspælingar lúta í lægra haldi fyrir hlutum eins og markmiðum og að vilja ná árangri. Það er það frábæra við að eldast en mikið vildi ég að sá hugsunarháttur hefði gert vart við sig fyrir 15 árum, þegar ég mest þurfti á honum að halda.

Hér að neðan er íslenskt myndband unnið í samstarfi við Dove og #sönnfegurð verkefnið. Þið verðið einfaldlega að horfa á það en í því má sjá tvo aldurshópa af stúlkum, 7 ára og stúlkur á háskólaaldri, svara spurningum um upplifun þeirra af sundferð. Svörin við þeim eru á margan hátt sorglega ólík en það blasir við að þau ættu auðvitað að vera svipuð. Spurningin er nefnilega ekki flókin.

Hvað segið þið um þetta? Er ekki bara gaman að fara í sund án nokkurra annarra málalenginga? Þessi þróun er ekkert nema sorgleg og henni verður að breyta. Nú finn ég fyrir vonarglætu því #sönnfegurð verkefnið verður fyrirferðamikið og vonandi fer það ekki framhjá neinum. Snúum vörn í sókn og gerum betur en að huga að útlitinu út í eitt… það er svo miklu meira varið í lífið en það (og miklu meira varið í okkur en bara útlitið).

Facebook #sönnfegurð verkefnisins
Heimasíða #sönnfegurð

Setjið endilega LIKE á síðu verkefnisins. Takið þátt, fylgist með, skapið umræður, deilið á FB, hafið skoðun, hafið áhrif. Þannig breytist þetta. Verkefnið er rétt að byrja… og ég ætla að vera með frá byrjun, en þú?karenlind

Gjöf: Kardashian Kids

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna

    29. April 2015

    æðislega svona campaigns, en mjög einsleitur hópur, en það varntar alveg svartar konur, asískar konur, fatlaðar konur…finnst það skipta mjög miklu máli þegar að maður ætlar útí svona finnst mér…ekki bara hvítar konur og sætar litlar hvítar stelpur….finnst það skipta máli svona sérstaklega í ljósi rasismans sem grasserar í íslensku samfélagi…

  2. Dagn

    29. April 2015

    Gæsahúðarmyndband, mjög flott og heiðarlegt. Í menntó var ég mjög dugleg að fara í sund með kærastanum og vinunum en skyndilega eitt árið hætti ég því vegna þess mér fannst ég vera of feit og nota bene ég var um 56-57 kg! Hugurinn var kominn í algjöra brenglun á þarna og var það lengi á eftir. Þurfum að taka þessar flottu 7 ára stúlkur til fyrirmyndar og fara í sund af því það er gaman :)