Kolbrún María vinkona mín opnaði nýverið ljósmyndastúdíó í Mosfellsbæ. Myndirnar sem hún tekur eru æðislegar enda fagmaður fram í fingurgóma. Vinalegri gerast þær ekki, Kolla er algjört gull og ég get ekki ímyndað mér annað en létt og gott andrúmsloft í ljósmyndastúdíóinu hennar. Fyrir þá sem eru í jólakortahugleiðingum efast ég ekki um að Kolla sé rétti aðilinn í það. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem hún hefur tekið ásamt verðlista fyrir jólamyndatöku.
Hér fyrir neðan er linkur á facebook-síðu Kollu, endilega skoðið hana og hafið samband við hana í gegnum þá síðu ef þið eruð áhugasöm.
Skrifa Innlegg