UPPFÆRT
Þátttakendur númer 25, 59 og 122 voru dregnir út að þessu sinni með aðstoð Random.org, það er eina leiðin í svona leikjum :) Þakka ykkur innilega fyrir þátttökuna og bendi ég áhugasömum til dæmis á Eymumdsson og Hrím. Til hamingju Stefanía, Þórunn Anna og Þóra Margrét. Sendið mér e-mail á karenlind@trendnet.is – gleðilegt ár!
Þið munið eflaust eftir færslunni sem ég skrifaði um daginn um dagbókina sem ber nafnið Passion Planner 2016. Ég var ekki lengi að panta dagbókina en því miður var ég ekki nógu hrifin af henni þegar ég loks fékk hana í hendurnar, mér þóttu gæðin ekki nógu góð og svo var hún aðeins of stór fyrir minn smekk. Svo pirraði mig eitthvað að hún væri á ensku. Svona ítarleg markmiðabók þarf að rúmast fyrir í veskinu, enda nauðsynlegt að mínu mati að hafa hana á sér til þess að geta framfylgt markmiðum sínum og haft þau sýnileg. Eins og ég hef nefnt áður, þá er ég með ótal hugmyndir þessa stundina og engar hina.. og ef ég skrifa hlutina ekki niður þá á ég mjög auðvelt með að enda aðgerðarlaus og jafnvel áorka fáu. Dagbækur er því eitthvað sem ég sogast að og flokka sem nauðsynjavöru :)
Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég komment á færsluna um Passion Planner frá einum lesanda og það hljóðaði svo:
Ég fékk bakþanka með mína PP dagbók og rauk beint í það að losa mig við hana. Ég varð bara að eignast eintak af þessari rosalega flottu dagbók frá www.munum.is. Sjálf lærði ég sálfræði í Háskóla Íslands og veit því eitt og annað um áhrif markmiðasetningar, jákvæðrar hugsunar og tímastjórnunar. Það er alveg ótrúlegt hvað má bæta og áorka með því einu að skrifa hlutina niður. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að það að skrá niður markmið sín auki líkur á árangri til muna.
Ég sóttist eftir því að auglýsa Munum dagbókina því mér finnst fólk einfaldlega þurfa á henni að halda. Svona flottur doðrantur má ekki fara framhjá neinum. Munum dagbókin er á íslensku sem gerir hana enn persónulegri og þægilegri í notkun. Eins og þið sjáið þá er bókin sérstaklega falleg og er til í gráum og gulum lit.
Munum dagbókin varð til vegna óbilandi ástríðu tveggja vinkvenna, þeirra Erlu og Þóru, fyrir skipulagi, markmiðum, jákvæðri hugsun og jú fallegum dagbókum. Bókin er útpæld og nær að samtvinna allt það sem hefur löngu átt að rata í dagbækur. Þessar vinkonur eru nú meiri snillingarnir, þær hugsa út fyrir rammann og afraksturinn er brilliant! Munum dagbókin var hönnuð með eftirfarandi þætti að leiðarljósi og leyfi ég mér að deila þeim hér.
1. Markmiðasetning – Rannsóknir sýna að markmiðasetning og það að skrá niður markmið sín á hnitmiðaðan hátt eykur stórlega líkur á árangri. Bara það að setja sér markmið tífaldar líkurnar á árangri, ef markmiðiðin eru einnig skrifuð niður aukast líkur á árangri um rúm 40% til viðbótar. Með því að skilgreina markmiðin vel, skipta þeim niður í minni skref og hafa á þeim fastan tímaramma aukast líkurnar á árangri enn frekar.
2. Tímastjórnun – Tími er oft það sem okkur vantar mest en samt sem áður það sem við nýtum verst. Flestir kannast við það að ákveðin verkefni eru látin sitja á hakanum og þeim frestað þangað til þau eru farin að valda manni óþægilegu hugarangri og jafnvel hafa neikvæð áhrif á daglega líðan. Við ætlum að fara yfir forgangsröðun verkefna og hvernig við stjórnum tíma okkar sem best.
3. Jákvæð sálfræði – Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Með því að einblína á það góða í lífinu, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og einbeita sér frekar að því jákvæða má auka lífshamingju til muna. En þetta er eitthvað sem maður þarf að rækta og með ákveðnum aðferðum er hægt að efla jákvæða hugsun og því er svo mikilvægt að staldra við í hversdagsleikanum og minna sig á allt það góða í kringum mann og taka sér tíma til að vera þakklátur.
Almanak, dagatal, yfirmarkmið, undirmarkmið, skammtímamarkmið, langtímamarkmið, hvatningarorð, tímastjórnun og tímasetning, markmiðatré, markmið mánaðarins, verkefni dagsins og vikunnar, þakklætisdálkur, æfing dagsins, mataræði og uppgjör. Nefndu það, þetta er allt á einum stað.
Mig langar til að gefa þrjú eintök til þriggja lesenda. Til þess að eiga möguleika á að vinna eintak af Munum dagbókinni þarfu að:
1. Deila þessari færslu.
2. Smella á like-hnappinn á facebook-síðu Munum dagbókarinnar.
3. Skrifa athugasemd á færsluna með nafni og greina frá því hvernig dagbókin gæti komið þér að góðum notum.
Það eiga allir möguleika á því að fá eintak svo ekki hika við að vera með, vinningshafi verður dreginn út þann 3. janúar 2016.
#munum
Skrifa Innlegg