fbpx

Gefðu dekurstund með Óskaskríni

HÚÐUMFJÖLLUN

Óskaskrín er jólagjöf sem getur ekki klikkað. Með því að gefa Óskaskrínið DEKURSTUND ertu til dæmis að gefa dekurstund sem viðkomandi getur nýtt á mismunandi snyrtistofum á Höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Óskaskrínin eru fjögur samtals og eru á mismunandi verði og er þema hvers og eins mismunandi.Screen Shot 2014-12-11 at 10.00.05 AM

Ég fékk Dekurstundar Óskaskrínið.
Það sem ég gat valið úr var eftirfarandi:

Screen Shot 2014-12-11 at 10.11.22 AM Screen Shot 2014-12-11 at 10.11.34 AM

Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og valdi því sogæðameðferðina hjá Dimmalimm snyrtistofunni í Árbæ. Sogæðameðferðin var kærkomin, enda er ég alltaf með einhverjar furðulegar bólgur í lærunum sem virðast ekki ætla að fara. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég reyni að nota foam-rúllu og bolta nokkrum sinnum í viku.

Sogæðameðferðin var ótrúlega kósí. Ég sofnaði næstum því.. enda algjör nautnaseggur. Til að byrja með var olía borin á neðri hluta líkamans og upp að mitti. Þá næst var ég vafin inn í heitan vafning. Að því loknu lagðist ég á bekk í svokallaða sogæðavél. Vélin er tengd við stór stígvél sem ná upp að mitti og hún þjappar lofti frá ökkla og upp úr eftir ákveðnum kerfum. Ég er í voginni og valdi því bara það sem er vinsælast. Þið getið ímyndað ykkur hvað var gott að fá svona meðferð í þessu vonda veðri. Ég kom nefnilega seint í tímann vegna ömurlegrar færðar og ég bókstaflega kom spólandi á planið hjá Dimmalimm.

Ef mig langar í einhver stígvél þá  eru það sko ekki nýjustu stígvélin frá Alexander McQueen, það eru þessi sem ég fór í í meðferðinni. Þvílíkur unaður. Mér fannst eins og það væri verið að sjúga alla þreytu, bólgur og pirring úr fótunum. Ég get eiginlega ekki lýst því hve gott þetta var. Algjör hámarksafslöppun í klukkutíma.

10833985_10205365756685618_1951434618_n 10859595_10205365756725619_685901277_n 10859495_10205365756765620_894181348_n

Screen Shot 2014-12-11 at 9.54.23 AM Óskaskrín er tilvalin jólagjöf handa þeim sem þurfa nauðsynlega á ljúfri afslöppunarstund að halda. Ætli það séu ekki allir? Ég er svo viss um að allir myndu þiggja sogæðameðferðina og njóta hennar til fulls. Þvílík paradís! Þá sem langar að prófa eitthvað annað en sogæðameðferðina geta valið úr 18 öðrum valmöguleikum :)

Heimasíða Óskaskríns
Facebook-síða Óskaskríns

karenlind

Af hverju átt þú að fara í Marshalls?

Skrifa Innlegg