Charcoal: Black is the new green

HEILSAHEILSUDRYKKIR

Ég ráfaði inn í verslun í NY um daginn sem býður upp á ótrúlega flott úrval af ferskri matarvöru. Ég þurfti að ná lestinni og var því ekki á leiðinni þangað inn, en hollusta var það eina sem var á boðstólnum og verslunin svo einstaklega skemmtileg að ég varð að snúa við og líta inn. Í kælinum var eitthvað af úrvali af svörtum og gráum drykkjum, ásamt þessum týpísku grænu drykkjum, engifer- og túrmeríkskotum svo eitthvað sé nefnt. En svartir og gráir smoothies? Aldrei séð það áður!

Utan á þeim stóð “charcoal” eða kol. Án þess að hafa eitthvað kynnt mér þetta sýnist mér að koldrykkir hafi náð miklum vinsældum vestanhafs. Hype-ið byrjaði 2014. Kolið er fáanlegt í töfluformi og því bætt við smoothiedrykkina. Eflaust er kolið til í öðru formi – ég þekki það ekki.

Svo virðist vera sem það sé vinsælt að blanda sítrónusafa við kolið. Í sinni einföldustu mynd sýnist mér eiturefni eiga að bindast kolinu og þau skolast þannig út. Mig langar til að kynna mér þetta eilítið betur en ef þið hafið einhverja hugmynd um þetta “nýja” kolæði – endilega skiljið eftir athugasemd og fræðið mig og aðra.

karenlind

VOSS vatnið

HEILSA

Ég er sjálfskipaður talsmaður norska vatnsins VOSS. Það er bara svona, eitt heillar mann og annað ekki. VOSS vatnið þykir mér eitthvað extra skemmtilegt og áhugann má nú aðallega rekja til útlit flöskunnar. Hún er eitthvað svo einföld og aðlaðandi. Vatnið er út um allt, í öllum heilsublöðum, á instagram, pinterest. Vinsældir VOSS fara vaxandi, ég er nú svo sem ekkert að vitna í neinar rannsóknir en ég býst passlega við því miðað við birtingar og umfjallanir. En svo er líka tvennt ólíkt að drekka vatn úr glerflösku eða plastflösku, vatnið helst kalt í mun lengri tíma og svo er auðvitað ágætt að reyna að sniðgangast alla þessa plastnotkun. Til gamans má geta að VOSS vatnið verður í aðalhlutverki í eftirpartýi Golden Globes þann 10. janúar næstkomandi.

Screen Shot 2016-01-05 at 9.38.51 PM

karenlind

Ómissandi yfir hátíðarnar

HEILSAHOLLUSTA

Jú góðan daginn, bólgudrottningin hérna megin. Því miður, en svona hef ég verið allt mitt líf. Ég má varla borða mat sem inniheldur salt eða einhvers konar óþverra. Það er ein helsta ástæða þess að ég gæti vel að því hvað ég borða og drekk. Líkami minn ræður einfaldlega ekki við þetta. Oft þykir mér ósanngjarnt að mér þurfi að vera refsað með þessum hætti því mér þykir ofsalega gott að borða.

Þrátt fyrir stórlega ýkt viðbrögð líkama míns leyfi ég mér að sjálfsögðu að njóta jólanna til fulls. Ég verð þó að gera nokkra hluti til að vega upp á móti svo ég lifi síðustu daga ársins af. Hér eru fjórir hlutir sem mér finnst ómissandi yfir hátíðarnar.

Ég kreisti hálfa sítrónu út í eitt glas af vatni og drekk það á fastandi maga á morgnana. Ég leyfi kannski 15-20 mínútum að líða þar til ég fæ mér morgunmat. Ég finn það mikinn mun á mér að ég einfaldlega get ekki sleppt þessu. Ég keypti nóg af sítrónum í gær fyrir hátíðarnar. Svo reyni ég líka að drekka nóg af vatni daglega og sleppa gosinu. Það er reyndar engin fórn, mér finnst gos ekki gott.

dsc05911

CC Flax er ein uppáhalds varan mín til margra ára. CC Flax er fínmöluð kalk-, trönuberja- og hörfræblanda sem er tilvalið að bæta við út í þeytinginn eða á grautinn sem dæmi. Ef ég fæ mér hvorugt kyngi ég þessu einu og sér, en það er ákveðin kúnst þar sem blandan er mjög þurr. Þá reyni ég að skella þessu aftast í munninn og drekk eitt glas af vatni með. CC flax losar mikinn bjúg og dregur úr fyrirtíðarspennu og túrverkjum. Ég elska CC flax og gæti ekki verið án þess yfir hátíðarnar… og allt árið um kring.

Mér finnst gott að fá mér einn þeyting á hverjum degi. Þeir eru auðmeltanlegir og það er eitthvað sem ég þarf á að halda á móti öllum þessum þunga mat. Ég verslaði ýmislegt í gær í þeytingana:

Screen Shot 2014-12-22 at 9.18.08 AM

Rauðrófusafa frá Beutelsbacher
Rís- og möndlumjólk 1L
Kókosvatn 1L
Sítrónur
Hnetusmjör
Grænt te
Chiafræ
Avókadó
Hörfræolía
Fruit and Greens
Lime
Kókosflögur
Mangó
Berjablöndu
Gulrætur
Spínat
Appelsínur
Græn epli

Að byrja daginn á góðri ommilettu er það allra besta sem ég geri. Undanfarið hef ég fengið mér þrjár hvítur og eitt egg. Ég legg eggjahræruna ofan á spínatbeð og strái ferskum parmesan osti yfir. Orkumikill morgunmatur sem gefur mikla næringu. Það er um að gera að reyna að fá góða næringu, sérstaklega í morgunsárið :)

Þetta er það helsta sem ég huga að yfir hátíðarnar svo ég lifi af. En gúúúd greisjösss hvað ég hlakka til að borða hamborgarhrygginn með bestu sósu allra tíma.. sluurp!

karenlind

Líkamsvirðing

HEILSA

Líkamsvirðing. Það er fallegt orð með djúpa merkingu sem lítill hluti fólks nær að tileinka sér. Ég las alltaf pistla Líkamsvirðingar á pressan.is en ég þekki einn pennann sem skrifar þar. Þess má geta að sú stúlka er ótrúlega klár og vel gefin, og er sálfræðingur að mennt. Facebook-síða Líkamsvirðingar hafði alveg farið fram hjá mér, þar til í gær. Þá rak ég augun í mjög áhugaverða mynd sem vakti mig til umhugsunar. Verulega. Ég tók saman ýmislegt sem Líkamsvirðing hefur deilt og ég gjörsamlega elska þessi skilaboð.

Sjá má facebook-síðu Líkamsvirðingar: hér.

1975127_729544640409676_1188453479_n

Screen Shot 2014-08-20 at 9.05.04 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.11.31 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.17.02 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.17.55 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.18.14 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.19.18 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.19.42 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.20.14 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.20.34 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.21.05 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.25.41 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.27.44 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.30.00 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.31.17 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.31.41 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.50.11 PM Screen Shot 2014-08-20 at 9.50.22 PM

Óþolandi skilaboð daginn inn og daginn út!

Ég hef alveg lent í þessari vitleysu en ég hef náð miklum árangri og þá í rétta átt. Ég trúi til dæmis ekki enn þann dag í dag að ég hafi leyft heilum hópi af fólki stjórna því hvernig ég leit út. Ég aflitaði á mér hárið og grennti mig um heilan haug af kílóum. Þá loks varð ég falleg samkvæmt þeirra stöðlum. Nema það entist í korter því ég gat auðvitað ekki haldið mér svona. Ég ætla ekkert að fara neitt frekar út í þá sálma – en ég styð þessi skilaboð. Það þarf að verða viðhorfsbreyting, því með breyttum viðhorfum fylgir breytt hegðun.

karenlind

Heilsan í fyrirrúmi

HEILSA

Þá eru sex dagar í einkaþjálfun hjá Tinnu. Ég hlakka svo til! Svo hlakka ég óeðlilega til 30. apríl – en þá skila ég ritgerðinni minni sem hefur verið algjör höfuðverkur undanfarið. Það eru bjartir tímar framundan og jú, auðvitað í dag líka. Ég er að reyna að venja mig af því að hlakka til einhvers, heldur frekar að einblína á daginn í dag og njóta hans.

Nokkrar skemmtilegar myndir af því tilefni að það er vonandi að koma sumar… samt sem áður horfi ég út um gluggann og sé haglélið detta þungt niður til jarðar. En hressandi!

Í dag held ég upp á þriggja vikna vatnsdrykkjuafmæli. Enginn safi, ekkert gos… bara sítrónuvatn á morgnana á fastandi maga og svo vatn í gegnum daginn. Þvílík forréttindi að geta drukkið frítt vatn allan daginn.

adfkjsdfij ksk

æadkjfkdfj largesdf ok

hdf okksdfks Screen Shot 2014-04-05 at 3.49.32 PMScreen Shot 2014-04-12 at 8.11.05 AM

Næst á dagskrá er að lesa mig til um fíflarótina og jafnvel kaupa hana ef mér lýst vel á. Ég er mjög bjúguð þessa dagana, vakna þrútin og þreytuleg og mig langar að bæta úr því. Vel lesinn maður mælti með fíflarótinni og sagði það hina bestu lífrænu og náttúrulegu lausn við bjúg. Þekkir þú til fíflarótarinnar eða hefur þú reynslu af henni? Endilega deildu :-)

karenlind

Flatkaka með hummus og radísuspírum

HEILSAHOLLUSTA

Í fyrra fór ég á Lífræna daginn sem haldinn var í Ráðhúsinu. Ég fékk að smakka svo ótalmargt gott á hinum ýmsu básum en eitt af því sem stóð upp úr voru vörurnar frá Eco Spíra. Eco spíra selur margs konar tegundir af lífrænum spírum hvor annarri betri. Spírur flokkast sem ofurfæði og það þarf engan að undra það, enda stútfullar af vítamínum, andoxunarefnum, ammonísýrum, steinefnum o.fl.
Screen Shot 2014-04-10 at 6.26.53 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.11 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.20 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.56 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.27.29 PM Screen Shot 2014-04-10 at 6.28.05 PM

Mér finnst radísuspírurnar æðislegar og tilvaldar sem álegg ofan á brauð, flatköku, maískex eða hvað sem manni dettur í hug. Ég hef ætlað að deila þessu með ykkur í rosalega langan tíma en loks bætti ég úr því. Það skemmtilega við radísuspírurnar er litríkt og örlítið óvenjulegt útlit þeirra. Þær geta látið hvaða máltíð líta vel út. Ég er einungis með hummus og radísuspírur á flatkökunni en það mætti halda að Jói Fel hafi komið við og reddað málunum fyrir myndatökuna. Radísuspírurnar eru því fallegar fyrir augað og enn betri fyrir líkamann :-) Ég alveg elska allt svona einfalt. Ég er því miður ekki ein þeirra sem nenni að hanga inni í eldhúsi að dúllast.. eða jú, ég nenni því nú alveg en ég hef ekki tíma. Það eru nú fleiri, eða flestir í sömu sporum, og því er alltaf gott að geta gert eitthvað súper hollt á örskotsstundu. Ég keypti radísuspírurnar í Bónus :)

karenlind

Heilsan í myndum

HEILSAHOLLUSTAHREYFINGPERSÓNULEGT

Nokkrar myndir frá mínum síðustu dögum! Ég geri lítið annað en að læra og hreyfa mig, svo myndaval er fremur ófjölbreytt :)

19

Ég fór á æfingu í hádeginu og lyfti fætur. Alltaf tekst mér að fá hellur fyrir eyrun á þeim æfingum, en það er m.a. merki um áreynslu svo það er góðs viti. Þessi bleiki bolti er lífið og nær til staða sem foam rúllan nær ekki til. Ég fékk einn svona bolta gefins fyrir um ári síðan á Crossfit-móti en í flutningunum hefur honum tekist að skoppa í burtu og týnast (ég kenni boltanum um, ekki mér). Ég varð að kaupa mér annan, og fékk þennan í Hreysti í Skeifunni á 1495 kr í.

18

Ljúft.. spínat, egg, festaostur og balsamik edik gljái.

17

Hughreystandi umbúðir hjá Lifandi Markaði. Öll þessi plastnotkun og plastframleiðsla fer með mig. Annars sá ég að Gula þruman er komin í kælinn í Lifandi Markaði. Mig minnir endilega að það hafi verið lífrænn appelsínusafi, mangó, kókos og eitthvað fleira í henni. Hljómaði vel!

16

Uppáhalds blandan í smoothie!

15

… Slender Sticks með nýrri bragðtegund. Ofsalega góð… mörgum finnst þessi bragðtegund vera sú besta!

14

… ég kaupi yfirleitt þessar ódýru appelsínur til að pressa í safana. Finnst þær bara alveg jafn góðar og hinar :)

13

Gulrótarsafi og lágkolvetnabananabrauð :)

12

Ommeletta í umferðinni.

11

Ég fékk þetta fína Polar Loop úr um daginn. Ég sá þá svart á hvítu hvað viðveran á bókasafninu gerði mér lítinn sem engan greiða. Úrið virkar mjög hvetjandi á mig því ég sé nákvæmlega hvar ég stend hvað varðar markmið dagsins. Stundum hef ég setið of mikið og þar af leiðandi hef ég farið í langar göngur á kvöldin til að ná markmiði dagsins (þá sést goal á skjánum). Eitt kvöldið var ég hoppandi og skoppandi um í rúminu því ég hafði aðeins nokkrar mínútur til stefnu áður en klukkan myndi slá 00:00. Davíð horfði á mig og sagði hreint út “Guð minn góður, það er eitthvað að þér”.. hahaha… Metnaðurinn að drepa mann… eða kannski úrið að drepa mann?

20

Þessi duftbréf hafa reddað mér frá súrum dögum á bókasafninu… ég vil ekki drekka kaffi eða gosdrykki og því eru Slender Sticks duftbréfin mjög hentug fyrir mig. Ég byrjaði fyrst að drekka kaffi í fyrra, þá 28 ára, og drakk kannski kaffi svona einu sinni í mánuði. Svo tók ég ákvörðun í janúar á þessu ári að ég myndi losa mig við kaffidrykkju fyrir fullt og allt. Þegar maður hefur lítið til að grípa í finnst mér snilld að geta bragðbætt vatnið mitt með Slender Sticks.

.. en annars langar mig að segja ykkur að ég er ekki enn byrjuð í einkaþjálfuninni. Dagskráin í ÍAK skólanum breyttist eilítið og ég byrja í þjálfun hjá Tinnu Rún þann 21. apríl næstkomandi. Núna æfi ég daglega ein, sem mér finnst alveg þrusufínt. Ég verð vonandi komin á gott ról þegar þjálfunin hefst, þetta tekur nefnilega alveg sinn tíma. Ég finn að styrkurinn er allur að koma tilbaka en vöðvaþolið er ekki jafn gott. Einn dagur í einu.. :)

karenlind

Gjafaleikur: SnoozTime heilsukoddar

HEILSAUMFJÖLLUN

Að þessu sinni ætla ég að gefa tveimur lesendum tvo heilsukodda frá SnoozTime. Sjálf á ég tvo, þennan bláa og bangsann. Um leið og ég fékk mína tvo eignaði kærasti minn sér þann bláa. Mér fannst það svo ótrúlega fyndið því hann svaf með hann og hélt utan um hann eins og barn. Ég þurfti þó að binda enda á SnoozTime hamingjuna hans Davíðs.. ég varð að biðja hann um að nota hann ekki því ég átti eftir að taka myndir af þeim fyrir gjafaleikinn. Nú er ég búin að taka myndirnar og hann er strax mættur upp í rúm með koddann. Bara ef hann leyfði mér að taka mynd, þá myndi ég deila henni. Ég hef notað SnoozTime koddann þegar ég sit við tölvuna, en þá tilli ég honum við mjóbakið og fæ þannig meiri stuðning og aukin þægindi. Svo þykir mér líka voðalega gott að nota hann þegar ég hangi í tölvunni upp í rúmi.. ó já, það er hrikalegur ávani sem mig langar að losa mig við!

Snooztime heilsukoddinn var hannaður með það að markmiði að vinna með sársauka í hálsi. Hann er fylltur með örlitlum micro perlum en trikkið við þessa fyllingu er að perlurnar eru lokaðar og draga því ekki raka inn í sig. Eins gerir bilið á milli þeirra það að verkum að það loftar um koddann. Þetta veldur því að koddinn er ekki jafn vænlegur bústaður fyrir rykmaura og sveppagróður (sem eru taldir ofnæmis- og asthmavaldar) eins og “venjulegir” koddar. Þetta dugir auðvitað ekki til að losna algjörlega við óværuna því raki í andrúmsloftinu er óhjákvæmilegur. Koddinn er einnig tilvalinn fyrir ofnæmis- og astmasjúklinga vegna þess að það má þvo hann. Varðandi perlurnar sjálfar og aðlögunarhæfni koddans má segja að pælingin sé svipuð og þessi með bókhveitikoddana, nema það að Snooztime er með gerviefnum (perlurnar) en ekki kornum. Það sem perlurnar hafa fram yfir aðra tegund af fyllingu er fyrst og fremst að það er hægt að þvo koddann.

Snooztime koddarnir eru dúnmjúkir og skemmtilega litríkir. Þeir eru tilvaldir fyrir langar bílferðir, flugferðir, sjónvarpsgláp og í raun hvað sem manni dettur í hug.

IMG_5171 IMG_5175 IMG_5181 IMG_5195 IMG_5218IMG_5226

IMG_5241IMG_5250

IMG_5253

Þessi rauði og sá kóralbleiki verða í eigu einhverra heppna lesenda þann 5. apríl. Sá rauði er úr spandex og sá kóralbleiki er úr velúr.

Ég veit að ykkur langar að eignast svona ótrúlega þægilegan heilsukodda.. það er ekkert blöff að þeir séu æði, ég mæli með því að þið lesið endurgjöfina um heilsukoddana á facebook síðunni þeirra sem ég linka á hér að neðan. Taktu endilega þátt, það eiga allir jafnan möguleika á því að vinna. Þátttökuskilyrðin eru þessi þrjú klassísku : – )

1. Setja LIKE á facebook síðu SnoozTime.
2. Setja LIKE á þessa færslu.
3. Skilja eftir athugasemd við þessa færslu með nafninu þínu og tilgreindu hvorn litinn þig langar í (rauður & kóralbleikur).

Á laugardaginn vel ég af handahófi (með aðstoð vefsíðu) tvo lesendur! Take it away..

karenlind

Heilbrigði, heilsa og hollusta

HEILSAHOLLUSTAHREYFING

Kæru hamborgarhryggir, kartöflur og baunir..

Nú eru hátíðarnar yfirstaðnar og ég vel bólgin og sæl eftir kjötátið. Þetta var ansi notalegt á meðan því stóð en það kemur að þeim tímapunkti að maður getur bara ekki meira! Líkaminn segir bara stopp og bíður sáttur í heilt ár eftir að herlegheitin fari af stað aftur.

Ég tók saman myndir úr tölvunni og ákvað bara að drita þeim öllum inn, jafnvel of mikið af því góða en hey – það er fyrsti mánuður ársins og myndirnar eiga ansi vel við þá stemningu.

Hreyfum okkur og borðum næringarríka fæðu til að bæta heilsu og líðan, auka úthald og orku og ná betri svefni. Allt þetta helst í hendur – og burt með orðið “megrun”.. verum bara heilbrigð og þá fer margt að ganga betur!

Janúarbloggin mín munu snúa að mestu leyti um heilsu og því sem viðkemur henni..

-Æfingar
-Vítamín
-Uppskriftir
-Fræðslumolar
-Matardagbækur (mín og annarra)
-Og fleira..

karen

Eyeslices

HEILSA

Þekkir einhver hér Eyeslices?

Mig vantar eitthvað sem virkar á poka og bauga…

6

EYE

Yawn….

Endilega deilið með mér þið sem hafið reynslu af eyeslices..

:)

KLT