fbpx

Líkamsvirðing

HEILSA

Líkamsvirðing. Það er fallegt orð með djúpa merkingu sem lítill hluti fólks nær að tileinka sér. Ég las alltaf pistla Líkamsvirðingar á pressan.is en ég þekki einn pennann sem skrifar þar. Þess má geta að sú stúlka er ótrúlega klár og vel gefin, og er sálfræðingur að mennt. Facebook-síða Líkamsvirðingar hafði alveg farið fram hjá mér, þar til í gær. Þá rak ég augun í mjög áhugaverða mynd sem vakti mig til umhugsunar. Verulega. Ég tók saman ýmislegt sem Líkamsvirðing hefur deilt og ég gjörsamlega elska þessi skilaboð.

Sjá má facebook-síðu Líkamsvirðingar: hér.

1975127_729544640409676_1188453479_n

Screen Shot 2014-08-20 at 9.05.04 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.11.31 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.17.02 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.17.55 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.18.14 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.19.18 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.19.42 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.20.14 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.20.34 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.21.05 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.25.41 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.27.44 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.30.00 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.31.17 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.31.41 PM

Screen Shot 2014-08-20 at 9.50.11 PM Screen Shot 2014-08-20 at 9.50.22 PM

Óþolandi skilaboð daginn inn og daginn út!

Ég hef alveg lent í þessari vitleysu en ég hef náð miklum árangri og þá í rétta átt. Ég trúi til dæmis ekki enn þann dag í dag að ég hafi leyft heilum hópi af fólki stjórna því hvernig ég leit út. Ég aflitaði á mér hárið og grennti mig um heilan haug af kílóum. Þá loks varð ég falleg samkvæmt þeirra stöðlum. Nema það entist í korter því ég gat auðvitað ekki haldið mér svona. Ég ætla ekkert að fara neitt frekar út í þá sálma – en ég styð þessi skilaboð. Það þarf að verða viðhorfsbreyting, því með breyttum viðhorfum fylgir breytt hegðun.

karenlind

Heiða Hannesar: Forsíðuviðtal í helgarblaði Fréttablaðsins

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Soffia

  20. August 2014

  Um daginn var ég að lesa eitthvað fyrir manninn minn af Facebook, og dóttir mín sem er að verða 9 ára spurði um hvað við vorum að tala. Ég sagði henni að þetta væri einhver megrunarvitleysa – hún leit hissa á mig og spurði: “mamma, hvað er eiginlega megrun?”

  Ég gaf sjálfri mér high five, því ég hef gætt þess að tala aldrei niðrandi um sjálfa mig eða kvarta yfir einhverju útlitstengdu fyrir framan hana.

 2. Heiða Kristjánsdóttir

  20. August 2014

  Frábær færsla!! :)