Kæru hamborgarhryggir, kartöflur og baunir..
Nú eru hátíðarnar yfirstaðnar og ég vel bólgin og sæl eftir kjötátið. Þetta var ansi notalegt á meðan því stóð en það kemur að þeim tímapunkti að maður getur bara ekki meira! Líkaminn segir bara stopp og bíður sáttur í heilt ár eftir að herlegheitin fari af stað aftur.
Ég tók saman myndir úr tölvunni og ákvað bara að drita þeim öllum inn, jafnvel of mikið af því góða en hey – það er fyrsti mánuður ársins og myndirnar eiga ansi vel við þá stemningu.
Hreyfum okkur og borðum næringarríka fæðu til að bæta heilsu og líðan, auka úthald og orku og ná betri svefni. Allt þetta helst í hendur – og burt með orðið “megrun”.. verum bara heilbrigð og þá fer margt að ganga betur!
Janúarbloggin mín munu snúa að mestu leyti um heilsu og því sem viðkemur henni..
-Æfingar
-Vítamín
-Uppskriftir
-Fræðslumolar
-Matardagbækur (mín og annarra)
-Og fleira..
Skrifa Innlegg