fbpx

Heilbrigði, heilsa og hollusta

HEILSAHOLLUSTAHREYFING

Kæru hamborgarhryggir, kartöflur og baunir..

Nú eru hátíðarnar yfirstaðnar og ég vel bólgin og sæl eftir kjötátið. Þetta var ansi notalegt á meðan því stóð en það kemur að þeim tímapunkti að maður getur bara ekki meira! Líkaminn segir bara stopp og bíður sáttur í heilt ár eftir að herlegheitin fari af stað aftur.

Ég tók saman myndir úr tölvunni og ákvað bara að drita þeim öllum inn, jafnvel of mikið af því góða en hey – það er fyrsti mánuður ársins og myndirnar eiga ansi vel við þá stemningu.

Hreyfum okkur og borðum næringarríka fæðu til að bæta heilsu og líðan, auka úthald og orku og ná betri svefni. Allt þetta helst í hendur – og burt með orðið “megrun”.. verum bara heilbrigð og þá fer margt að ganga betur!

Janúarbloggin mín munu snúa að mestu leyti um heilsu og því sem viðkemur henni..

-Æfingar
-Vítamín
-Uppskriftir
-Fræðslumolar
-Matardagbækur (mín og annarra)
-Og fleira..

karen

Árið í myndum..

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    2. January 2014

    Ég hlakka til að fylgjast með í janúar – alltaf gott að fá hvatningu og innblástur =)

  2. Jóna Margrét

    2. January 2014

    Mikið finnst mér gaman að heilsu bloggunum þínum :)
    Hlakka bara til fyrir komandi mánuð.

    Jóna Margrét.

  3. Sandra

    2. January 2014

    Svo gaman að lesa bloggið þitt. Hlakka mikið til að lesa janúar bloggin þar sem þetta er mikið áhugamál hjá mér. Viltu skrifa um NOW vítamínin og hvað þú tekur? :)

    • Karen Lind

      2. January 2014

      Já, ekki spurning! Það var á planinu – hef líka notað vítamínin svo lengi og hef lesið mig mikið til um þau..

      x

  4. Marín

    2. January 2014

    Okei ég verð að spurja, þessi girnilega grænmetispizza, er hún frá Saffran?

  5. Anna Soffía

    2. January 2014

    Geggjað! Elska heilsubloggin þín!!

  6. Hanna

    2. January 2014

    Æði – hlakka til að lesa! :)

  7. Gerður Guðrún

    2. January 2014

    JEY hollusta, eins yndislegar og hátíðinar eru er alltaf gott að komast aftur í heilbrigða rútínu með hreyfingu og hollu mataræði :) Hlakka til að fylgjast með þér í janúar!

  8. Katla

    3. January 2014

    Hlakka til að lesa :) seturu ekki inn þína uppskrift af einum grænum ;)

  9. Kristín Valsdóttir

    3. January 2014

    Elska heilsupóstana þína!
    Góður innblástur og hvatning eftir allt jólaátið :)

    Kristín Vals.

  10. emilia

    3. January 2014

    Væri alveg til í eina uppskrift af grænum :D

  11. Guðrún H Arnljotsdottir

    5. January 2014

    Það er svo gaman að lesa bloggið þitt , eg er að reyna að byrja a hollari lífsstíl get eg skoðað einhversstaðar uppskriftir fra þer af boosti og fl kkv

    • Karen Lind

      5. January 2014

      Það kemur ein inn bráðlega sem er sjúklega góður! Ég er yfirleitt mjög dugleg að blanda mér yfirleitt þeytinga oft en hef verið ofsalega ódugleg við að skella þeim hingað inn, ég þarf að taka mig á! :)

      Gangi þér extra vel.. xx