fbpx

Hreyfing

ÆFING DAGSINSHEILSA

Loksins kom að því að ég kæmist í ágætis líkamlegt form. Ég get lýst líkamsformi mínu eins og tröppugangi, en ég staðna yfirleitt í ákveðinn tíma og þá skyndilega kemur árangur. Með líkamlegu formi á ég aðallega við styrk. Ég er búin að vera í einhverju ströggli með lungun í of langan tíma – en það veldur því að ég næ ekki þeim árangri sem mig langar að ná. Síðastliðið sumar var ég komin vel á veg en hrundi bókstaflega á núllpunkt í ágústmánuði og er fyrst núna að ná mér, hálfu ári síðar.

Ég hef alltaf verið íþróttaálfur í mér, en frá því ég byrjaði að æfa sund kom það snemma í ljós að ég þurfti lítið að hafa fyrir því að ná árangri. Það var vissulega ekki gott – því hausinn var aldrei rétt skrúfaður á.. þetta kom bara til mín og því nýtti ég getu mína aldrei til fulls.

Mín sterka hlið frá blautu barnsbeini hefur klárlega verið sprengikraftur og styrkur. Þegar ég er komin í ágætis form finnst mér ég stundum geta lyft hverju sem er.. ég skil oft ekki hvernig mér tekst það. En fyrir tveimur vikum eða svo ákvað ég að fara í smá keppni við sjálfa mig. Markmiðið er einfalt.. að verða sterkari… og svo skal ég fúslega viðurkenna að mig langar að létta mig örlítið. Kannski fimm kíló, ég er ekki viss. En það er líka ágætis pæling á bak við það – þá verða æfingar eins og upphífingar, dýfur, kassahopp og burpees auðveldari.

Mér finnst ekkert betra en að vera í góðu formi. Eins og ég hef sagt ykkur, þá varð ég gjörsamlega heilsulaus á meðgöngunni. Það fór ótrúlega illa með andlegu hliðina en mér leið eins og ég væri sjúklingur. Þess vegna langar mig að nýta tímann á meðan ég er heilsuhraust og gera mitt besta.

Eigið góða helgi ♡


Svefnherbergið..

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Lára

    28. February 2018

    Vó flottir handleggir ????