Að þessu sinni ætla ég að gefa tveimur lesendum tvo heilsukodda frá SnoozTime. Sjálf á ég tvo, þennan bláa og bangsann. Um leið og ég fékk mína tvo eignaði kærasti minn sér þann bláa. Mér fannst það svo ótrúlega fyndið því hann svaf með hann og hélt utan um hann eins og barn. Ég þurfti þó að binda enda á SnoozTime hamingjuna hans Davíðs.. ég varð að biðja hann um að nota hann ekki því ég átti eftir að taka myndir af þeim fyrir gjafaleikinn. Nú er ég búin að taka myndirnar og hann er strax mættur upp í rúm með koddann. Bara ef hann leyfði mér að taka mynd, þá myndi ég deila henni. Ég hef notað SnoozTime koddann þegar ég sit við tölvuna, en þá tilli ég honum við mjóbakið og fæ þannig meiri stuðning og aukin þægindi. Svo þykir mér líka voðalega gott að nota hann þegar ég hangi í tölvunni upp í rúmi.. ó já, það er hrikalegur ávani sem mig langar að losa mig við!
Snooztime heilsukoddinn var hannaður með það að markmiði að vinna með sársauka í hálsi. Hann er fylltur með örlitlum micro perlum en trikkið við þessa fyllingu er að perlurnar eru lokaðar og draga því ekki raka inn í sig. Eins gerir bilið á milli þeirra það að verkum að það loftar um koddann. Þetta veldur því að koddinn er ekki jafn vænlegur bústaður fyrir rykmaura og sveppagróður (sem eru taldir ofnæmis- og asthmavaldar) eins og “venjulegir” koddar. Þetta dugir auðvitað ekki til að losna algjörlega við óværuna því raki í andrúmsloftinu er óhjákvæmilegur. Koddinn er einnig tilvalinn fyrir ofnæmis- og astmasjúklinga vegna þess að það má þvo hann. Varðandi perlurnar sjálfar og aðlögunarhæfni koddans má segja að pælingin sé svipuð og þessi með bókhveitikoddana, nema það að Snooztime er með gerviefnum (perlurnar) en ekki kornum. Það sem perlurnar hafa fram yfir aðra tegund af fyllingu er fyrst og fremst að það er hægt að þvo koddann.
Snooztime koddarnir eru dúnmjúkir og skemmtilega litríkir. Þeir eru tilvaldir fyrir langar bílferðir, flugferðir, sjónvarpsgláp og í raun hvað sem manni dettur í hug.
Þessi rauði og sá kóralbleiki verða í eigu einhverra heppna lesenda þann 5. apríl. Sá rauði er úr spandex og sá kóralbleiki er úr velúr.
Ég veit að ykkur langar að eignast svona ótrúlega þægilegan heilsukodda.. það er ekkert blöff að þeir séu æði, ég mæli með því að þið lesið endurgjöfina um heilsukoddana á facebook síðunni þeirra sem ég linka á hér að neðan. Taktu endilega þátt, það eiga allir jafnan möguleika á því að vinna. Þátttökuskilyrðin eru þessi þrjú klassísku : – )
1. Setja LIKE á facebook síðu SnoozTime.
2. Setja LIKE á þessa færslu.
3. Skilja eftir athugasemd við þessa færslu með nafninu þínu og tilgreindu hvorn litinn þig langar í (rauður & kóralbleikur).
Á laugardaginn vel ég af handahófi (með aðstoð vefsíðu) tvo lesendur! Take it away..
Skrifa Innlegg